Útskrifaðist fimmtug eftir baráttu við brjóstakrabbamein

Kristín Berta opnaði nuddstofuna Birtu Heilsu í júní í fyrra.
Kristín Berta opnaði nuddstofuna Birtu Heilsu í júní í fyrra. Ljósmynd/Leifur Wilberg Orrason

„Það er aldrei of seint að skora á sjálf­an sig,“ seg­ir Krist­ín Berta Sig­urðardótt­ir, heils­unudd­ari og eig­andi Birtu Heilsu í Kópa­vogi.

Líf henn­ar tók snarpa U-beygju, alls ekki áfalla­lausa, fyr­ir ör­fá­um árum þegar hún elti gaml­an draum sinn og skráði sig í nám á heils­unudd­braut Heil­brigðis­skól­ans, sem er inn­an veggja Fjöl­brauta­skól­ans í Ármúla, eft­ir ríf­lega 20 ára starf í banka. Náms­tím­inn gekk alls ekki snurðulaust fyr­ir sig, en þrátt fyr­ir að námið gengi vel hafði hún jafn­framt um annað og al­var­legra að hugsa. Að loknu fyrsta ári í skól­an­um greind­ist hún með brjóstakrabba­mein, sem hefði auðveld­lega getað sett allt líf henn­ar úr skorðum, en hún var staðráðin í að leyfa því ekki að ger­ast, held­ur barðist hún eins og hetja við þenn­an skelfi­lega vá­gest og út­skrifaðist sem heils­unudd­ari fimm­tug að aldri.

Krist­ín Berta er gift tveggja barna móðir og seg­ir að þau sem standi henni nærri full­yrði að hún hafi aldrei verið eins lífs­glöð og kröft­ug eft­ir að hún fann sína hillu í líf­inu og fór að starfa við að hjálpa öðrum í gegn­um nuddið.

„Ég sá þetta aug­lýst“

Krist­ín Berta er brott­flutt­ur Pat­reks­firðing­ur. Hún flutti úr sveit­inni í höfuðborg­ina aðeins 16 ára göm­ul til að hefja fram­halds­skóla­nám. Hún út­skrifaðist af mála­braut, enda með brenn­andi áhuga á tungu­mál­um, frá Flens­borg­ar­skól­an­um í Hafnar­f­irði og hélt fljót­lega eft­ir út­skrift út til Frakk­lands, þar sem hún dvaldi í nokkra mánuði, drakk í sig menn­ingu og starfaði sem au pair.

„Ég hef alltaf verið mik­il mála­mann­eskja og átt auðvelt með að læra tungu­mál. Ég skráði mig í nám í frönsk­um fræðum við mála- og menn­ing­ar­deild Há­skóla Íslands, stuttu eft­ir heim­komu, en fann fljótt að það átti ekki við mig. Ég kláraði eitt ár og fór út á vinnu­markaðinn.“

Kristín Berta ásamt eiginmanni sínum, Hafsteini Orra Ingvasyni, og börnum …
Krist­ín Berta ásamt eig­in­manni sín­um, Haf­steini Orra Ingva­syni, og börn­um þeirra tveim­ur, Esther Söru og Ingva Hrafni.

Krist­ín Berta vann alls kon­ar störf áður en hún gerðist banka­starfsmaður árið 2001. Hún seg­ir ráðning­una hafa komið sér skemmti­lega á óvart.

Banka­starfsmaður, hvernig kom það til?

„Það var aldrei stefn­an, það bara gerðist. Á þess­um tíma starfaði ég hjá Gáska sjúkraþjálf­un þar sem ég sinnti hinum ýmsu verk­efn­um. Mér var á end­an­um sagt upp störf­um vegna fyr­ir­hugaðs niður­skurðar og fór í fram­haldi að sækja um önn­ur störf. Ég sá þetta aug­lýst og sótti um. Mér til mik­ill­ar undr­un­ar var ég ráðin inn í Búnaðarbank­ann, sem þá var og hét, sem aðstoðarmaður fram­kvæmda­stjóra. Ég vissi ekki út í hvað ég var að fara. Þetta var bara skrifað í ský­in,“ seg­ir Krist­ín Berta, sem starfaði í Búnaðarbank­an­um í tvö ár áður en hún fylgdi yf­ir­manni sín­um yfir í Lands­bank­ann þar sem hún starfaði þar til í fyrra.

„Ég starfaði í banka í 20 ár, lung­ann úr starfsævi minni. Ég var aðstoðarmaður fram­kvæmda­stjóra þar til ég færði mig yfir í mannauðsdeild­ina árið 2014. Ég sá ásamt frá­bæru teymi um fræðslu­mál, dag­leg­an rekst­ur og fleira skemmti­legt. Starfið mitt fólst aðallega í því að sinna sam­starfs­fólki mínu. Ég hef eng­an áhuga á bönk­um eða viðskipta­mál­um, ég hef mik­inn áhuga á fólki, vellíðan fólks á vinnu­stöðum, og í því fólst starfið mitt í bank­an­um.“

Fékk slæmt brjósk­los

Ákveðinn vendipunkt­ur varð hjá Krist­ínu Bertu árið 2012 þegar hún fékk brjósk­los.

„Ég lenti í hel­vít­is veseni með heils­una þegar ég fékk brjósk­los. Ég upp­lifði erfið ár í kjöl­farið en byrjaði að sjá ljósið við enda gang­anna þegar ég kynnt­ist Ein­ari Carli Ax­els­syni, eig­anda og stofn­anda heilsu­rækt­ar­stöðvar­inn­ar Primal Ice­land, árið 2015. Hann hjálpaði mér gíf­ur­lega, kenndi mér svo ótrú­lega margt um sjálfa mig og hef­ur verið mjög stór áhrifa­vald­ur í lífi mínu alla daga síðan. Ég á hon­um ansi margt að þakka,“ seg­ir hún.

Krist­ín Berta gekkst und­ir aðgerð vegna brjósk­loss í árs­byrj­un 2016 og byrjaði að æfa hjá Ein­ari Carli rétt rúm­um mánuði síðar.

Kristín Berta ásamt góðvini sínum, Einari Carli Axelssyni, eiganda og …
Krist­ín Berta ásamt góðvini sín­um, Ein­ari Carli Ax­els­syni, eig­anda og stofn­anda Primal Ice­land.

„Ég fann hvernig lík­ami minn breytt­ist með því sem hann kenndi mér. Ein­ar Carl á stór­an þátt í því hver ég er í dag, enda er hann meðal þeirra sem hvöttu mig til að elta draum­inn og skrá mig í nudd­námið, sem ég gerði, að vísu nokkr­um árum seinna.

Ég er mjög hepp­in að eiga sterkt bak­land, það er alls ekki sjálf­gefið. Ég er afar þakk­lát fyr­ir all­an þann stuðning sem mér hef­ur verið sýnd­ur í gegn­um árin, hann er al­gjör­lega ómet­an­leg­ur, og verð ég að minn­ast á eig­in­mann minn, Haf­stein Orra Ingva­son. Hann er klett­ur­inn minn og sá sem gerði mér kleift að elta draum­inn.“

Stóð á tíma­mót­um

Krist­ín Berta skráði sig í nudd­nám árið 2020.

„Ég skráði mig í bók­lega hlut­ann, sam­hliða vinnu, og byrjaði haustið 2020. Ég man hvernig mér leið, ég var svo spennt. Ég flaug í gegn­um fyrsta árið og var yfir mig spennt að hefja annað náms­árið, en rétt áður en önn­in hófst greind­ist ég með brjóstakrabba­mein sem setti babb í bát­inn,“ seg­ir hún.

Krist­ín Berta var þrátt fyr­ir grein­ing­una staðráðin í að halda áfram í nám­inu. Hún fór í tíma­bundið leyfi frá störf­um, nýtti veik­inda­rétt sinn og sinnti nám­inu sam­hliða krabba­meinsmeðferð.

„Ég var all­an vet­ur­inn í meðferðarferli. Ég greind­ist um miðjan sept­em­ber, fór í tvær aðgerðir, báðar 4. októ­ber, og byrjaði í lyfjameðferð í nóv­em­ber. Í gegn­um allt þetta sinnti ég nám­inu af mik­illi ein­urð og metnaði og kláraði fimm fög og tvö nám­skeið og var með yfir níu í meðal­ein­kunn. Já, ég segi bara geri aðrir bet­ur,“ seg­ir hún og hlær.

Krist­ín Berta skráði sig í verk­lega hluta náms­ins haustið 2022 og út­skrifaðist í des­em­ber í fyrra.

„Ég setti mér það mark­mið að út­skrif­ast 50 ára að aldri, mér fannst það eitt­hvað svo ótrú­lega töff. Ég byrjaði í nám­inu 47 ára göm­ul og var alltaf með það á bak við eyrað að út­skrif­ast 50 ára, sem ég gerði,“ seg­ir Krist­ín Berta, sem var verðlaunuð fyr­ir frá­bær­an náms­ár­ang­ur. „Já, við get­um svo miklu meira en við höld­um, ég veit það, ég veit það vel.“

Varstu aldrei hrædd við að of­keyra þig?

„Nei, námið var nær­ing­in mín í gegn­um meðferðarferlið. Þetta hjálpaði mér, gaf mér eitt­hvað til að ein­blína á og hugsa um.“

Kristín Berta ásamt börnum sínum, Ingva Hrafni og Esther Söru, …
Krist­ín Berta ásamt börn­um sín­um, Ingva Hrafni og Esther Söru, á út­skrift­ar­dag­inn sinn.

„Ég er búin að um­turna lífi mínu ansi hressi­lega“

Krist­ín Berta sagði upp starfi sínu í Lands­bank­an­um og opnaði nudd­stofu í Kópa­vogi í júní á síðasta ári og hef­ur byggt upp stór­an og trygg­an kúnna­hóp.

Hvað var það við nuddið sem kallaði svona á þig?

„Það er eitt­hvað við það að geta hjálpað fólki, snert­ing­in er svo mikið afl. Það að geta nýtt snert­ingu til góðs var eitt af því sem dró mig að starfi heils­unudd­ara þar sem ég hef alla daga tæki­færi til að bæði snerta fólk og snerta við því. Ekki bara með hönd­un­um, held­ur líka með nær­veru minni og orðum. Í mín­um huga er svo mik­il­vægt að ég nýti snert­ing­una mína alltaf til góðs, í hvaða formi sem hún er, því hún get­ur haft svo mik­il áhrif á líf fólks. Snert­ing­in, rétt eins og orðin okk­ar, hef­ur mik­inn heil­un­ar­mátt en hún get­ur líka meitt, ef ekki að er gætt.

Nuddið hef­ur líka opnað nýja leið fyr­ir mig til að elska fólkið mitt. Með fal­legri snert­ingu, tím­an­um mín­um og í rými þar sem ekk­ert er sem trufl­ar sam­veru­stund­ina. Að fá að hlúa að börn­un­um mín­um þegar mikið geng­ur á í til­veru þeirra, að nudda stífa kálfa á eig­in­mann­in­um eft­ir golf­mót og að eiga stund­ir með fjöl­skyldu og vin­um sem koma á stof­una til mín er svo óend­an­lega dýr­mætt. Mér er svo minn­is­stætt þegar pabbi minn kom til mín í fyrsta sinn í nudd, hafði þá aldrei farið í nudd, kom­inn fast að átt­ræðu. Þegar ég var að nudda á hon­um hand­legg­ina kom sterkt upp sú hugs­un um að það væru ára­tug­ir síðan ég hefði síðast haldið í hönd­ina á pabba. Á nudd­bekkn­um er nefni­lega ekk­ert eðli­legra en að fimm­tug kona leiði pabba sinn,“ seg­ir hún og hlær.

Hvernig hef­ur þetta breytt þér?

„Ég sit bet­ur í mér í dag en á yngri árum. Þetta er hápunkt­ur ævi minn­ar. Ég er ham­ingju­sam­ari í dag en ég hef nokkru sinni verið. Mér finnst ég fylla svo vel út í mig. Eng­ar efa­semd­ir, ég er full sjálfs­trausts.

Dótt­ir mín sagði við mig um dag­inn: „Það er svo gam­an hvað þú ert alltaf svo glöð þegar þú kem­ur heim úr vinn­unni, þú varst ekki svona þegar þú komst heim úr bank­an­um“. Þetta seg­ir allt um það hvernig mér líður með þessa ákvörðun. Ég er í skýj­un­um.“

Fimm hlut­ir sem þú hefðir viljað vita um tví­tugt?

Ég er með sjö hluti:

  1. Virði þitt ligg­ur svo miklu víðar en bara í því að vera dug­leg.
  2. Það er ekki raun­hæft að vera alltaf besta út­gáf­an af sjálfri þér, það er al­veg nóg að gera sitt besta, hvað sem það þýðir á hverj­um degi.
  3. Talaðu jafn fal­lega við þig og vin­kon­ur þínar og þau sem þú elsk­ar.
  4. Stund­um er nauðsyn­legt að segja nei við aðra til að geta sagt já við þig, settu mörk.
  5. Taktu engu per­sónu­lega, það sem fólk seg­ir hef­ur yf­ir­leitt meira með það að gera en þig.
  6. Komdu alltaf vel fram við fólk og af nær­gætni. Þú veist aldrei hvað fólk er að ganga í gegn­um.
  7. Þér kem­ur ekk­ert við hvaða álit aðrir hafa á þér, þú veist hver þú ert.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda