Viðskiptafræðingurinn sem fór í rafvirkjann

Ástráður fann sig þegar hann hóf rafvirkjanám og starfar við …
Ástráður fann sig þegar hann hóf rafvirkjanám og starfar við það í dag. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Ástráður Þorgils Sig­urðsson, Addi, tók u-beygju í líf­inu á miðjum aldri og sett­ist aft­ur á skóla­bekk en hann á fjöl­breytta mennt­un að baki. Eft­ir að hafa unnið
sem viðskipta­fræðing­ur í Íslands­banka í 15 ár ákvað hann að læra raf­virkj­un.

Addi býr í Árbæn­um með Hrafn­hildi Sesselju Moo­ney og seg­ir þau eiga sam­tals fjög­ur börn og átta mánaða míní-schnauzer-hund­inn Lottu. Hann bjó í ein tíu ár í Svíþjóð þar sem hann gifti sig og eignaðist tvö börn. Þar vann hann sem PGA-golf­kenn­ari í stór­um klúbbi en hann vinn­ur enn við golf­kennslu. Auk golfs­ins seg­ist hann fara í fjall­göng­ur, á skíði og hafa gam­an af ferðalög­um.

„Ég hef líka mjög gam­an af því að dunda mér við end­ur­bæt­ur á heim­il­inu.“

Hálf­gerður Bjarn­freðar­son

Addi er fædd­ur og upp­al­inn í Reykja­vík en hann hóf skóla­göngu sína í Laug­ar­nesskóla og lauk grunn­skól­an­um í Hóla­brekku­skóla með viðkomu í Foss­vogs­skóla. Addi seg­ist geta státað af nokkr­um gráðum og bæt­ir við að hann sé nett­ur Bjarn­freðar­son. „Eft­ir grunn­skól­ann lá leiðin í Fjöl­braut við Ármúla þaðan sem ég út­skrifaðist sem stúd­ent árið 1994. Ég lærði svo golf­kenn­ar­ann í Svíþjóð og fór í Há­skól­ann á Ak­ur­eyri þegar ég flutti aft­ur heim til Íslands. Ég út­skrifaðist þaðan með BS-gráðu í viðskipta­fræði árið 2009. Síðar bætti ég við mig Msc-gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja árið 2011 í Há­skól­an­um í Reykja­vík.“

Eft­ir að hafa klárað viðskipta­fræðina fór Addi að vinna hjá Íslands­banka þar sem hann starfaði í ein 15 ár. Hann ákvað svo að venda kvæði sínu í kross og sett­ist aft­ur á skóla­bekk til að hefja nám í raf­virkj­un. „Ég byrjaði í raf­virkj­a­nám­inu haustið 2020 og fór svo að vinna sem raf­virkja­nemi í kjöl­farið. Ég lauk loks sveins­próf­inu vorið 2024. Í upp­hafi þessa árs fór ég svo að vinna hjá Jó­hanni Ólafs­syni & Co sem sölumaður og lýs­ing­ar­ráðgjafi en ég vinn einnig sem sjálf­stætt starf­andi raf­virki og golf­kenn­ari.“

Draumurinn var alltaf að verða golfkennari og starfa erlendis. Ég …
Draum­ur­inn var alltaf að verða golf­kenn­ari og starfa er­lend­is. Ég byrjaði í golfi 13 ára, golf­völl­ur­inn varð mitt annað heim­ili, ég spilaði með ung­linga­landsliðinu og fór fljótt að kenna golf þegar ég bjó í Svíþjóð. Svo lenti ég í bíl­slysi, fékk slæmt brjósk­los og það var tví­sýnt hvort ég gæti haldið áfram sem golf­kenn­ari." Ljós­mynd/​Aðsend

Viðskipta­fræðinámið kom ekki til af góðu

En hvers vegna lá leiðin á sín­um tíma í viðskipta­fræðina?

„Það kom eig­in­lega ekki til af góðu. Draum­ur­inn var alltaf að verða golf­kenn­ari og starfa er­lend­is. Ég byrjaði í golfi 13 ára, golf­völl­ur­inn varð mitt annað heim­ili, ég spilaði með ung­linga­landsliðinu og fór fljótt að kenna golf þegar ég bjó í Svíþjóð. Svo lenti ég í bíl­slysi, fékk slæmt brjósk­los og það var tví­sýnt hvort ég gæti haldið áfram sem golf­kenn­ari. Ég fann þarna að ég vildi mennta mig meira og þá ekki síst til að tryggja mér at­vinnu í framtíðinni. Ég var á þess­um tíma að flytja til Íslands eft­ir Svíþjóðardvöl­ina og skráði mig í fjar­nám í viðskipta­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.“

Hafði alltaf áhuga á að vinna með hönd­un­um

Addi seg­ist hafa unnið í fullu starfi í þjón­ustu­veri Íslands­banka meðfram nám­inu og þegar hann út­skrifaðist með Msc í fjár­mál­um fyr­ir­tækja frá Há­skól­an­um í Reykja­vík hafi hon­um boðist að færa sig yfir í fjár­mögn­un­ar­deild­ina í Íslands­banka sem síðar varð Ergo. Hann starfaði þar sem at­vinnu­tækjaráðgjafi til árs­ins 2021. En hvað varð svo til þess að hann ákvað að setj­ast á skóla­bekk og fara að læra iðngrein?

„Í gegn­um árin hafði ég alltaf áhuga á að gera eitt­hvað með hönd­un­um, hef sinnt viðhaldi og gert upp eigið hús­næði nokkr­um sinn­um. Ætli það hafi ekki verið 2017 sem ég spáði fyrst í að læra raf­virkj­un. Ég var þá að gera upp eig­in íbúð og var einnig að aðstoða kær­ust­una við að græja raf­magn í henn­ar íbúð. Við vor­um metnaðarfull, fræst­um meðal ann­ars fyr­ir nýj­um raf­lögn­um og múruðum svo inn rör­in með köku­skreyt­inga­poka! Þetta gekk fá­rán­lega vel hjá okk­ur og ég áttaði mig á að þetta var eitt­hvað sem ég gæti hugsað mér að starfa við. Ég hafði orð á þessu við gaml­an golf­fé­laga sem er kenn­ari í raf­virkj­un við kvöld­skól­ann í FB og hann hvatti mig ein­dregið til að sækja um.“ Addi seg­ir að um vorið 2020 hafi hann virki­lega fundið að hann langaði að breyta til og skráði sig í námið. „Það var í raun alltaf planið hjá mér að skipta um starfs­vett­vang.“

Addi þurfti að leggja mikið á sig til þess að …
Addi þurfti að leggja mikið á sig til þess að ná mark­miðum sín­um. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Fann fyr­ir mikl­um stuðningi

En hvernig var að setj­ast aft­ur á skóla­bekk á miðjum aldri?

„Það var gam­an að fara aft­ur í skóla en auðvitað áskor­un meðfram fullu starfi og fjöl­skyldu. Ég byrjaði ró­lega í tveim­ur fög­um fyrstu önn­ina til að kanna álag og áhuga. Ég fann að þetta var málið og fór því í fullt nám í kvöld­skóla á vorönn 2021.“ Hann bæt­ir við að fjöl­skyld­an hafi stutt hann í ákvörðun sinni þótt ef­laust hafi ein­hverj­um fund­ist þetta bölvuð vit­leysa.

Flest­ir sem eru nú þegar með há­skóla­gráður bæta við sig gráðum í því skóla­stigi, var ekk­ert erfitt að fara á þetta skóla­stig? „Í kvöld­skóla er breiður hóp­ur af fólki öll­um aldri og með mis­mun­andi bak­grunn. Ég var því ekk­ert öðru­vísi en aðrir og ekki sá eini með masters­gráðu í fjár­mál­um. Það mun­ar auðvitað miklu að hafa lokið krefj­andi námi, eins hef ég átt gott með að læra. Þar sem ég var með stúd­ents­próf þurfti ég bara að taka fög tengd raf­magni. Grunn­nám­skeiðin voru þægi­leg en svo þyngd­ist þetta þegar leið á.“

Hann seg­ir svo að það hafi í raun ekki verið neitt sér­stak­lega erfitt að venda kvæði sínu í kross á þess­um aldri. „Í raun var þetta ekki svo erfitt eft­ir að ég tók ákvörðun­ina. Ég hafði líka gert þetta áður þegar ég hætti að vinna sem golf­kenn­ari í fullu starfi, lærði viðskipta­fræði og fór að vinna í banka 2007, kort­er í banka­hrun!“

„Hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“

Hvað skyldi hafa komið Adda mest á óvart á nýja starfs­vett­vang­in­um? „Ég hafði lítið velt fyr­ir mér lík­am­lega álag­inu sem starf raf­virkj­ans fel­ur í sér. Það var ákveðinn skell­ur fyr­ir fimm­tuga „skrif­stofu­blók“. Ég man alltaf eft­ir því þegar ég var að hlaupa upp og niður stiga all­an dag­inn í ný­bygg­ingu í frosti og kulda og hugsaði: hvað er ég eig­in­lega að gera hérna! Af hverju er ég ekki í þægi­lega hlýja sæt­inu mínu með góðu kaffi­vél­ina á 7. hæð í Norðurt­urn­in­um?“ seg­ir Addi.

Al­ger nú­vit­und að brjóta vegg með SDS-bor­vél

Hann seg­ir að raf­virkj­a­starf­inu fylgi bæði kost­ir og gall­ar.

„Raf­virkj­un er mjög fjöl­breytt og þar er mik­il ný­sköp­un í gangi. Ég byrjaði til dæm­is í ný­bygg­ing­um, vann við ljós­leiðara og að end­ur­nýja hót­el. Nú má segja að hringn­um sé lokað því í nú­ver­andi starfi hjá Jó­hanni Ólafs­syni og Co. sam­ein­ast viðskipta­fræðin og raf­virkj­un­in. Ég er að hanna og gera til­boð í lýs­ingu fyr­ir verk af öll­um stærðum og gerðum og svo er ég með minn eig­in rekst­ur sem raf­virki. Þar er ég að fást við all­ar teg­und­ir verk­efna nema þau sem fela í sér að hlaupa á milli hæða all­an dag­inn,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það kunni að hljóma ein­kenni­lega en það sé eitt­hvað við það að vera með risa SDS-bor­vél og brjóta vegg. „Það er al­gjör nú­vit­und.“ Addi seg­ist aldrei hafa fundið fyr­ir for­dóm­um gagn­vart því að skipta um starfs­fer­il og fara að vinna sem iðnaðarmaður. „Ég fann frek­ar fyr­ir hvatn­ingu en for­dóm­um í þess­ari veg­ferð minni. En kannski voru ein­hverj­ir sem hugsuðu: hvað er þessi banka­dúddi að gera hér!“

Margt sem hann gat nýtt úr viðskipta­fræðinám­inu

Var eitt­hvað sam­eig­in­legt sem þú gast nýtt úr viðskipta­fræðinni yfir í raf­virkj­un­ina?

„Já tví­mæla­laust, að hafa stundað há­skóla­nám meðfram fullri vinnu krefst aga, sam­visku­semi og góðrar nýt­ing­ar á tíma. Þá eru þætt­ir úr há­skóla­nám­inu og starf­inu í bank­an­um sem nýt­ast vel t.d. varðandi skipu­lag, inn­kaup, verk­ferla, sam­vinnu og kostnaðaraðhald. Einnig fyr­ir minn eig­in rekst­ur þar sem ég hef góða mennt­un og reynslu í fjár­mál­um og bók­haldi. Öll þessi störf eiga það svo sam­eig­in­legt að krefjast mik­ill­ar hæfni í sam­skipt­um.“ Addi bæt­ir hér við að það sé þó eitt sem hann sjái eft­ir af gamla starfs­vett­vang­in­um og það sé mötu­neytið í bank­an­um.

Adda dreymdi um að vera gólfkennari.
Adda dreymdi um að vera gólf­kenn­ari. Ljós­mynd/​Aðsend

„Framtíðin er í raf­magni“

En skyldi Addi mæla með því að læra og starfa sem raf­virki?

„Ég mæli auðvitað með raf­virkj­un. Í rafiðnaði eru gríðarleg tæki­færi og störf­in eru mjög fjöl­breytt. Framtíðin er í raf­magni og orku­skipt­in hand­an við hornið, það er vönt­un á iðnmenntuðu fólki og at­vinnu­tæki­fær­in því nán­ast á hverju strái. Auk þess er það auðvitað kost­ur að geta unnið sjálf­stætt og til viðbót­ar við önn­ur störf, hvort sem það er í banka eða líf­eyr­is­sjóði.“

Ekki of­hugsa ef fólk lang­ar að læra eitt­hvað nýtt

Ekki stend­ur á svari þegar hann er spurður hvort hann geti gefið les­end­um sem lang­ar að mennta sig upp á nýtt ein­hver góð ráð.

„Ég hvet alla sem lang­ar í til­breyt­ingu og læra eitt­hvað nýtt að of­hugsa það ekki. Bara „let's go“ og skrá sig, það er í raun stærsta skrefið. Ég mæli með að byrja ró­lega, ann­ars er hætt við að fólk gef­ist upp vegna álags. Svo er mik­il­vægt að hafa gam­an því ann­ars er svo leiðin­legt!“ seg­ir Addi að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda