Funheit febrúarspá Siggu Kling er mætt

Sigga Kling er komin með funheita febrúarspá.
Sigga Kling er komin með funheita febrúarspá. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Spá­kon­an Sigga Kling lof­ar góðu stuði í fe­brú­ar. Finn­ur ljónið ást­ina? Græðir hrút­ur­inn loks­ins ein­hverja pen­inga og vinn­ur vog­in til verðlauna? 

Hrút­ur: Þetta redd­ast allt

Elsku hrút­ur­inn minn.

Nú er mik­il­vægt að þú tak­ir ákv­arðanir. Þær þurfa að vera JÁ eða NEI, ekk­ert KANNSKI dug­ar hjá þér. Næstu þrír mánuðir spúa inn bar­áttu­anda í kerfið þitt en mik­il­vægt er þó að velja hvaða bar­áttu þú vilj­ir heyja. Sumu þarftu að sleppa þó þú tap­ir ein­hverj­um pen­ing­um en ekki hafa áhyggj­ur, þeir koma hlaup­andi rétt á eft­ir og hoppa ofan í veskið þitt. Þú hef­ur sterka pen­inga­hyggju og hef­ur því of mikla til­hneig­ingu til að vera ábyrg­ur. Slepptu líka fram af þér beisl­inu og tjúttaðu aðeins.

Lesa meira

Nautið: Þú ferð að taka eft­ir litlu hlut­un­um

Elsku nautið mitt.

Breyti­leg­ir dag­ar hafa verið hjá þér und­an­farið en þú hef­ur ekk­ert að ótt­ast því það er að efl­ast hjá þér mik­ill kær­leik­ur og sú von sem þú hef­ur verður að vissu. Þú hef­ur hleypt inn til þín nei­kvæðum setn­ing­um sem ein­hvern tíma voru sagðar við þig og særa þig. Hreinsaðu út þetta hólf því þær tengj­ast ekki þess­um tíma sem þú ert að fara inn í núna.

Þú ert mjög tengt flóði og fjöru, tungl­inu og sól­inni. Þú færð upp í hend­urn­ar sterka og merki­lega hluti eða at­b­urði sem ger­ast í kring­um miðjan fe­brú­ar­mánuð. Þegar sér­stak­lega ljónstunglið í ljóns­merk­inu sem lend­ir á 12 fe­brú­ar er eins og það ger­ist svo margt sem þú ert búið að vera að ýta á og hef­ur ein­hvern veg­inn ekki kom­ist al­veg eins langt og þú vilt. Þú færð það ör­yggi sem þú vilt hafa til að geta sleppt þér meira lausu. Það eru svo marg­ir að end­ur­greiða þér eitt­hvert karma vegna þess að þú ert með hjarta úr gulli og ger­ir kannski of mikið fyr­ir þá sem þú elsk­ar, en gerðu það bara skil­yrðis­laust.

Lesa meira

Tví­bur­inn: Þú hef­ur mjög góð spil á hendi þér

Elsku tví­bur­inn minn.

Þó þú ákveðir eitt­hvað og ætl­ar að standa við það mundu að alltaf er hægt að skipta um skoðun og ef ein­hver er út­lærður í að skipta um skoðun og fara ótroðinn veg eða gera nýja hluti ert það þú! Gefðu þér meira svig­rúm og breyta ef þú vilt.

Þú hef­ur á hendi þér mjög góð spil. Þó þú þurf­ir að vinna mikið fyr­ir hlut­un­um færðu það borgað marg­falt til baka. Þú verður svo stolt­ur af þér og fólk mun taka eft­ir í kring­um þig og segja við þig: „Mikið lít­urðu vel út! Varstu að gera eitt­hvað sér­stakt?“ Þú breyt­ir um stefnu sem teng­ist því sem þú hef­ur áhuga á, kannski breyt­ir þú um klæðaburð að ein­hverju leyti. Ég er nú ekki vön að segja þetta en það væri gott kannski að spila í ein­hvers kon­ar happa­drætti, vera með eina línu í lottói með töl­um sem þú elskr­ar eða eitt­hvað því tengt því. Þú átt nefni­lega inn­eign sem er tengt pen­ing­um. Þó þú átt­ir þig ekki á því verður ein­hver leið fund­in til að senda þér pen­inga. Að segja fyr­ir fram „takk“ væri mjög góð orka!

Lesa meira

Krabb­inn: Þú ert súper­stjarna

Elsku krabb­inn minn.

Þú þarft að taka sér­stak­lega til greina þegar fólk er að hrósa þér eða þú heyr­ir utan af þér hversu vel þú ert liðinn. Á köfl­um ertu að stúd­era sjálf­an þig á svo nei­kvæðan máta og mundu að þú get­ur sagt skilið við allt og alla nema sjálf­an þig. Þú þarft að vakna með þér og sofna með þér líka, þú þarft að elska þig eins og súper­stjörnu því það ertu svo sann­ar­lega.

Þú ferð að taka að þér of mörg verk­efni eða að taka að þér of mikið af fólki sem á bágt. Þú get­ur GEFIÐ þér tíma í þetta en ef þú finn­ur pirr­ing yfir því að eng­inn ann­ar er að hjálpa til þarftu að end­ur­skoða hvað er að ger­ast.

Það er mik­ill hraði í kort­un­um þínum og þú ert oft að pína þig áfram, hvort sem það teng­ist hreyf­ingu, mataræði eða fólk­inu þínu. Þá er svo mik­il­vægt að þú gef­ir þér meiri slaka. Segðu bara: „Slaka elsk­an mín, slakaðu á!“ því eins ljúf­ur og góður og þú ert býr stjórn­un­ar­andi í þér.

Lesa meira

Ljón: Leyfðu þér að hvílast

Elsku ljónið mitt.

Þetta verður mánuður sem þenur all­an til­finn­ingaskalann í all­ar átt­ir. Þessi mánuður hef­ur tunglið í ljóns­merk­inu og þú þarft að vara þig á að um miðjan mánuðinn að standa ekki í veseni, gera eitt­hvað í fljót­færni. Þú þarft að vera eins og Inga Sæ­land, telja upp á 86 áður en eitt­hvað flæðir sem þú sérð eft­ir. Þú skalt dá­sama kyrrðina þegar þetta tungl er í hæstu hæðum, nán­ar til­tekið kl. 1:54 þann 12. fe­brú­ar. Þetta hef­ur líka áhrif á tveim­ur dög­um áður en tungl þitt rís hæst og tveim­ur dög­um á eft­ir. Ef þú ferð eft­ir þessu – að róa og kyrra alla orku sem er í kring­um þig, hug­leiða og gera eitt­hvað fal­legra í kring­um þig birt­ist svo töfr­andi flæði og auðmýkt fyr­ir líf­inu og gjaf­ir þínar verða ótelj­andi. Svo í þessu felst bæði varúð og hug­rekki að tengj­ast sjálfu þér.

Ástar­mál­in gætu verið út og suður ef þú ert ný­búið að hitta ein­hvern og ef það er svo­leiðis á þessu ást eng­an séns í þinni til­veru.

Lesa meira

Meyj­an: Að halda eða sleppa í ást­inni?

Elsku meyj­an mín!

Það er þér svo eðlis­lægt að halda þér vel á floti og fara í gegn­um lífið án þess það sjá­ist á þér hvernig þér líður. Það er bara allt í góðu en þetta skap­ar þó nokkra öf­und í kring­um þig. „Ekki er ekki sparkað í hunds­hræ,“ las ég í ein­hverri bók, ef þú færð at­huga­semd­ir er það bara því þú ert æði.

Það er búið að vera þung orka í kring­um þig þannig þú finn­ur ekki spenn­una, þetta er í byrj­un mánaðar og þú ert að fá mik­il­væg­ar frétt­ir í vik­unni sem teng­ir 10. fe­brú­ar til 15. fe­brú­ar. Þessi tími er mik­il­væg­ur og þú þarft að muna eft­ir því sem þú ætl­ar að gera, og klára það bara.

Þú skalt hafa sam­band við þá sem þú hef­ur svo­lítið gleymt að tengja þig við því að hanga heima í „not­hing­ness“ tómi ein­hvers kon­ar hent­ar þér ekki núna. Hug­mynd­ir og sköp­un­ar­gáfa er að opn­ast meira fyr­ir þér og er upp­haf á ein­hverju sem er skemmti­legt og gef­ur vellíðan… er það ekki það sem við öllu þráum – vellíðan?

Lesa meira

Vog­in: Þú nenn­ir ekki að taka þátt í leiðind­um

Elsku vog­in mín.

Þú ert eitt af þeim fjór­um stjörnu­merkj­um sem er að fara að upp­skera og það ríku­lega. Þú ert búin að þurfa að vasast í svo mörgu og síðasta ár var tölu­vert um­hleyp­inga­samt. Þú stöðvaðir með ákveðni margt sem eyddi kraft­in­um eða pen­ing­um eða þess hátt­ar og nú ertu að upp­skera þá virðingu sem þér ber og auðvitað færðu þá líka virðingu fyr­ir þér sjálfri, þú þú verður að sjá hversu dá­sam­leg þú ert!

Þú hef­ur verið að klippa á viss­ar teng­ing­ar og ger­ir það blákalt því þér efl­ist styrk­ur í orðafærni og fólk skil­ur á ör­skammri stundu hvað þú ert að meina. Þú munt draga þig út úr flest­öllu sem eru slags­mál í, því þú hrein­lega nenn­ir ekki að vera þátt­tak­andi í leiðind­um. Vegna fram­göngu þinn­ar ferð þú að upp­skera bæði ver­ald­leg gæði og gjaf­ir frá fólki sem elsk­ar þig. Þú ert búin að gefa svo mikið af þér og núna er þinn tími kom­inn að taka á móti þeirri bless­un sem býðst þér. Ekki til í dæm­inu að að þú vor­kenn­ir þér, enda er sú til­finn­ing sú versta fyr­ir þinn huga.

Lesa meira

Sporðdreki: Auðveld­ir hlut­ir gefa enga út­komu

Elsku sporðdrek­inn minn.

Ég sé bara eld­ing­ar í kring­um þig. Myndu samt að sjald­gæft er að eld­ing hitt mann sjálf­an. Þú verður vitni að svo mörgu í kring­um þig og þú efl­ist við að sjá að þú ert fær um að klára þau mál sem þú hef­ur sett þér fyr­ir.

Eina orðið sem þú mátt ekki til­einka þér er FREST­UN. Til­einkaðu þér frek­ar orðin: ÉG KLÁRA ÞETTA. Þú átt til að taka fyr­ir fram af áhyggj­ur af ein­hverju sem er svo auðvelt að leysa.

Það er hressi­leiki yfir þér, húm­or og gjaf­mildi í kring­um þig – bæði þú gef­ur og þér er gefið. Litlu hlut­irn­ir sem þú ger­ir mikl­ar þú í huga þér en þeir eru í raun og veru ryk og blekk­ing. Ekki fara í neina sam­keppni við ein­hvern ann­an því það kæf­ir þig.

Lesa meira

Bogmaður: Þú ert op­inn fyr­ir líf­inu

Elsku bogmaður­inn minn.

Þú ert bless­un­ar­lega fædd­ur und­ir bjartri stjörnu og al­veg sama hvað þú kem­ur þér út í finn­ur þú lausn eða leiðir. Í þér býr ein­hvers kon­ar of­ur­hugi og í heila þínum eru af­skap­lega mörg her­bergi þannig það fer þér best að vera með margt á prjón­un­um. Þú þarft að taka mik­il­væg­ar ákv­arðanir fljót­lega varðandi til­finn­ing­ar eða at­vinnu ein­hvers kon­ar, þetta gæti einnig tengst skóla eða bara öllu sem er í gangi.

Ef þú finn­ur fyr­ir kvíða þegar þú hugs­ar um það sem gera skal þýðir það NEI, því lík­ami og hug­ur tala við þig.

All­ir vilja hafa þig með í liði þannig þú þarft að æfa þig að segja: „Nei, ég hef ekki tíma núna.“

Lesa meira

Stein­geit: Þú færð betri stöðu en þú bjóst við

Elsku stein­geit­in mín.

Þú ert búin að hafa áhyggj­ur af svo mörgu sem þér finnst hafa verið visst rang­læti gegn þér. Svo hugs­an­irn­ar hafa þotið á 1000 km hraða í gegn­um huga þinn. Þú þurft­ir að ganga í gegn­um þetta álag og erfiðleika því svo muntu sjá að þetta allt sem hef­ur mætt þér, þess­ir ýmsu hlut­ir sem þú tel­ur ósann­gjarna eru til að opna fyr­ir þér bjart­ara líf og það er ein­hvern veg­inn þannig til að þú fáir betri stöðu en þú bjóst við nokk­urn tíma við.

Röð til­vilj­ana (til­vilj­an­ir eru ekki til, segi ég) munu beina þér í átt að þeim ynd­is­lega far­vegi sem þú bjóst í raun alls ekki við. Svo margt mun ger­ast á síðustu mín­útu og þú verður alltaf jafn hissa hvernig leys­ist úr þess­um höml­um. Það er mik­il vinna fram und­an því þú þarft að skila af þér verk­efn­um eða leysa úr flækj­um til að allt gangi upp. Nú er ég að tala um smá­atriði, litla hluti sem láta þér líða bet­ur og ein­falda líf þitt, ekk­ert stór­mál. Í kring­um fulla tunglið þann 12. skaltu fara var­lega.

Lesa meira

Vatns­ber­inn: Þú hef­ur seg­ul­magnað aðdrátt­ar­afl

Elsku vatns­ber­inn minn.

Þú hef­ur verið að finna und­an­farið að þú sért ein­hvern veg­inn togaður niður. Þér finnst ekki hlut­irn­ir ganga ná­kvæm­lega eins og þú hef­ur hugsað þá. Mik­il­væg­ast er að þú hlaup­ir ekki eft­ir ein­hverju og stress­ist við að ná mark­miðum þínum, bara ekki leggja of mikla áherslu á drífa þig. Þú skalt setja ró í kring­um þig og muna að allt kem­ur til þín … ekki leita! Það kem­ur til þín.

Í kring­um þetta frá­bæra tungl sem er að birt­ast í ljóns­merk­inu og er kallað snjó­tungl eru mikl­ar breyt­ing­ar í þann mund að eiga sér stað í kring­um þig. Mikl­ar til­finn­ing­ar eru tengd­ar þessu tíma­bili sem þú ert að fara inn í og margt sem tog­ar í þig. Í raun mætti segja að það er eins og sin­fón­íu­tón­leik­ar heyr­ist í huga þér – all­ir tón­arn­ir að birt­ast þér.

Lesa meira

Fisk­ur­inn: Þú verður eins og ham­ingju­sam­ur hvolp­ur!

Elsku fisk­ur­inn minn.

Það er búið að vera storma­samt í kring­um þig líkt og veðurfarið á Íslandi, veist aldrei hvert vind­ur­inn blæs. Í þessu töluðu ertu að kalla á ró og frið og það færðu í hjartað. Það eru fjög­ur stjörnu­merki sem hafa mikla orku og bless­un frá him­in­tungl­un­um, og þú ert eitt þeirra.

Ekki samt vera að demba þér í pen­inga­áhættu ef um mikla pen­inga er að ræða. Þá skaltu hinkra aðeins, sérðu bet­ur hvað þú átt að gera. Það er mjög vel hugsað um þig en hugs­an­ir þínar eru eins og átta á Richter í jarðskjálfta en þú ferð auðveld­lega í gegn­um það því þú hef­ur verk­fær­in til að loka á þessa skjálfta og það er svo mik­il­vægt að þér finn­ist ekki gam­an að drama, því þá kall­arðu á þá vit­leysu.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda