Sjónvarpsstjarnan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur sagt upp starfi sínu á Stöð 2. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
„Allt hefur sinn tíma og eftir sextán dásamleg ár á Stöð 2 hef ég ákveðið að segja upp störfum og leita á önnur mið. Þið eruð þó ekki laus við mig af skjánum alveg strax því ég er með nýja þáttaröð í vinnslu um stóru augnablikin í lífinu sem mun líta dagsins ljós eftir páska.
Þessi ákvörðun var erfið enda hafa Stöðvar 2 árin verið þau bestu og viðburðaríkustu í mínu lífi og vinnustaðurinn á stóran þátt í því. Ég mun því skilja við hann og samstarfsfólkið með miklum söknuði, en full þakklætis.
Ég þigg allar ábendingar um spennandi störf. Er góð í ýmsu, ágæt í sumu, en ekkert spes í boltaíþróttum,“ segir Sigrún Ósk í færslu sinni.