Skiptir samsköttun máli ef annar aðilinn er öryrki?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun og ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá mann­eskju sem velt­ir fyr­ir sér hvað þurfi að borga mikl­ar fjár­magn­s­tekj­ur þegar ann­ar aðil­inn í ör­yrki. 

Góðan dag­inn.

Það sem ég vil spyrja um er eft­ir­far­andi og hvort þetta get­ur tal­ist lög­legt? Hjón hafa 200.000 krón­ur í fjár­magn­s­tekj­ur á ári. Ann­ar aðil­inn er á vinnu­markaði og greiðir 22% fjár­magn­s­tekju­skatt af helm­ing upp­hæðar­inn­ar en hinn aðil­inn er ör­yrki en hann greiðir alls 45% skatt af sín­um helm­ing í formi skerðing­ar. Er ekki eitt­hvað bogið við þetta. Ég hef spurt marga inn­an kerf­is­ins vegna þessa en eng­in vill svara fyr­ir þetta?

Kveðja, 

K

Sæll K. 

Nú átta ég mig ekki á því inn­an hvaða „kerf­is“ þú er að leita svara við spurn­ingu þinni þar sem þetta er í raun sára­ein­falt og lítið mál t.d. að leita sér upp­lýs­inga hjá Skatt­in­um.

Fjár­magn­s­tekj­ur hjóna eru skatta­lega sam­eig­in­leg­ar. Frí­tekju­mark fjár­magn­s­tekju­skatts er kr. 300.000 á ári, þannig að það pass­ar eng­an veg­in að greidd­ur sé skatt­ur af 200.000.- og reynd­ar er af­tek­inn fjár­magn­s­tekju­skatt­ur af slíkri fjár­hæð end­ur­greidd­ur. Að því sögðu er það ein­fald­lega staðreynd að hjón eru sam­sköttuð og því reikn­ast skerðing­ar á bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un af sam­eig­in­leg­um fjár­magn­s­tekj­um.

Hvað varðar hina ágætu spurn­ing hvort þetta sé lög­legt þá bendi ég þér t.d. á lög um tekju­skatt nr. 90/​2003 og lög um al­manna­trygg­ing­ar nr. 100/​2007 sem ég myndi telja að væri óyggj­andi heim­ild um hvort þetta sé lög­legt eða ekki. Reynd­ar virðist oft gleym­ast í umræðunni að greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un er til þess að bæta aðilum upp tekjum­issi t.d. vegna ald­urs eða ör­orku, þetta eru m.ö.o. ekki „laun“. Mín per­sónu­lega skoðun er að það er eng­in sér­stök ástæða fyr­ir skatt­greiðend­ur að greiða fólki bæt­ur sem þarf ekki á því að halda ef það hef­ur t.d. aðra tekju­stofna eins og fjár­magn­s­tekj­ur..

Sú hug­mynd hef­ur komið upp hjá fólki að hag­stæðara væri að geyma lausa­fé „und­ir kodd­an­um“ í stað þess að ávaxta það. Inn í þetta get­ur spilað ein­hvers­kon­ar rétt­lætis­kennd að viðkom­andi eigi rétt á elli­líf­eyri og þyki rang­látt að hann skerðist vegna fjár­magn­stekna. Þetta er því miður al­röng fjár­hags­leg ákvörðun fyr­ir utan áhætt­una af því að geyma lausa­fé sem slíkt heima hjá sér. Þrátt fyr­ir að fjár­magn­s­tekj­ur skerði elli­líf­eyri er varla hægt að reikna sig þangað að það borgi sig að fá eng­ar fjár­magn­s­tekj­ur en fá þess í stað óskert­an elli­líf­eyri. Elli­líf­eyr­ir ber full­an tekju­skatt eða að lág­marki um 37%. Fjár­magn­s­tekj­ur bera hins­veg­ar 22% fjár­magn­s­tekju­skatt og þar eru skatt­frels­is­mörk kr. 300.000. Þannig að þótt að elli­líf­eyr­ir gæti skerst vegna fjár­magn­stekna kem­ur það alltaf bet­ur út fyr­ir líf­eyr­isþega að ávaxta fé sitt á sem eðli­leg­ast­an hátt þrátt fyr­ir að elli­líf­eyr­ir skerðist á móti.


Kveðja, 

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda