„Allar mikilvægustu orrusturnar í lífinu eiga sér stað inni í hausnum á mér“

Reynir Grétarsson eigandi InfoCapital fór á jógasetur í Asíu til …
Reynir Grétarsson eigandi InfoCapital fór á jógasetur í Asíu til að skoða betur hvað býr innra með honum. mbl.is/Karítas

Reyn­ir Grét­ars­son, eig­andi fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins In­foCapital, hef­ur verið fyr­ir­ferðar­mik­ill í ís­lensku viðskipta­lífi síðustu tvo ára­tug­ina. Nú hef­ur hann breytt miklu hjá sér, seg­ist hætt­ur að vinna við viðskipti og stunda fyrst og fremst innri vinnu. Það sem hann vill gera er að skrifa bæk­ur og reyna að hjálpa öðru fólki í stað þess að græða pen­inga.

Skrif­stofa In­foCapital er við Lág­múla og þaðan er út­sýni yfir Reykja­vík, sem skart­ar sínu feg­ursta þegar við hitt­umst. Á sama stað eru önn­ur fyr­ir­tæki í eigu hans, en Reyn­ir hef­ur verið að sýsla í hinu og þessu síðan hann seldi Cred­it­In­fo árið 2021. Reyn­ir grín­ast með að hann sé aðallega í því núna að betr­um­bæta sig, það sé al­veg full vinna.

„Staðan hjá mér breytt­ist rosa­lega mikið fyr­ir að verða tveim­ur árum. Bæði í vinnu og per­sónu­lega. Ég ætlaði bara að halda áfram eins og ekk­ert væri. En svo komst ég að því að ég þyrfti að fara í mikla vinnu með sjálf­an mig og finna nýj­an til­gang í líf­inu,“ seg­ir Reyn­ir.

„Fólk lend­ir í svona, að finn­ast það ekki hafa til­gang í líf­inu, og verri hlut­um, ég er alls ekk­ert sér á báti. Kannski frek­ar að ég sé lán­sam­ur að hafa meira svig­rúm en flest­ir til að reyna að bæta úr þessu,“ seg­ir Reyn­ir. 

„Ég er að vinna með nýja út­gáfu, Reyn­ir 2.0 - þetta er Beta-út­gáf­an. Test-út­gáf­an,“ seg­ir hann og við hlæj­um svo­lítið. Hann er ekki mjög al­var­leg­ur í sinni nálg­un og ját­ar að það sé fer­lega erfitt að sleppa tök­un­um af gömlu út­gáf­unni.

Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Lánstrausts, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og …
Reyn­ir Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Láns­trausts, Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Sig­urður Ágústs­son, markaðsstjóri Láns­trausts, skoða upp­lýs­inga­veit­una. Mynd­in var tek­in 2003. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Og þá spyr ég hann hvernig gamla út­gáf­an af hon­um hafi eig­in­lega verið.

„Gamla út­gáf­an var með hug­mynd um ein­hvern vísi­tölugaur, þar sem vinna og fjöl­skylda voru æðstu gild­in. Hann ætti að vinna mikið og lengi og vera dug­leg­ur. Það þyrfti að sjást eitt­hvað af því sem hann var að gera. Og, síðast en ekki síst, hann þyrfti að vera góður. Allt eitt­hvað fyr­ir utan hann sjálf­an,“ seg­ir Reyn­ir og seg­ist í dag ef­ast um þetta allt.

Ekki fjár­sjóðsleit 

Hvað gera svona menn eins og þú þegar þeir eru að reyna að finna sig?

„Þetta er ekki eins og ein­hver fjár­sjóðsleit. Og ég er í sjálfu sér ekki týnd­ur, ég er hérna í þess­um lík­ama. Þetta er meira kannski að reyna að kynn­ast sér, ekki sem viðskipta­manni eða fjöl­skyldu­manni, syni og þar fram eft­ir göt­un­um. Held­ur hver maður er innst inni. Til dæm­is ákvað ég að vera er­lend­is í nokkra mánuði í fyrra til að geta bet­ur ein­beitt mér. Ég var fyrst á Tene, það er nán­ast nauðsyn­legt í upp­hafi árs. Svo næst til Þýska­lands og var þar í þrjá mánuði,“ seg­ir Reyn­ir, sem dvaldi í Wies­ba­den.

Hann var ekki ókunn­ug­ur þeim stað því hann bjó þar um tíma á Cred­it­In­fo-ár­un­um. Ferðalagið byrjaði reynd­ar í Barcelona en að mati hans var það ekki rétti staður­inn til að hugsa því þar var of mik­il kanna­bislykt og of margt fólk með skrítið hár. Ekki rétta um­hverfið fyr­ir hann.

„Ég var bara einn að labba um, hlusta á bæk­ur og pod­köst, hugsa málið og skrifa. Ég skrifaði sjálfsævi­sögu að gamni. Í sög­unni lít ég inn á við og velti fyr­ir mér hver ég sé og hvað ég vilji gera. Hvers ég þarfn­ist. Ég er bú­inn að átta mig á því að all­ar mik­il­væg­ustu orr­ust­urn­ar í líf­inu eiga sér stað inni í hausn­um á mér. Þær eru ekki við annað fólk. Þetta er ekk­ert ný þekk­ing, þetta hef­ur vit­urt fólk sagt lengi. En það er ekk­ert sann­leik­ur fyr­ir manni sjálf­um fyr­ir en maður ákveður það,“ seg­ir Reyn­ir og þylur upp tvær mik­il­væg­ustu möntr­urn­ar í líf­inu. Önnur er „Let shit go“ og hin er „Get shit done“ eða eins og það myndi kall­ast á ein­faldri ís­lensku: slepptu tök­un­um! 

„Í kjarn­an­um er þetta ekki mikið flókn­ara, held ég á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Reyn­ir.

Hér er Reynir 2004 að vinna með vísitöluútgáfuna af sjálfum …
Hér er Reyn­ir 2004 að vinna með vísi­tölu­út­gáf­una af sjálf­um sér. Ljós­mynd/​Sverr­ir Vil­helms­son

Það þýðir ekki að hugsa að allt verði betra seinna

Reyn­ir er spurður að því hvort þetta sé ekki bara ald­ur­inn. Fólk um fimm­tugt sé í þess­um pæl­ing­um.

„Kannski er þetta ít­ar­legri lýs­ing á því sem fólk kall­ar „midli­fe cris­is“ eða eitt­hvað í þá átt­ina. Ég held að fólk fari oft ekki að hugsa um þessa hluti fyrr en það verður miðaldra, ekki svona djúpt. Það hef­ur ekki tíma til þess fyrr,“ seg­ir Reyn­ir.

„Þegar við erum yngri snýst lífið um að vinna sér í hag­inn, lækka lán­in og fólk er með þá von í brjósti að allt verði betra seinna. Það er rangt að hugsa svona því það er af­sök­un fyr­ir því að gera ekk­ert í sín­um mál­um núna, fresta því að auka gæði lífs­ins. Það að ætla að sér að allt verði gott seinna er ekki góð nálg­un,“ seg­ir Reyn­ir og bæt­ir við:

„Þetta er það sem ég er að hugsa akkúrat núna. Von­andi sé ég þetta viðtal eft­ir ein­hvern tíma og finnst ég hafa verið ein­fald­ur. Það væri merki um þroska,“ seg­ir hann og bros­ir. 

„Við erum flest eitt­hvað beygluð. Ég er að tala um þetta hérna við þig til að draga þá skoðun fram. Flest­ir geta bætt líf sitt með ein­hverj­um ein­föld­um aðferðum sem þeir geta vanið sig á. Ég held að fólk sé að skaða sig með of miklu sjón­varps- og símag­lápi. En svo er fullt af fólki komið í alls kon­ar hluti til að reyna að laga eitt­hvað, oft eitt­hvað gam­alt í sér. Það er vakn­ing í gangi og mig lang­ar að vera með í því. Ekki af því að ég sé svo heil­brigður sjálf­ur, held­ur frek­ar af því að ég er það ekki,“ seg­ir hann. 

Hér er Reynir á jógasetri í Asíu síðasta haust.
Hér er Reyn­ir á jóga­setri í Asíu síðasta haust. Ljós­mynd/​Aðsend

Hætti að drekka en hætti ekki að forðast vanda­mál

Þú hef­ur samt gert marg­ar breyt­ing­ar á líf­inu. Þú drekk­ur ekki og skráðir þig í nám í haust. Hvað ertu bú­inn að vera edrú lengi?

„29 ár,“ seg­ir hann og bæt­ir við: 

„Sko, það að ég hætti að drekka þarf ekki að þýða að ég hafi hætt að forðast vanda­mál. En já, ég fór í nám í haust. Var að hugsa um að fara í sál­fræði en endaði á fagi sem heit­ir Já­kvæð sál­fræði. Því gæði lífs okk­ar fara að mestu eft­ir því hvað ger­ist hérna uppi,“ seg­ir Reyn­ir og bend­ir á haus­inn á sér.

„Get ég varið tíma mín­um eitt­hvað bet­ur en að stúd­era það hvernig er hægt að eiga gott líf? Já­kvæð sál­fræði tek­ur einn vet­ur og er ekki al­veg fullt nám. Þetta eru sex tarn­ir. Það er verið að stúd­era og skilja ham­ingj­una. Hvað er gott líf? Þetta er það sama og Sókra­tes og þeir voru að tala um fyr­ir 2.500 árum. Er það að líða rosa­lega vel? Að ná mark­miðum eða að hafa til­gang? Þetta þarf að vera þannig að þú náir að stýra hugs­un­um þínum og til­finn­ing­um svo að þér líði sem best. Ég er bú­inn að ná mín­um mark­miðum viðskipta­lega og ég hef ekki metnað til þess að græða meira. Ég hef ekki ástríðu leng­ur fyr­ir því, eða ekki í augna­blik­inu alla­vega. Ég bý einn og sit því uppi með mig,“ seg­ir Reyn­ir.

Er ekki auðvelt fyr­ir mann eins og þig að segja þetta? Mann sem hef­ur grætt svona mikla pen­inga?

„Jú, ég er al­gjört for­rétt­indapakk,“ seg­ir hann og við skell­um upp úr. 

„Ég er mjög meðvitaður um það. Varla mark­tæk­ur með mín vanda­mál. En ég deili minni sögu af því að ég held að það geti hjálpað öðrum. Ég sagði einu sinni í pod­kasti að ég tæki geðlyf og hefði verið þung­lynd­ur. Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu sem ég hef gert. Þakk­læti frá fólki sem tengdi við það sem ég sagði.“

Reynir æfir sig í því þessa dagana að sleppa tökunum …
Reyn­ir æfir sig í því þessa dag­ana að sleppa tök­un­um og vera ekki of stjórn­sam­ur. mbl.is/​Karítas

Hélt sig fjarri ást­föngnu fólki 

Eft­ir að Reyn­ir var bú­inn að verja þrem­ur mánuðum í Wies­ba­den í Þýskalandi lá leið hans til Asíu, þar sem hann fór á nokk­ur jóga­set­ur.

„Þetta er í þriðja sinn sem ég fer til Asíu og er í fjór­ar til fimm vik­ur í senn. Þá kaupi ég mér flug út og flug heim og svo ákveð ég bara úti hvað ég geri. Ég lét flæðið taka mig til Aust­ur-Tím­or, þar sem hvala­göng­ur voru í gangi. Þetta er þannig að maður fer út í bát, finn­ur hval, stím­ir fram fyr­ir hann og hopp­ar út í. Það er ein­hver gald­ur í því að vera með steypireyði að synda. Hún varla hreyf­ir sig en sting­ur mann samt af um leið. Maður finn­ur auðmýkt ein­hvern veg­inn, það snert­ir mann að vera minnt­ur á það að maður er bara hluti af nátt­úr­unni og ekki endi­lega sá mik­il­væg­asti. Þetta var topp­ur­inn í þess­ari ferð,“ seg­ir hann.

Svo lá leiðin til Balí. 

„Maður þarf að passa sig á því að fara ekki á of fín hót­el á Balí því á þess­um fínu hót­el­um eru bara feit­ir Ástr­alir og ást­fangið fólk,“ seg­ir hann og glott­ir.

Sá sem er að ferðast einn vill kannski ekki vera inn­an um fólk í brúðkaups­ferðum?

„Síður,“ seg­ir hann og við skelli­hlæj­um.

„Ef þú ert ekki önn­ur af þess­um týp­um er betra að vera ein­hvers staðar ann­ars staðar. Það var þannig að ég fór á jógamiðstöð sem heit­ir Yoga­barn, þar eru karl­arn­ir meira ber­fætt­ir með karla­hnúð í hár­inu og Yin and Yang-tattú. Ég skar mig úr því ég mætti í Boss-inni­skóm með vík­ingatattú. Mesta áskor­un­in er að hverfa inn í fjöld­ann þegar all­ir eru öðru­vísi en þú,“ seg­ir hann.

Hvernig fer svona maður eins og þú að því að hverfa inn í fjöld­ann?

„Láta eins og maður eigi heima þarna. Al­veg eins og ef þú ferð í rétt­ir eða á fund á Wall Street,“ seg­ir hann og bros­ir. 

Reynir stundar nám í Jákvæðri sálfræði um þessar mundir.
Reyn­ir stund­ar nám í Já­kvæðri sál­fræði um þess­ar mund­ir. mbl.is/​Karítas

Ekki hafa áhyggj­ur af mér

Ég er for­vit­in um jóga­ferðir. Hvernig eru dag­arn­ir, varstu í jógaflæði all­an sól­ar­hring­inn?

„Í upp­hafi ferðar­inn­ar fór ég á jóga­set­ur á Taílandi sem er á eyju sem heit­ir Koh Samui. Þegar ég var þarna úti birt­ist frétt í Viðskipta­blaðinu sem fjallaði um það að ég ætti að hafa mikl­ar áhyggj­ur af því hvað ég væri að tapa mikl­um pen­ing­um í Sýn og bera út sósí­al­isma,“ seg­ir Reyn­ir en fé­lag hans er stæsti hlut­haf­inn í Sýn sem rek­ur Stöð 2 og fleiri miðla ásamt Voda­fo­ne. 

„Ég fann að ég var kom­inn á rétt­an stað þegar þessi frétta­flutn­ing­ur hafði ekki áhrif á mig. Ég svaraði fyrst kurt­eisi­lega en nennti svo ekki að pæla í þessu. Pínu fyndið að ein­hver sé að hafa áhyggj­ur af mín­um áhyggj­um þegar ég hef þær ekki. Ég hef áhyggj­ur ef ég heyri að fólk sé að hætta í fyr­ir­tæk­inu og að fólki líði ekki vel af ein­hverj­um ástæðum. Það er aldrei gott. En ég bauð mig fram í stjórn Sýn­ar og fékk ekki kosn­ingu. Það varð því ekki af því að ég færi eitt­hvað að vinna tengt Sýn. Sem er bara já­kvætt því ég er bú­inn að gera svo margt annað síðan,“ seg­ir hann.

Reynir dvaldi í Asíu síðasta haust. Hann segir að það …
Reyn­ir dvaldi í Asíu síðasta haust. Hann seg­ir að það hafi verið fínt að fá næði á þess­um stað til þess að leita inn á við. Ljós­mynd/​Aðsend

Er það ekki mæli­kv­arði að þér sé að þoka áfram með verk­efnið ef þér er sama um það sem öðrum finnst?

„Jú, ég held það. Eng­um er al­veg sama hvað öðrum finnst. En ég er að verða betri í því.“

Aft­ur að jóga­ferðinni því ég er svo for­vit­in um þær. Hvernig er að vera á jóga­setri? Er það gam­an?

„Dag­arn­ir byrja snemma á jóga. Alltaf þægi­legt, allt ut­an­dyra. Svo færðu ein­hvern morg­un­mat, ekk­ert kjöt, eng­an syk­ur og allt mjög hollt. En eft­ir nokkra daga ertu far­inn að rölta og finna steik­ur og þú ert alltaf með eitt­hvað inni á her­bergi til að borða. Ég er þannig, ekki fyr­ir­mynd fyr­ir neinn að því leyti. Svo er aft­ur jóga seinni part­inn, nudd og ristil­skol­un og alls kon­ar í boði."

Fórstu í þetta allt?

„Já.“

Hvernig breyt­ist lífið við það?

„Það hæg­ir á líf­inu. Fókus­inn, sem er úti um allt, hann fær­ist inn á við. Svo ferðu að sitja í þér og verða sátt­ur. Eða þannig á það að vera. Og svo á þetta helst að vera þannig að þú fáir nóg og langi til að fara heim. Það tókst líka. En þú breyt­ir ekk­ert líf­inu var­an­lega í einni ferð. Þetta er enda­laus vinna. Og ég langt í frá bú­inn með hana,“ seg­ir Reyn­ir og bæt­ir við:

„Sko, þótt ég seg­ist kannski vera að leita að ham­ingj­unni eða til­gangi lífs­ins í jóga á Taílandi veit ég al­veg að þetta eru hlut­ir innra með mér sem er þar að finna. Það er bara miklu betra að gramsa í þessu í um­hverfi sem er ekki með enda­laust áreiti að kalla á at­hygli þína.“

Reynir fór á bardagaklúbb í Ubud á Balí til að …
Reyn­ir fór á bar­daga­klúbb í Ubud á Balí til að fá til­breyt­ingu frá jóga­setr­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

En svo þráðir þú að koma heim. Vild­ir bara kom­ast í Lág­múl­ann og fá þér kaffi?

„Já, og mig langaði bara að verða kalt. Vera illa klædd­ur í ís­lensk­um vetri eins og við ger­um. Síðustu dag­ana fór ég ekki í jóga og var far­inn að gera eitt­hvað annað. Far­inn að æfa Muai Thai í slags­mála­klúbbi sem ég fann. Bar­dag­aíþrótt­ir. Það er svo gott að bæta því inn í. Það er bæði lík­am­legt og and­legt,“ seg­ir hann.

Gerðist eitt­hvað þegar þú varst lít­ill sem ger­ir það að verk­um að þú ert á þess­ari veg­ferð?

„Það ger­ist eitt­hvað hjá okk­ur öll­um.“

Já, ég veit það, en hvað gerðist hjá þér?

„Sko, það sem gerðist hjá mér, og ég treysti mér að segja frá, er að ein­hvers staðar fædd­ist sú hug­mynd að ég væri ekki nóg. Ég þyrfti að gera bet­ur, þyrfti að gera rosa­lega vel til að vera nóg. Það keyr­ir mann áfram í gegn­um lífið. Fær mann til þess að ná ár­angri, en þessi sami eig­in­leiki kem­ur oft í veg fyr­ir ham­ingj­una eða skil­yrðir hana.“

Reynir segir að hann hafi skorið sig úr fjöldanum með …
Reyn­ir seg­ir að hann hafi skorið sig úr fjöld­an­um með vík­inga­húðflúr og í Boss-inni­skóm. Ljós­mynd/​Aðsend

Mátti alls ekki vera með aum­ingja­skap

Við töl­um aðeins um æsk­una og tíðarand­ann sem ríkti þegar Reyn­ir var barn. Á þeim tíma átti eng­inn að væla. Þeir sem vældu voru aum­ingj­ar.

„Tíðarand­inn var bara á þeim stað og á þeim tíma að ann­ar hver maður um fimm­tugt eða yfir teng­ir við það. Það var eng­inn vond­ur eða neitt þannig en maður átti ekki að vera með væl. Maður átti bara að halda áfram. Vertu dug­leg­ur, það var æðsta gildið. Þegar fólk verður full­orðið er það oft af­tengt til­finn­ing­um sín­um því það fékk ekki að hafa þær þegar það var að al­ast upp, mátti ekki vera með ein­hvern aum­ingja­skap,“ seg­ir Reyn­ir og held­ur áfram:

„Ég get al­veg sagt þér að ef þú ert kom­inn inn á Vog 22 ára án þess að hafa snert nein eit­ur­lyf þá er ekk­ert í lagi með þig,“ seg­ir Reyn­ir.

„Áfengi var ein­kenni vand­ans frek­ar en vand­inn sjálf­ur. Vand­inn var hvernig mér leið sjálf­um. Ég þurfti að fatta það og fara að vinna í því. Fara til geðlækn­is og fá lyf til að láta mér líða bet­ur,“ seg­ir Reyn­ir. Á þess­um tíma var hann í lög­fræði og seg­ist í raun aldrei hafa tengt við lög­fræðina.

„Við stofnuðum Láns­traust, sem síðar varð Cred­it­in­fo, þegar ég var að klára lög­fræði. Ég var löngu bú­inn að fatta það áður en ég út­skrifaðist að lög­fræði væri ekki fyr­ir mig að vinna við. Ég þurfti að klára það samt. Ég náði að skrifa rit­gerðina með nám­inu og losna fyrr út,“ seg­ir Reyn­ir.

Leið þér ekki eins og þú vær­ir kóng­ur þegar það byrjaði að ganga vel í Cred­it­in­fo?

„Nei, ég hef aldrei upp­lifað mig sem ein­hvern kóng eða ég væri meira en eitt­hvað annað fólk. Aldrei. Ég er venju­leg­ur strák­ur.“

Núna ertu í há­skól­an­um, bú­inn að jóga yfir þig í Asíu. Hvað næst?

„Ég hef ákveðið að ger­ast rit­höf­und­ur. Ég ákvað að ger­ast smiður fyr­ir tveim­ur árum og smíðaði í ár eða svo þegar við vor­um að byggja upp Hót­el Blönduós og eign­ir í kring­um það en núna er það til­búið. Núna er ég að skrifa skáld­sög­ur og ævi­sög­una og svo lang­ar mig að skrifa sjón­varpsþætti.“

Um hvað ertu að skrifa?

„Það sem við höf­um mest gam­an af. Ein­hvers kon­ar of­beldi, ham­ingj­una, kyn­líf og ást­ir.“

Eru þetta glæpa­sög­ur? End­ar þetta illa?

„Ég reyni að skrifa um lífið en það er ein­hvern veg­inn áhuga­verðara og meira spenn­andi ef ein­hver er drep­inn og ein­hver er í hættu.“

Ertu kom­inn með bóka­út­gef­anda eða ætl­ar þú að gefa bók­ina út sjálf­ur?

„Ég er ekki kom­inn svo langt. Ég er bara að vinna í þessu,“ seg­ir hann og sýn­ir mynd af forsíðu bók­ar­inn­ar, sem er frek­ar ógn­vekj­andi. Hann seg­ist vera með drög að þrem­ur bók­um og eitt­hvað komi út á þessu ári. Þá komi í ljós hvort ein­hver vilji lesa og hvort hann verði áfram rit­höf­und­ur eða geri eitt­hvað annað.

Einhvers staðar fæddist sú hugmynd að Reynir væri ekki nóg. …
Ein­hvers staðar fædd­ist sú hug­mynd að Reyn­ir væri ekki nóg. Hann vinn­ur nú að því að breyta því. Ljós­mynd/​Aðsend

Að sætt­ast við fortíðina

Reyn­ir vill alls ekki hljóma eins og ný­alki sem vill bjarga öll­um heim­in­um. Hann hef­ur þó til­einkað sér hluti sem hann held­ur að geti gagn­ast öðru fólki til að láta sér líða bet­ur. 

„Ég talaði við eina konu sem var alltaf bros­andi og kát og spurði hana hvernig hún færi að því að vera svona glöð. Hún sagðist vera miðju­barn og hafa varið lífi sínu í að reyna að þókn­ast öll­um en núna væri hún mark­misst að vinna í því að vera glöð. Hún vaknaði snemma, borðaði hollt og hugsaði þetta eins og vinnu. Þetta kveikti í mér. Ég hugsaði að þetta væri nú eitt­hvað sem ég gæti gert. Við lát­um það alltaf mæta af­gangi að hugsa um okk­ur sjálf. Þú átt að stunda hug­leiðslu í tíu mín­út­ur á dag nema þú haf­ir alls ekki tíma til þess, þá skaltu gera það í klukku­tíma, en við lát­um það mæta af­gangi,“ seg­ir Reyn­ir og þrátt fyr­ir að leggja sitt af mörk­um svíf­ur hann ekki um á bleiku skýi.

Hvað dreym­ir þig um?

„Að vera besta út­gáf­an af sjálf­um mér.“

Það er nú svo­lít­il klisja. Hvað dreym­ir þig um í raun og veru?

„Að vera óhrædd­ur. Að gera líf mitt gott. Að sætta mig við sjálf­an mig og fortíðina. Fyr­ir­gefa öll­um. Að eiga góðan dag. Ókei, þetta eru allt klisj­ur. En það er af því að þetta er end­ur­tekið efni, af því að það er vit í því,“ seg­ir Reyn­ir og vill ekki vera í þeim hjól­för­um að allt verði æðis­legt seinna.

„Ég ætla al­veg að játa það en mig lang­ar rosa­lega mikið að hjálpa fólki kerf­is­bundið. Kannski ég telji mig hafa fundið leiðir til að bæta mig og vilji koma þeim til sem flestra. Eins og ný­alki sem vill koma öll­um í meðferð. En ég hef lært ákveðna hluti sem ég vil deila. Kannski ég opni heil­un­ar­set­ur, skrifi bæk­ur eða haldi fyr­ir­lestra. Ég kann þetta ekki en ég hef ekki látið vanþekk­ingu stoppa mig hingað til. Ég á hót­el á Blönduósi sem stend­ur autt all­an vet­ur­inn. Hvers vegna er ég ekki með jóga­set­ur þar á vet­urna? Ein­hver nám­skeið? Mig lang­ar til að búa eitt­hvað til fyr­ir fólk svo að því líði bet­ur. Ég er samt ekki að segj­ast hand­hafi ein­hvers sann­leika. Ég er bara að segja að eitt­hvað er gott fyr­ir mig, kannski líka fyr­ir ein­hverja aðra,“ seg­ir Reyn­ir.

Reyni finnst eftirsótt að vera á þeim stað að vera …
Reyni finnst eft­ir­sótt að vera á þeim stað að vera óhrædd­ur. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda