Er hægt að sleppa kreditkortinu?

Er betra fyrir fólk að sleppa því að nota kreditkort?
Er betra fyrir fólk að sleppa því að nota kreditkort? Imkara Visual/Unsplash

Fjár­mála­sér­fræðing­ur­inn Rachel Harris svar­ar nokkr­um spurn­ing­um les­enda The Styl­ist sem brenna á mörg­um. 

Þarf ég að eiga kred­it­kort? Er ekki betra að sleppa því?

„Kred­it­kort geta verið frá­bær ef maður not­ar þau með ábyrg­um hætti. Oft veita þau manni ákveðna vernd í viðskipt­um eða á ferðalög­um. Því staðreynd­in er sú að með notk­un kred­it­korts ertu að fá pen­inga annarra lánaða og þeir pen­ing­ar hljóta því aukna vernd.“

„Ókost­ir kred­it­korta eru ber­sýni­leg­ir ef maður kann ekki að fara með pen­inga. Það poppa upp rauð flögg í banka­kerf­inu ef þú stend­ur ekki skil á þínum reikn­ing­um á rétt­um tíma og það get­ur haft áhrif til langs tíma litið.“

Zy­anya Citalli/​Unsplash

Hvað þykja of háar skuld­ir?

„Þumalputta­regl­an er að það þykir mikið þegar end­ur­greiðslur nemi á milli 20 til 30% af tekj­um þínum. Svo þarf að hugsa til þess hvort um sé að ræða góðar skuld­ir eða slæm­ar. Þær góðu fela í sér fjár­fest­ing­ar til langs tíma litið. Slæm­ar eru til dæm­is neyslu­skuld­ir á háum vöxt­um.“

Hvort á maður held­ur að greiða niður lán eða ávaxta pen­ing­ana?

„Það þarf að horfa á vext­ina í þessu sam­hengi. Al­mennt er mælt með því að borga fyrst niður skuld­ir sem bera háa vexti og svo koll af kolli. En það er líka mik­il­vægt að búa sér til sparnað ef eitt­hvað skyldi koma upp á. Í stuttu máli ef vext­ir af láni eru hærri en vext­irn­ir þú færð af því að spara. Þá skaltu borga upp lánið. Best er samt að gera hvort tveggja í hverj­um mánuði.“

Hvenær þarf ég að byrja að spara fyr­ir efri árin?

„Stutta svarið er því fyrr því betra. Þannig nær maður líka að safna vöxt­um yfir lengri tíma sem er alltaf gott. Passaðu að nýta þér allt sem er í boði eins og til dæm­is mót­fram­lag vinnu­veit­anda. Allt tel­ur. Svo þarftu að mynda þér skoðun á hvernig lífs­stíl þú ætl­ir að lifa á efri árum og spara með hann í huga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda