Takk fyrir allt – sætt og súrt!

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is.
Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is. Ljósmynd/Kári Sverriss

2024 var viðburðaríkt ár og vil ég þakka les­end­um fyr­ir sam­fylgd­ina í ár og auðvitað síðustu 13 ár. Það er ekki sjálf­gefið að lest­ur og vin­sæld­ir auk­ist ár frá ári. Nú sigl­ir fjöl­miðill­inn inn í sitt 14. ár og ef marka má ára­fjöld­ann hlýt­ur ör­lít­il ung­linga­veiki að fara að gera vart við sig.

Hvernig var 2024? 

Íbúar Smart­lands létu ljós sitt skína, klæddu sig fal­lega, blésu á sér hárið eða Dy­sonuðu það eins og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir. Fólk flutti líka tölu­vert á ár­inu en það var eng­inn eins mik­ill kóng­ur í fast­eignaviðskipt­um og Inga Lind Karls­dótt­ir, fjöl­miðlakona og sjón­varps­fram­leiðandi, sem seldi dýr­asta hús Íslands­sög­unn­ar og keypti tvær fast­eign­ir í kjöl­farið og þjóðin fylgd­ist agndofa með.

Það komst þó eng­inn í spor Lauf­eyj­ar Lín­ar Jóns­dótt­ur djass­tón­list­ar­manns sem sló eft­ir­minni­lega í gegn á ár­inu og sópaði að sér viður­kenn­ing­um en hún er ein­mitt mann­eskja árs­ins að mati les­enda Smart­lands. Vel­gengni fylg­ir alls kon­ar auka í pakk­an­um og ekki leið á löngu þar til heimsþekkt tísku­hús fóru að sýna þess­ari ís­lensku undra­konu djass­tón­list­ar­inn­ar at­hygli. Franska tísku­húsið Chanel klæddi Lauf­eyju á nokkr­um viðburðum og svo var hún á fremsta bekk þegar tísku­húsið sýndi nýj­ustu lín­ur sín­ar í haust svo eitt­hvert smá­ræði sé nefnt.

Klæðaburður var mikið í umræðunni á ár­inu en Smart­land ákvað að ganga skref­inu lengra og þjón­usta les­end­ur enn bet­ur, án þess þó að opna net­versl­un, og reyndi að upp­lýsa hvaðan fatnaður væri og hvað hann kostaði. Frægt varð þegar Halla Tóm­as­dótt­ir klædd­ist bleik­um jakka, sem fékkst í Hjá Hrafn­hildi, í lokakapp­ræðum í sjón­varps­sal RÚV og var með lít­inn silki­klút um háls­inn vegna flensu. Litl­ir silki­klút­ar hafa í gegn­um ára­tug­ina verið vin­sæl­ir hjá há­stétt Evr­ópu og hjá elít­unni í Banda­ríkj­un­um. Í vor varð klúta­bylt­ing hér­lend­is í kring­um for­setafram­boð Höllu, eða Höllu T Hou­se mix eins og hún var kölluð hjá unga fólk­inu, sem flykkt­ist á kjörstað til að kjósa þessa hressu djammdrottn­ingu sem þau kynnt­ust á fé­lags­miðlin­um TikT­ok.

Það að upp­lýsa les­end­ur um hvaðan fatnaður var feng­inn og hvað hann kostaði fór al­mennt vel í lands­menn, fyr­ir utan ör­fáa sem ákváðu að bera gremju sína á torg á vegg Smart­lands á Face­book.

„Mér finnst að það ætti að vera skylda að segja alltaf frá því hvaða merki er á föt­um til að spara mér ómæld­an tíma við leit ef ég vil kópera lúkkið,“ sagði þekkt­ur lögmaður í einka­skila­boðum til und­ir­ritaðrar eft­ir að eldri döm­ur býsnuðust yfir tæp­lega 700.000 króna kjól sem Halla Tóm­as­dótt­ir klædd­ist í kóngs­ins Kaup­manna­höfn í haust.

Stuttu síðar hitti ég ráðherra í boði og lýsti hún yfir þakk­læti fyr­ir verðmiðann á kjól Höllu for­seta. Börn ráðherr­ans höfðu býsn­ast yfir því hvað móðir þeirra klædd­ist dýr­um fatnaði en verðmiðinn hafði ratað í Smart­lands­frétt­ir. Þá gat móðirin bent á kjól Höllu for­seta og þar með sópaðist það sjálf­krafa und­ir teppið að móðir þeirra hefði eytt 64.000 krón­um í kjól. Allt er af­stætt.

Það er hins veg­ar skýrt að ef við sem þjóð ætl­um ekki að verða okk­ur til skamm­ar á alþjóðleg­um vett­vangi þá þurf­um við að kunna helstu grunn­regl­urn­ar í klæðaburði. Smart­land mun halda áfram að fara yfir þær á nýju ári enda af nægu að taka.

Gleðilegt ár, elsku hjart­ans les­end­ur, og takk fyr­ir allt – sætt og súrt!

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda