„Þetta hefur allt verið frekar bilað“

Laufey Lín er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands.
Laufey Lín er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands. Ljósmynd/Chanel

„Þetta hef­ur allt verið frek­ar bilað. Árið hef­ur verið sam­fellt æv­in­týri og ég held að ég hafi gert allt sem mig hef­ur dreymt um að gera í lífnu á þessu ári,“ seg­ir Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir þegar hún er spurð að því hvernig árið henn­ar hafi verið.

Lauf­ey er mann­eskja árs­ins að mati les­enda Smart­lands. Á ár­inu hlaut hún Grammy-verðlaun, seldi upp Hollywood Bowl, var á lista For­bes og ferðaðist um all­an heim­inn.

Erfitt að keppa við þetta ár

„Ég hef fengið að ferðast um heim­inn, spila með átrúnaðargoðunum mín­um og taka á móti verðlaun­um sem ég hefði ekki þorað að láta mig dreyma um fyr­ir ári síðan. Ég er svo þakk­lát fyr­ir allt.“

Hvernig held­urðu að næsta ár verði?

Það er eng­in leið að spá fyr­ir hvernig næsta ár verður. Það verður erfitt að keppa við þetta ár. Ég er að vinna í nýrri plötu ein­mitt núna og er mik­il vinna fólg­in í því. Ég er enn að koma mér fyr­ir í Los Ang­eles og von­andi kemst ég aft­ur á svið á kom­andi ári.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda