Má lífeyrisþegi leigja út íbúðina án þess að tekjur skerðist?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá líf­eyr­isþega sem spyr út í það hvort greiðslur skerðist ef viðkom­andi leig­ir út íbúðina á meðan dvalið er er­lend­is. 

Sæll

Ég er líf­eyr­isþegi og fer er­lend­is á vet­urna. Ég var að hugsa um að leigja íbúðina út á meðan. Má ég það án þess að fá skerðing­ar?

Takk fyr­ir mig. 

Sæll gamli.

Leigu­tekj­ur af lang­tíma­leigu til ein­stak­linga eru fjár­magn­s­tekj­ur og eru skattlagðar sem slík­ar með 22% fjár­magn­s­tekju­skatti (ennþá). Hins­veg­ar er veitt­ur 50% af­slátt­ur af þess­um tekj­um þannig að skatt­lagn­ing er 11%.

All­ar fjár­magn­s­tekj­ur skerða bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un, en greiðslur frá líf­eyr­is­sjóðum skerðast ekki. Þú get­ur nálg­ast upp­lýs­ing­ar um skerðing­ar á vef Trygg­inga­stofn­un­ar www.tr.is

Ég vil líka enn­frem­ur benda þér á að bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un bera launa­skatt sem er um 37% meðan að fjár­magn­s­tekj­ur bera 11% skatt með 300.000 frí­tekju­marki. Þannig að ég bendi þér á að í lok dags­ins kem­ur mun hag­stæðara út fyr­ir þig að hafa leigu­tekj­ur þrátt fyr­ir að bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un skerðist, frek­ar en að hafa þær ekki.

Kveðja, 

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda