Óraunhæfir fegurðarstaðlar hafa ýtt undir neikvætt viðhorf

Tinna segir að sjálfstraust skipti mjög miklu máli og að …
Tinna segir að sjálfstraust skipti mjög miklu máli og að það þurfi að efla. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Tinna Aðal­björns­dótt­ir, ann­ar eig­enda mód­elskrif­stof­unn­ar Ey Agency, ætl­ar ásamt góðu fólki að halda sjálfstyrk­ing­ar­nám­skeið fyr­ir ung­ar stúlk­ur með það að mark­miði að þátt­tak­end­ur, stúlk­ur á ald­urs­bil­inu 12 til 15 ára, læri að kunna að meta sjálfa sig á rétt­an hátt.

Aðspurð seg­ir hún óraun­hæfa feg­urðarstaðla hafa ýtt und­ir nei­kvætt viðhorf ung­menna til lík­ama og út­lits og vill hún því ólm leggja sitt af mörk­um til þess að hjálpa tán­ings­stúlk­um að þekkja eigið virði og sýna þeim að sjálfs­traust sé hin rétta upp­spretta feg­urðar.

Hvernig kviknaði hug­mynd­in að þessu verk­efni?

„Við vor­um með þessi nám­skeið í mörg ár, mjög vin­sæl, en nú verður það með aðeins breyttu sniði. Ég er búin að ganga með þessa hug­mynd í mag­an­um í mörg ár. Mik­il­vægi sjálfs­trausts og heil­brigðrar mót­un­ar sjálfs­mynd­ar var kveikj­an að þessu nám­skeiði.

Ég man mjög vel hvernig mér leið á þess­um árum, þess­um mik­il­vægu mót­un­ar­ár­um, og mér leið oft ekki vel. Á upp­vaxt­ar­ár­um mín­um voru eng­ir sam­fé­lags­miðlar, „filter­ar“, flókn­ar húðrútín­ur eða „like“-hnapp­ar en þrátt fyr­ir það átti ég erfitt upp­drátt­ar, ég var oft kvíðin, gekk með veggj­um og gagn­rýndi sjálfa mig.

Ég get vart ímyndað mér hvernig mér hefði liðið sem ungri stúlku í um­hverfi dags­ins í dag. Þessi þróun hræðir mig. Það tók mig mörg ár að sjá eigið virði, en ég er viss um að ef ég hefði haft aðgang að þess­um tækj­um og tól­um sem við ætl­um að kenna á nám­skeiðinu hefði ég hugsað já­kvæðar til sjálfr­ar mín og gert raun­hæf­ari kröf­ur.“

Hvað verður kennt á nám­skeiðinu?

„Á nám­skeiðinu verður lögð áhersla á sam­skipti, tján­ingu, heil­brigði, líðan, sjálfs­efl­ingu og fleira skemmti­legt. Ung­menni eru mötuð af mjög óheil­brigðu um­hverfi all­an dag­inn og við vilj­um bara hjálpa þess­um stúlk­um að sjá sig í réttu ljósi og leyfa þeim að upp­lifa styrk­inn sem felst í því að lifa í sín­um lík­ama í frelsi.“

Með góðan og breiðan hóp

Tinna er búin að kalla sam­an hóp góðra kvenna sem all­ar eiga það sam­eig­in­legt að búa yfir ástríðu fyr­ir því að aðstoða fólk við að efla sjálfs­traust sitt og auka sjálfs­ást.

„Við erum með mjög gott teymi. Sara Snæ­dís, heilsuþjálf­ari og stofn­andi Withs­ara, ætl­ar að fjalla um heil­brigði í allra sinni mynd og mik­il­vægi þess að hugsa vel um sig og sýna sjálfri sér mildi og ást. Sif Bachm­an sál­fræðing­ur mun fara yfir grund­vall­ar­atriði hug­rænn­ar at­ferl­is­meðferðar og út­skýra hvernig breytt­ur hugs­un­ar­hátt­ur og hegðun get­ur haft já­kvæð áhrif á til­finn­ing­ar og aukið sjálfs­traust.

Elísa Viðars­dótt­ir, mat­væla- og nær­ing­ar­fræðing­ur og af­reks­kona í knatt­spyrnu, ætl­ar meðal ann­ars að út­skýra hvernig nær­ing get­ur stuðlað að já­kvæðu hug­ar­fari og Ebba Katrín Finns­dótt­ir leik­kona ætl­ar að kanna sam­spil lík­ams­tján­ing­ar, hugs­ana og hegðunar og kenna stúlk­un­um æf­ing­ar til að verða ör­ugg­ari í fram­komu og eig­in skinni.

Ham­ingj­an verður að koma inn­an frá og það er það sem við ætl­um að leggja áherslu á að kenna stúlk­un­um.“

Tinna rekur módelskrifstofuna Ey Agency.
Tinna rek­ur mód­elskrif­stof­una Ey Agency. Ljós­mynd/​Krist­ín Ásta Krist­ins­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda