„Ég get verið mjög „spontant” týpa“

Hlín Arngrímsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri og er í námi í …
Hlín Arngrímsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri og er í námi í Skapandi greinum.

Hlín Arn­gríms­dótt­ir er ljós­mynd­ari, vörumerkja­stjóri og er í fjar­námi í Skap­andi grein­um frá
Há­skól­an­um á Bif­röst. Hún hef­ur því í nógu að snú­ast og byrj­ar alla daga eins.

Set­urðu þér mark­mið?

„Það er alltaf mark­mið að gera bet­ur en árið áður.“

Hvað ertu að fást við þessa dag­ana?

„Eins og staðan er þá starfa ég sem vörumerkja­stjóri tískufatnaðar hjá Rún heild­versl­un, stunda fjar­nám í Skap­andi grein­um í Há­skól­an­um á Bif­röst ásamt því að vera einn af eig­end­um Ey Studio sem er ljós­mynda­stúd­íó staðsett á Granda. Það er alltaf nóg að gera.“

Hvað get­ur þú sagt mér um upp­á­halds­mat­inn þinn?

„Nauta­lund með kart­öfl­um og be­arnaise klikk­ar ekki, ann­ars er asísk­ur og aust­ur­lensk­ur mat­ur líka í upp­á­haldi.“

Kriptonite-hillusamsetningin er á óskalista Hlínar.
Kript­onite-hillu­sam­setn­ing­in er á óskalista Hlín­ar.

Áttu þér upp­á­haldsveit­inga­hús?

„Ghandi veld­ur mér aldrei von­brigðum.“

Hvernig hugs­ar þú um heils­una?

„Reyni að hreyfa mig í frí­tíma, borða fjöl­breytt­an og nær­ing­ar­rík­an mat og hitti vin­kon­ur mín­ar fyr­ir and­lega heilsu.“

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Alltaf tvö egg.“

Ertu að safna þér fyr­ir hús­gagni?

„Já, er með val­kvíða fyr­ir Kript­onite-hillu­sam­setn­ingu sem fæst í Offic­ina eða skenk frá USM sem fæst í Calmo. Mjög erfitt val.“

Hvaða for­rit not­ar þú mest í sím­an­um þínum?

„Það myndi vera póst­hólfið og In­sta­gram“

Er eitt­hvert lag sér­stak­lega mikið í spil­un hjá þér núna?

„Iceguys eru mikið í spil­un hjá börn­un­um heima fyr­ir.“

Lang­ar þig í ein­hverja nýja flík?

„Já, er að bíða eft­ir ein­um geggjuðum jakka frá Kar­en By Simon­sen sem ég pantaði mér í vinn­unni.“

Hvaða bók last þú síðast?

„Ikigai, fyr­ir áfanga í skól­an­um.“

Hvaða þætti ertu að horfa á núna?

„Var að byrja á Black Do­ves.“

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn þinn?

„Ég byrja alla virka daga eins. Græja mig fyr­ir vinnu og kem börn­un­um í skóla og leik­skóla. Skipu­lagið í vinn­unni fer síðan eft­ir hvað er að ger­ast hverju sinni. Ég get verið mjög „spont­ant” týpa.“

Þættirnir Black Doves með Keiru Knightley í aðalhlutverki hafa slegið …
Þætt­irn­ir Black Do­ves með Keiru Knig­htley í aðal­hlut­verki hafa slegið í gegn á Net­flix.

Hvernig núllstill­ir þú þig?

„Tek tíma fyr­ir sjálf­an mig, finnst alltaf gott að fara út að hlaupa og fá út­rás.“

Hvað reyn­ir þú að forðast í líf­inu?

„Slæma orku og leiðindi.“

Hvaða mann­eskja hef­ur haft mest áhrif á líf þitt?

„Get ómögu­lega valið eina. En fjöl­skyld­an mín, maki og börn hafa haft mestu áhrif­in.“

Ikigai er síðasta bók sem Hlín las vegna námsins.
Ikigai er síðasta bók sem Hlín las vegna náms­ins.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda