Afþreying í hópi og góðum félagsskap

Þegar árin fær­ast yfir er mik­il­vægt að huga að and­legu og lík­am­legu hliðinni. Hægt er að sam­eina þetta tvennt og yf­ir­leitt þegar hreyf­ing er stunduð létt­ist lund­in. Hins veg­ar ligg­ur ekk­ert endi­lega í aug­um uppi hve mikið er í boði af alls kon­ar afþrey­ingu og nám­skeiðum, en þegar bet­ur er að gáð er ým­is­legt hægt að finna. Lík­ams­rækt­ar­stöðvarn­ar eru alltaf vin­sæl­ar en það er um að gera að líta út fyr­ir boxið

Bridges­am­bandið

Inn­an sam­bands­ins eru starf­rækt ýmis fé­lög fyr­ir bæði byrj­end­ur og lengra komna. Miðviku­dags­klúbbur­inn hitt­ist á sam­nefnd­um kvöld­um kl. 19:00. Klúbbur­inn legg­ur upp úr af­slöppuðu og góðu and­rúms­lofti og tek­ur sér­stak­lega vel á móti nýliðum. Á heimasíðu sam­bands­ins er að finna nán­ari upp­lýs­ing­ar um staðsetn­ingu og starf­andi fé­lög.

Stefnu­móta­for­rit Vant­ar þig fé­laga? Í dag fer ým­is­legt fram í gegn­um for­rit, þ. á m. að finna sér vin eða vin­konu. Ýmsum stefnu­móta­for­rit­um er ein­fald­lega hægt að hlaða niður í sím­ann. Tind­er er ör­ugg­lega hvað þekkt­ast þeirra. Á Tind­er er hægt að skil­greina hvaða ald­ur viðkom­andi vill sjá og for­ritið sam­still­ir ein­stak­linga m.a. út frá áhuga­mál­um.

Golf

Íþrótt sem sam­ein­ar hreyf­ingu, úti­veru og góðan fé­lags­skap. En það er vel hægt að fara einn síns liðs í golf. Sé það gert eru all­ar lík­ur á að lenda í holli með öðrum hópi eða ein­stak­ling­um. Golfar­ar eru alla jafna kurt­eis­ir og fágaðir og úti á golf­velli stefna all­ir að sama mark­miði, þ.e. að bæta sig og hafa gam­an. Þá skipt­ir get­an engu máli vegna forgjaf­ar­inn­ar al­ræmdu.

Sund­laug­arn­ar

Á vefsíðunni Synda­sel­ur er hægt að kaupa sund­nám­skeið fyr­ir full­orðna. Nám­skeiðin eru ætluð þeim sem eru vatns­hrædd­ir eða ósynd­ir og hægt er að velja um t.d. nám­skeið þar sem farið er yfir grunnsund­tök­in eða skriðsunds­nám­skeið. Nám­skeiðin eru kennd í Sund­höll Reykja­vík­ur. Mörg íþrótta­fé­lög­in starf­rækja svo­kölluð garpa­sund i hverf­is­laug­un­um. Þau nám­skeið eru einnig ætluð full­orðnum, til að skerpa á sund­tök­un­um og bæta tækn­ina. Geta skipt­ir engu máli. Hægt er að hafa sam­band við laug­arn­ar til að fá upp­lýs­ing­ar um vatns­leik­fimi og flot, en það síðar­nefnda snýr að hópslök­un í laug­inni.

Hlaupa­hóp­ar

Það er ef­laust hægt að segja að hvert ein­asta íþrótta­fé­lag í öll­um hverf­um og bæj­um starf­ræki hlaupa­hóp. Til að fara í hlaupa­hóp þarf ekki að vera góður hlaup­ari. Það má ganga. Það er ör­ugg­lega alltaf ein­hver með svipaða getu sem hægt er að hlaupa eða ganga með. Þetta er góð þjálf­un og til­val­in leið til hreyf­ing­ar og til að bæta út­haldið.

Göngu­hóp­ar Það er fátt betra en lífið á fjöll­um. Fé­lög­in Útivist og Ferðafé­lag Íslands standa fyr­ir göng­um á fjöll í hópi áhuga­samra fjallagarpa, árið um kring. Á heimasíðum fé­lag­anna má finna hvaða göng­ur eru í boði og hvert erfiðleika­stigið er. Þá er einnig hægt að skrá sig í göngu­hópa með ákveðin þemu sem höfða til mis­mun­andi þarfa og lang­ana ein­stak­linga. Hjá Ferðafé­lag­inu er t.d. hóp­ur sem heit­ir Létt­feti sem fer á eitt fjall í mánuði. Skrán­ing­ar eru hafn­ar fyr­ir göng­ur sem hefjast í janú­ar 2025. Það er alltaf skemmti­legt að kynn­ast fólki með svipuð áhuga­mál.

Mat­reiðslu­nám­skeið Hvernig væri að læra að elda góðan og fram­andi mat? Á vef Salt eld­húss er að finna fjöl­breytt nám­skeið um mat­ar­gerð frá öll­um heims­horn­um. Næstu nám­skeið eru t.a.m Smá­rétt­ir Mið-Aust­ur­landa, Mat­ar­veisla frá Mar­okkó og Fransk­ir bistro-eft­ir­rétt­ir. Hægt er að skrá sig á nám­skeiðin á heimasíðu Salt eld­húss.

Jóga Jafn­væg­is- og styrktaræf­ing­ar fyr­ir­byggja beinþynn­ingu. Jóga er æf­ing­ar sem inni­halda þetta tvennt og meira til. Jóga fel­ur einnig í sér teygj­ur, slök­un og and­lega vellíðan. All­ar æf­ing­ar sem gerðar eru hafa það að mark­miði að ná sem mestri slök­un í lok­in. Jóga er ekki eitt­hvað eitt held­ur er það mjög fjöl­breytt þegar bet­ur er að gáð. Á heimasíðu Jóga­set­urs­ins blas­ir stundatafl­an við. Þar er að finna Kundal­ini-jóga, Jóga fyr­ir 60+, Yin-jóga og tón­heil­un, Karlajóga og Jógaflæði. Hjá Ak­ur­eyri Yoga eru ýmis nám­skeið í boði og eru þau sem eru á döf­inni Rólu-jóga, Slök­un og vellíðan og Mjúkt jóga­nám­skeið.

Bænda­ferðir Hjá Bænda­ferðum er fjöld­inn all­ur af áhuga­verðum ferðum í boði. Eins og seg­ir á heimasíðunni er hægt að ferðast áhyggju­laust, kynn­ast ólíkri menn­ingu og öðlast fræðslu með ís­lenskri far­ar­stjórn. Hægt er að skoða og bóka ferðir á heimasíðu Bænda­ferða, einnig er hægt að hringja eða koma við á skrif­stof­unni í Síðumúla 2.

End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands Einn meg­in­til­gang­ur lífs­ins er að læra. Alltaf er hægt að læra eitt­hvað nýtt og skipt­ir ald­ur­inn þar engu máli. Ef telja ætti upp fjöld­ann all­an af nám­skeiðum sem eru í boði í End­ur­mennt­un þá væri sú upp­taln­ing til­efni í sér blað: Atóm­sprengj­ur, njósn­ar­ar og heimsvalda­stríð, Verk­færak­ista já­kvæðrar sál­fræði, Göngu­leiðir á Teneri­fe og Skot í bakið – hvað svo?, eru dæmi um nám­skeið sem eru á döf­inni hjá End­ur­mennt­un.

Göngu­skíðanám­skeið Talandi um al­hliða lík­ams­rækt. Göngu­skíði falla þar und­ir. Á vefsíðunni skida­ganga.is er hægt að velja alls kyns göngu­skíðanám­skeið, bæði fyr­ir byrj­end­ur og lengra komna. Að fara á göngu­skíði snýst vissu­lega mikið um tækni svo það er gott að læra hana með góðum kenn­ara. Fyr­ir for­fallna göngu­skíðaáhuga­menn eru nám­skeið eins og í hjarta Fljót­anna, á Trölla­skaga, þrjá daga í senn. Hægt er að velja úr nokkr­um dag­setn­ing­um á kom­andi ári og skrá sig á vefsíðunni Sóti summit. En líkt og seg­ir á heimasíðu Sóti summit voru skíði ákjós­an­leg­asti ferðamáti fyr­ir heima­fólk í Fljót­un­um fyr­ir aðeins fá­ein­um ára­tug­um. Þá er einnig hægt að skrá sig á nám­skeið á Ísaf­irði sem teyg­ir sig yfir langa helgi og er að finna all­ar upp­lýs­ing­ar á isa­fjor­d­ur­hotels.is.

Heim­il­isiðnaðarfé­lagið „Ein ég sit og sauma“ en það þarf ekk­ert endi­lega að sitja einn og sauma. Það er hægt að gera í hóp og skrá sig á nám­skeið hjá Heim­il­isiðnaðarfé­lag­inu. Á heimasíðu fé­lags­ins er yf­ir­lit yfir nám­skeiðin sem í boði eru. Hver myndi ekki vilja læra verk­efni tengd þjóðbún­ingasaumi, gera litla freyju í fald­bún­ing til að hengja á jóla­tré eða leðursaum og tösku­gerð?

Tölvu­nám­skeið Fyr­ir þá sem ólust ekki upp við skjá­inn get­ur lífið stund­um orðið flókn­ara þar sem allt snýst um tölv­ur í dag. Á heimasíðu Promennt er að finna úr­val hag­nýtra tölvu­nám­skeiða. Í þess­ari tækni­ver­öld er alltaf hægt að læra eitt­hvað nýtt eða auka við þekk­ingu og hæfni bæði á tölv­um og í for­rit­um (öpp­um).

Dans Sam­kvæm­is­dans, salsa, sóló-salsa … Hvert er áhuga­sviðið? Dans­skóli Sig­urðar Há­kon­ar­son­ar býður upp á full­orðins­nám­skeið í sam­kvæm­is­dansi. Það ger­ir einnig Dans­skóli Köru. Ef áhugi er fyr­ir ein­hverju suðrænna væri til­valið að kíkja á Salsa­stöðina eða Salsa Ice­land. Hjá Salsa­stöðinni er hægt að fara á nám­skeið sem kennd eru í pör­um. En vissu­lega eru ekk­ert all­ir sem vilja dansa í pör­um og þá er hægt að fara í sóló-salsa, hópa­tíma hjá Dans­verk­stæðinu, þar sem dans­ar­ar eru stak­ir og læra skemmti­leg­ar salsa-dans­rútín­ur.

Bóka­söfn­in Að vera inn­an um bæk­ur í af­slöppuðu and­rúms­lofti bóka­safn­anna er draum­ur lestr­ar­hests­ins. Ætli þar séu ein­ung­is ein­far­ar sem ráfa um í leit að góðri bók? Nei, nefni­lega ekki. Á bóka­söfn­un­um er starf­rækt heil­mikið fé­lags­starf. Á vef Borg­ar­bóka­safns­ins er að finna lista yfir lestr­hringi og spjall­hópa á bóka­söfn­um víðsveg­ar um höfuðborg­ar­svæðið. Þar er tæki­færi til að taka lest­ur­inn enn lengra með því að spjalla um fléttu bók­ar­inn­ar, sögu­per­són­ur og niður­lag, í hópi áhuga­samra les­enda. Bóka­söfn­in standa einnig fyr­ir sýn­ing­um og viðburðum og upp­lýs­ing­ar um þá má finna á heimasíðu Borg­ar­bóka­safns­ins. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda