Nilli er ólæknandi „rómantíker“ eins og Napóleon

Napóleon lést aðeins fjórum árum áður en fyrsta myndin var …
Napóleon lést aðeins fjórum árum áður en fyrsta myndin var tekin svo ekki er til nein ljósmynd af kappanum, engu að síður fjöldinn allur af málverkum. Nilli er hér til vinstri og Napóleon til hægri, ekkert ósvipaðir en Napóleon virðist hafa verið ögn fíngerðari en Nilli. Samsett mynd/Gunnlöð Jóna/Joseph Chabord

Það ligg­ur vel á Ní­els Thi­baud Girerd þegar blaðamaður nær af hon­um tali. Ní­els, eða Nilli eins og hann er kallaður, er að út­búa sér pönnu­rétt með brauði, eggi og brok­kolíi, jafn­vel smá mjólk­ur­dropa.

„Þetta er al­gjör gour­met rétt­ur,“ seg­ir Nilli. 

Nilli, sem út­skrifaðist í leik­list frá Lista­há­skóla Íslands sum­arið 2021, hef­ur haft mörg járn í eld­in­um. Nýj­asta hlut­verkið, fyr­ir utan föður­hlut­verkið sem kom með ný­fæddri dótt­ur hans, er að leika sjálf­an Napó­leon Bónapar­te. 

Sýn­ing­in, sem er leik­sýn­ing og víns­mökk­un, verður frum­sýnd í lok janú­ar í Hann­es­ar­holti. Hug­mynd­ina fékk leik­ar­inn og leik­stjór­inn Gunn­ar Smári Jó­hann­es­son, sem er einnig besti vin­ur Nilla.

Nilli segist vera undir áhrifum frá Napóleon og sé nú …
Nilli seg­ist vera und­ir áhrif­um frá Napó­leon og sé nú byrjaður að skrifa ástar­bréf í anda keis­ar­ans. Ljós­mynd/​Kári Sverr­is

„Þetta verður ein­leik­ur og fá gest­ir að sjá sög­una í gegn­um augu eins manns. Þetta var svo magnaður maður.“

Gunn­ar sá ein­hver lík­indi með Nilla og Napó­leon, enda Nilli hálf­ur Íslend­ing­ur og hálf­ur Frakki en Napó­leon var fædd­ur á frönsku eyj­unni Kors­íku, sem á þeim tíma til­heyrði Ítal­íu. 

„Það að vera gest­ur í eig­in landi er hægt að segja að sé það sem sé líkt með okk­ur.“

Málverk af keisaranum eftir Paul Delaroche.
Mál­verk af keis­ar­an­um eft­ir Paul Del­aroche. Skjá­skot/​In­sta­gram

Vissu ekki í hvaða gryfju þeir voru að fara 

Þegar Nilli hóf að kynna sér per­són­una Napó­leon Bónapar­te varð hann al­gjör­lega dol­fall­inn yfir þess­um fyrr­um hers­höfðingja og keis­ara Frakk­lands. Hann sá því ekki ann­an kost í stöðunni en að ferðast til Par­ís­ar til að rann­saka slóðir Napó­leons.

„Hann bjó til Par­ís eins og hún er í dag og alla Evr­ópu. Það var Napó­leon sem kom með hús­núm­era­kerfið, slétt­ar töl­ur og odda­töl­ur. Hann full­komnaði skólp­kerfi borg­ar­inn­ar. All­ar þess­ar höfuðborg­ir, Berlín, Vín­ar­borg og fleiri, eru und­ir áhrif­um frá Napó­leon. Þetta var ótrú­leg­ur maður.“

Það fer ekki á milli mála að per­són­an hafi verið yf­ir­grips­mik­il og þess virði að rann­saka í þaula.

„Þegar við lögðum af stað í þetta verk­efni viss­um við ekki í hvaða gryfju við vor­um að fara.“

Nilli segist þakklátur fyrir að finna ekki meiri tengingu við …
Nilli seg­ist þakk­lát­ur fyr­ir að finna ekki meiri teng­ingu við Napó­leon því maður­inn hafi verið yfirþyrm­andi. Ljós­mynd/​Gunn­löð Jóna

Ólækn­andi „róm­an­tíker“

Spurður hvort hann finni teng­ingu við Napó­leon svar­ar Nilli að hann sé þakk­lát­ur fyr­ir að tengj­ast þess­um manni ekki meira en hann geri.

„Hann var nátt­úru­lega yfirþyrm­andi maður. Það fyrsta sem fólki dett­ur í hug þegar það hugs­ar um Napó­leon er Frakk­land,“ seg­ir Nilli. 

„Hann bjó til leik­hús­menn­ingu Frakka eins og við þekkj­um hana. Hann fór eins oft og hann gat í leik­hús og átti þar vini og elsk­huga,“ en elsk­hug­arn­ir voru á fleiri stöðum að sögn Nilla, eins og í Óper­unni.

Þá renn­ur upp fyr­ir hon­um ein sterk teng­ing við keis­ar­ann. „Við erum reynd­ar báðir ólækn­andi „róm­an­tíker­ar“. Ég elska „róm­ans“ og hann gerði það svo sann­ar­lega líka.“

Móðir Napóleons, Letizia Bónaparte, en enginn löðrungur eins og hennar …
Móðir Napó­leons, Let­izia Bónapar­te, en eng­inn löðrung­ur eins og henn­ar hef­ur fram­leitt jafn marga kon­unga í Evr­ópu. Skjá­skot/​In­sta­gram

Nilli seg­ir blaðamanni frá því að Napó­leon hafi skrifað fjöru­tíu þúsund bréf á ævi sinni og að miklu leyti hafi þau verið ástar­bréf. „Bréf­in eru magnþrung­in, hann ávarpaði til dæm­is píku kon­unn­ar sinn­ar litla svarta skóg­inn í einu bréf­anna,“ seg­ir Nilli.

„Ef þú lest bréf­in þá sérðu að þetta var sjarmamaður par ex­elence, sem naut lífs­ins, óhrædd­ur en á sama tíma skelkaður.“

Af öll­um kon­un­um sem Napó­leon var með seg­ir Nilli hann alltaf hafa elskað Joséfine mest af öll­um og að það hafi verið gagn­kvæmt. Nafn henn­ar var síðasta orðið sem Napó­leon sagði á þess­ari jörð.

Eft­ir að Nilli kynnti sér per­sónu keis­ar­ans seg­ist hann sjálf­ur hafa byrjað að skrifa ástar­bréf en feng­ust þó ekki svör við því hvort þau væru í sama dúr og bréf Napó­leons.

„Aðal“ konan í lífi Napóleons, Joséphine de Beauharnais. Málverk eftir …
„Aðal“ kon­an í lífi Napó­leons, Josép­hine de Beauharna­is. Mál­verk eft­ir Andrea Appi­ani. Skjá­skot/​In­sta­gram

Stór­ar per­són­ur sem erfitt er að túlka

Eins og fram hef­ur komið voru kon­urn­ar í lífi Napó­leons ansi marg­ar, en þær sem hann dýrkaði mest voru móðir hans, Let­izia Bónapar­te, og fyrri eig­in­kona hans, Josép­hine de Beauharna­is.

Napó­leon sagði eng­an löðrung hafa fram­leitt jafn mikið af kon­ung­um í Evr­ópu eins og löðrung­ur móður hans.

Eft­ir að Joséfine og Napó­leon skildu keypti hann handa henni para­dís­ar­heimt­ina Château de Malmai­son þar sem hún bjó þar til hún lést. Joséfine elskaði rós­ir og ræktaði yfir tvö hundruð rós­ir í garðinum sín­um. „Hún bjó til terós­ina, sem var henn­ar rós.“ 

Í garðinum myndaðist fal­legt og tært sam­band á milli Joséfine og blómanna, að sögn Nilla.  „Kannski leidd­ist henni?“ hug­leiðir hann upp­hátt.

Málverk af Joséphine eftir Firmin Massot. Nilli segist sjá ákveðna …
Mál­verk af Josép­hine eft­ir Fir­min Massot. Nilli seg­ist sjá ákveðna lík­ingu með Josép­hine og Díönu prins­essu. Skjá­skot/​In­sta­gram

Nilla hef­ur fund­ist ákveðin lík­ing milli Joséfine og Díönu prins­essu, eitt­hvað sem hann get­ur ekki út­skýrt í þaula. „Það var ein­hver leiði í líf­inu og sorg, að því leyti að vera ekki full­nægð í líf­inu.“

Joséfine var fædd á eyj­unni Mart­in­ique í Karíbahafi. Hún ólst upp á syk­urakri og var með mikið skemmd­ar tenn­ur á full­orðins­ár­um. „Þess vegna brosti hún ein­ung­is með vör­un­um.“ 

Nilli seg­ir að þegar Napó­leon sá Joséfine hafi hann litið aug­um ber­skjaldaða konu. Í mörg­um af bréf­um hans kom fram að hann elskaði mest kon­una sem brosti aðeins með vör­un­um. 

„Og kannski var hún að fela eitt­hvað meira en skemmd­ar tenn­ur,“ og seg­ir Nilli þessa stóru konu í lífi Napó­leons ef­laust hafa hulið ým­is­legt varðandi líf sitt. „Kannski eins og Dí­ana?“

Eft­ir að hafa út­skýrt fyr­ir blaðamanni vægi kvenn­anna í lífi Napó­leons seg­ir Nilli: „Það er ekki hægt að leika þær.“ Þess vegna hafi niður­lagið verið að túlka þær í gegn­um vín­flösk­urn­ar. Áhorf­end­ur fá að túlka per­són­urn­ar í gegn­um keim­inn á vín­un­um.

„Við velj­um vín­in út frá því bragði og þeirri lykt sem best lýs­ir karakt­er kvenn­anna.“

Nilli verður með útvarpsþættina Níels og Napóleon á Rás 1 …
Nilli verður með út­varpsþætt­ina Ní­els og Napó­leon á Rás 1 á milli jóla og ný­árs og hann mun einnig leika Napó­leon sjálf­an í ein­leik sem frum­sýnd­ur verður í Hann­es­ar­holti í lok janú­ar. Ljós­mynd/​Gunn­löð Jóna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda