Íhugar að stofna netverslun og veltir fyrir sér skattheimtu

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun og ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá mann­eskju sem velt­ir fyr­ir sér hvort hún þurfi að borga tekju­skatt vegna net­versl­un­ar sinn­ar. 

Góðan dag,

Ég er að vinna í að setja upp fyr­ir­tæki/​net­versl­un hér á Íslandi þar sem ég mun bæði selja vör­ur (aðallega fatnað og auka­hluti) inn­an­lands en einnig get­ur fólk er­lend­is frá keypt vör­ur frá mér.

Ég hef reynslu af því að vera með net­versl­un þar sem ég flyt inn vör­ur og sel ein­ung­is á Íslandi, en hef aldrei selt vör­ur til annarra landa. Ef ég ákveð að bera all­an kostnað (DDP) á þeim vör­um sem ég flyt út, hvernig virk­ar það varðandi virðis­auka­skatt­inn?

Er ég að skila inn VSK á Íslandi miðað við 24% hlut­fallið fyr­ir þær vör­ur sem viðskipta­vin­ir er­lend­is frá kaupa, eða á ég að skila inn VSK í þeim lönd­um sem kaup­end­ur versla frá?

Kveðja, 

I


Sæll I

Þetta er til­tölu­lega ein­falt. Velta þín er tvíþætt. Ann­ar­s­veg­ar er það 24% virðis­auka­skatt­ur ofaná skatt­verð inn­lendr­ar sölu. Hins­veg­ar ber sala á vör­um úr landi ekki virðis­auka­skatt sbr. 1.tl 12.gr laga um virðis­auka­skatt. Þér er s.s. heim­ilt að innskatta þin aðföng og á móti skil­ar þú út­skatti af inn­lendri veltu en er­lenda velt­an, bæði kostnaður og vör­ur bera ekki virðis­auka­skatt hér á landi. Er­lendi aðil­inn er síðan skuld­færður eft­ir at­vik­um í sínu heimalandi fyr­ir virðis­auka­skatti og aðflutn­ings­gjöld­um.

Kveðja, 

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda