Launin ýttu Kötlu út á aðra braut

Katla starfar hjá Smyril Line Cargo.
Katla starfar hjá Smyril Line Cargo. Ljósmynd/Aðsend

„Ég vissi ekk­ert hvað ég vildi verða,“ seg­ir Katla Snorra­dótt­ir, til­tölu­lega ný­út­skrifaður sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur. Hún sett­ist aft­ur á skóla­bekk fyr­ir nokkr­um árum og lagði stund á nám í sjáv­ar­út­vegs­fræðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri eft­ir að hafa menntað sig sem sjúkra­liða og starfað sem slík­ur í dágóðan tíma.

Fékk bara nóg

Katla, sem er fædd og upp­al­in í Vest­manna­eyj­um, starfaði á sín­um yngri árum hjá Vinnslu­stöðinni þar í bæ. Svo tók annað við.

Hvert lá leið þín eft­ir þetta?

„Ég fór að vinna á elli­heim­il­um og það leiddi til þess að ég ákvað að sækja mér sjúkra­liðamennt­un í þeirri von um að geta sinnt eldri borg­ur­un­um bet­ur og hækkað aðeins í laun­um. Ég flutti norður á Ak­ur­eyri og út­skrifaðist sem sjúkra­liði og lauk einnig stúd­ents­prófi frá Verk­mennta­skól­an­um þar árið 2018, þá 29 ára göm­ul. Þetta var samt skrykkj­ótt veg­ferð hjá mér, ég stoppaði stund­um upp í þessu námi, skellti mér í annað, lærði til dæm­is snyrti­fræði hjá Snyrtiaka­demí­unni og ætlaði svo á ein­um tíma­punkti að skrá mig í fata­hönn­un, án þess að hafa nokk­urt vit á tísku. Á þessu má sjá að hug­ur minn var tals­vert á reiki og ég átti eft­ir að taka eina krappa beygju nokkr­um árum síðar.“

Katla skráði sig í bakvarðasveitina og starfaði á Landspítalanum á …
Katla skráði sig í bakv­arðasveit­ina og starfaði á Land­spít­al­an­um á hápunkti kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Ljós­mynd/​Aðsend

Nú starfaðir þú sem sjúkra­liði, fyrst eft­ir nám, en þó ekki lengi, hvað varð til þess að þú breytt­ir um stefnu?

„Það var erfið ákvörðun að hætta í þessu, mér fannst ég vera að gera eitt­hvert gagn, en eina nótt­ina í miðju kór­ónu­veiruf­ár­inu fékk ég nóg. Ég hafði verið á flakki um heim­inn þegar far­ald­ur­inn skall á og var hálfpart­inn skikkuð heim og vildi leggja mitt af mörk­um í þágu þeirra sem veikt­ust.

Ég skráði mig í bakv­arðasveit­ina, flutti til Reykja­vík­ur og starfaði á Land­spít­al­an­um næsta eina og hálfa árið. Þetta voru krefj­andi tím­ar, álagið var mikið, ég vann dag og nótt og gaf allt sem ég gat í starfið. Svo gerðist það eina nótt­ina, þegar ég var á vakt og það í full­um herklæðum, að ég tók upp launa­seðil­inn og þá féllust mér eig­in­lega hend­ur. Laun­in fyr­ir allt stritið voru langt frá því að vera ásætt­an­leg og ég sá að ég gæti ekki látið bjóða mér svona lagað leng­ur.

Útborg­un­in var í engu sam­ræmi við það starf sem ég og aðrir í sömu stöðu þurft­um að sinna, ég hafði hrein­lega ekki áttað mig á því að kjör­in væru svona slök, ég hafði látið þetta yfir mig ganga og reynt að gera mitt besta í þenn­an tíma, mest­megn­is út af því að mér þótti vænt um starfið, sam­starfs­fólkið og sjúk­ling­ana. Þarna, þessa nótt, var eins og ég áttaði mig loks­ins á því að þetta gæti ekki gengið svona til lengd­ar og sett­ist því niður við tölv­una og skráði mig aft­ur í nám og það víðsfjarri heil­brigðismál­um.“

Leitaði í ræt­urn­ar

Hvert skyldi hug­ur Vest­manna­ey­ings­ins hafa leitað næst?

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn stóð henni að sjálf­sögðu nærri, kom­andi frá stærstu ver­stöð á land­inu, og nú inn­ritaði hún sig í sjáv­ar­út­vegs­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.

„Ég vissi í lang­an tíma ekki hvað ég vildi verða og hafði prófað ým­is­legt. Nú ákvað ég að leita aft­ur í ræt­urn­ar, taka aft­ur upp þráðinn þar sem frá var horfið í fisk­in­um, ef svo má að orði kom­ast, og 32 ára göm­ul sett­ist ég aft­ur á skóla­bekk.

Katla er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum.
Katla er fædd og upp­al­in í Vest­manna­eyj­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig var að fara aft­ur í nám?

„Ég var óör­ugg í byrj­un, hugsaði með mér: „Ég á ekki eft­ir að falla inn í hóp­inn, sam­nem­end­ur mín­ir væru lík­lega all­ir mun yngri en ég. Auk þess drekk ég ekki áfengi en vissi fyr­ir fram að djamm og svo­kallaðar vís­inda­ferðir væru hluti af nú­tíma­há­skóla­námi. Ég óttaðist því að verða dá­lítið af­skipt en annað kom á dag­inn. Ég var alls ekki elst og það var al­veg hægt að taka þátt í öllu fé­lags­lífi og ferðalög­um án þess að vera und­ir áhrif­um áfeng­is.“

Hvað var mest krefj­andi í nám­inu?

„Ég er alla jafna mjög sterk í námi, góð á bók­ina og fljót að læra, en þegar ég fór í stærðfræði, sem er stór hluti af raun­vís­inda­námi, þá fann ég að ég þurfti að leggja auka­lega á mig til að rifja upp grunn­inn, þann sem var lagður á fram­halds­skóla­ár­un­um. Í raun­inni þurfti ég að læra að læra upp á nýtt. Það var heil­mik­il áskor­un, en ég myndi ekki hika við að end­ur­taka leik­inn.“

Katla út­skrifaðist sem sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur í júní á þessu ári eft­ir þriggja ára nám. Hún hóf í fram­haldi störf hjá Smyr­il Line Cargo, sem sér meðal ann­ars um út­flutn­ing á sjáv­ar­af­urðum, og er eft­ir mikla leit senni­lega búin að finna sína réttu hillu.

„Þetta brölt mitt hef­ur sýnt mér að maður er aldrei of gam­all til að fara í nám og breyta um kúrs í líf­inu.“

Katla ásamt samnemendum sínum á útskriftardaginn.
Katla ásamt sam­nem­end­um sín­um á út­skrift­ar­dag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda