Helsti vandi skólakerfisins er niðurrifstal sem brýtur börn og foreldra niður

Kristín Jónsdóttir segir að möguleikar til starfsþróunar séu miklir á …
Kristín Jónsdóttir segir að möguleikar til starfsþróunar séu miklir á kennslusviðinu. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir, dós­ent í kennslu­fræði við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, hef­ur helgað sig mennta­mál­um og hef­ur sterk­ar skoðanir á þeim.

„Haustið 1990 fór ég úr ferðabrans­an­um í hag­nýta fjöl­miðlun sem var ný náms­leið á meist­ara­stigi við Há­skóla Íslands og svo þaðan beint í kennslu­rétt­inda­námið. Ég hafði áttað mig á að fræðslu­hliðin á fjöl­miðlun er sér­lega spenn­andi og síðan þá hef ég helgað mig mennta­mál­um. Haustið 1992 fór ég að kenna ís­lensku í Lang­holts­skóla og kenndi þar og stýrði ung­linga­deild­inni um ára­bil. Ég fékk mörg tæki­færi til sköp­un­ar og skólaþró­un­ar með góðu sam­starfs­fólki.“ Hún bæt­ir við að nú sé mikið rætt um net­nám og fjar­nám og minn­ist þró­un­ar­verk­efn­is sem hún tók þátt í árin 2001-2003 sem sner­ist um að kenna val­grein­ar á net­inu. „Við vor­um í þessu nokkr­ir kenn­ar­ar úr Lang­holts­skóla, Fella­skóla og Rima­skóla. Ung­ling­un­um okk­ar gafst kost­ur á að velja á milli val­greina í hljóðvinnslu, kvik­mynda­sögu, hag­nýtri stærðfræði og skap­andi skrif­um en það nám­skeið kenndi ég sjálf. Meðal ann­ars spunn­um við leik­rit á umræðuþræði vik­um sam­an þar sem hver nem­andi tók sér það hlut­verk sem hún eða hann vildi og spann við at­b­urðarás­ina,“ seg­ir Krist­ín aðspurð hvað hafi leitt hana út á braut mennta­mála. Náms- og starfs­fer­ill Krist­ín­ar er fjöl­breytt­ur. Eft­ir mennta­skóla fór hún til Ítal­íu og lærði ít­ölsku en síðar bók­mennta­fræði og ís­lensku við HÍ. Krist­ín vann í morg­unút­varp­inu hjá RÚV árin 1982-3 og vann svo við far­ar­stjórn og markaðsmál hjá Sam­vinnu­ferðum-Land­sýn svo fátt eitt sé nefnt. Krist­ín og Þór­ar­inn Eyfjörð, eig­inmaður henn­ar, eiga tvö börn, Sigrúnu og Þor­stein, og tengda­börn og barna­börn.

Mögu­leik­arn­ir til starfsþró­un­ar eru mikl­ir

Eft­ir að hafa starfað með ung­ling­um í Lang­holts­skóla um ára­bil vatt Krist­ín kvæði sínu í kross og fór að starfa að mót­un kenn­ara­náms­ins. „Það var í kring­um 2006 að ákveðið var að bjóða meiri sér­hæf­ingu í kenn­ara­nám­inu og kenn­ara­nem­ar gætu valið milli áherslu á yngri börn, miðstig og ung­linga­stig. Mig langaði að taka þátt í að móta þess­ar nýju áhersl­ur og miðla reynslu minni af ung­linga­kennslu svo ég færði mig yfir í KHÍ í fullt starf.“

Hún bæt­ir við að hún hafi verið stunda­kenn­ari við skól­ann áður en hún færði sig al­farið yfir á há­skóla­stigið.

„Eitt það allra besta við kenn­ara­starfið er að mögu­leik­arn­ir til starfsþró­un­ar eru ótrú­lega mikl­ir. Meðfram meist­ara­námi í KHÍ vann ég á Rann­sókn­ar­stofn­un KHÍ við út­tekt­ir á skóla­starfi víða um land, það var fróðlegt. Eft­ir ára­tug í há­skóla­kennslu tók ég svo skipt­ispor og leysti af sem skóla­stýra Barna­skóla Hjalla­stefn­unn­ar á Víf­ils­stöðum í tvo vet­ur og það var dá­sam­leg reynsla. Að vinna með 5-9 ára börn­um gaf mér nýja vídd í kenn­ara­starfið og svo er skóla­stjórn al­veg sér­stakt leiðtog­astarf. Þá tók ég líka þátt þegar Hjalla­stefn­an rak grunn­skól­ann á Tálknafirði í nokk­ur ár. Ég naut þess þá að vera kennsluráðgjafi og taka þátt í að breyta skóla­skipu­lagi og kennsluaðferðum í anda Hjalla­stefn­unn­ar. Einnig var gam­an að vera fjar­kenn­ari ung­ling­anna í raun­tíma­kennslu af loft­inu í Barna­skól­an­um en best­ar voru þó reglu­bundn­ar ferðir vest­ur til að kenna ung­ling­un­um í nokkra daga, ís­lensku og stærðfræði,“ seg­ir hún.

Kristín segir að umræðan um menntamál sé grimm.
Krist­ín seg­ir að umræðan um mennta­mál sé grimm. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Kennslu­fræðing­ar ættu að fara á vett­vang reglu­lega

Eft­ir þetta fór hún svo aft­ur að kenna kenn­ara­nem­um og nýtti þessa dýr­mætu reynslu í vinnu sína sem há­skóla­kenn­ari. Krist­ín seg­ir að sér finn­ist að all­ir kennslu­fræðing­ar í Há­skóla Íslands ættu að skapa sér tæki­færi til starfa á vett­vangi í að minnsta kosti eitt miss­eri reglu­lega, rétt eins og hægt sé að sækja um rann­sókn­ar­miss­eri reglu­bundið. Þrátt fyr­ir að njóta þess í botn að kenna grunn­skóla­börn­um seg­ist Krist­ín ekki sakna þess að vinna á grunn­skóla­stig­inu. „Ég horfi stutt og sjald­an í bak­sýn­is­speg­il­inn, er alltaf með haus­inn full­an af nýj­um og spenn­andi hug­mynd­um.“

„Það þyrfti heilt helgar­blað til að svara þessu“

Hún seg­ir margt hafa breyst í skóla­mál­um á sín­um langa ferli sem sé eðli­legt. „Auðvitað breyt­ist sam­fé­lagið og hef­ur raun­ar breyst mjög mikið, lyk­il­stofn­an­ir með, bæði skól­inn og fjöl­skyld­an.“ Þegar Krist­ín er spurð hvaða breyt­ing­ar í skóla­kerf­inu hafi tek­ist vel og hverj­ar ekki svar­ar hún snöggt og hlær. „Það þarf heilt helgar­blað til að svara þessu.“

Finnst umræðan um mennta­mál grimm

Mikið hef­ur verið rætt um mennta­mál und­an­farið, hvernig finnst Krist­ínu sú umræða hafa verið í sam­fé­lag­inu? „Umræðan er grimm finnst mér. Fjöl­miðlar af öllu tagi hamra á því að mörg börn og ung­ling­ar standi sig illa í námi, séu nán­ast ótalandi og stór­ir hóp­ar ljúki grunn­skóla ólæs­ir. Þetta niðurrifstal ger­ir ekk­ert annað en að brjóta börn niður og gera for­eldra ringlaða og óör­ugga. Kenn­ar­ar eru líka orðnir dauðþreytt­ir á þessu. Nær væri að fara rétt með staðreynd­ir og tala svo um hvað megi gera til að byggja upp og styrkja okk­ar ágæta skóla­kerfi.“ Hún bæt­ir við að einn helsti vandi skóla­kerf­is­ins sé þetta niðurrifstal „og vilja­leysi til að setja það fjár­magn í skóla­kerfið sem þarf til að mæta fjöl­breytt­um nem­enda­hópi, til að bæta aðbúnað og launa­kjör allra þeirra sem starfa í skól­un­um“.

Helstu styrk­leik­arn­ir góð líðan og traust milli kenn­ara og nem­enda

Krist­ín seg­ir svo og að helstu styrk­leik­ar ís­lenska skól­ans séu góð sam­skipti kenn­ara og nem­enda, traust þeirra í milli og góð líðan ís­lenskra barna í skól­an­um sé til fyr­ir­mynd­ar og það eigi við um öll skóla­stig. „Í grunn­skól­um vil ég sér­stak­lega nefna áherslu á sjálf­stæði nem­enda og þróun í notk­un upp­lýs­inga­tækni, sem reynd­ar líður aðeins fyr­ir stöðugt nýj­ar hindr­an­ir frá Per­sónu­vernd.“

PISA-próf­in mæla bara ákveðna þætti í ákveðnum grein­um

Mikið hef­ur verið rætt um held­ur slak­an ár­ang­ur ís­lenskra barna í PISA, hverj­ar eru aðalástæðurn­ar fyr­ir þessu að mati Krist­ín­ar? „Mæl­ing­arn­ar eru mark­tæk­ar og sam­an­b­urður­inn inn­an OECD rétt­ur en það vill gleym­ast að PISA-próf­in mæla bara ákveðna þætti í ákveðnum grein­um og annað ekki. Ég er hlynnt því að við nýt­um þess­ar sam­an­b­urðar­upp­lýs­ing­ar til að meta stöðuna í okk­ar skóla­kerfi en við meg­um ekki lesa í þær eitt­hvað sem ekki er þar. Það er kom­in út bita­stæð skýrsla um ís­lensku niður­stöðurn­ar og síðastliðinn vet­ur var fundaröð til að kynna hvað af PISA próf­un­um 2022 megi læra. Ég fjallaði til dæm­is um mat ís­lenskra skóla­stjórn­enda og ung­linga á þátt­töku for­eldra í námi þeirra. Í PISA-skýrsl­um frá OECD kom fram að þeir nem­end­ur voru lík­legri til að fá háa próf­s­ein­kunn sem voru í góðum tengsl­um við fjöl­skyldu sína. Þá hljót­um við að spyrja hvernig þessu sé farið hjá okk­ur; eru ung­ling­arn­ir okk­ar í góðum tengsl­um í sín­um fjöl­skyld­um? Njóta þeir stuðnings í nám­inu?“ seg­ir hún ákveðin.

Sam­ræmd próf góð en margt annað þurfi með

Sam­ræmd próf hafa verið tölu­vert ágrein­ings­efni en eins og flest­ir vita voru þau af­num­in fyr­ir nokkr­um árum og marg­ir sem kalla eft­ir þeim aft­ur. Hver er afstaða Krist­ín­ar til sam­ræmdra prófa og ætti að taka þau upp aft­ur? „Ég er hlynnt því að sam­ræmd próf séu lögð fyr­ir nokkr­um sinn­um á grunn­skóla­göngu nem­enda til að afla upp­lýs­inga um heild­ar­mynd­ina í land­inu og þróun milli ára. Rétt eins og PISA-próf­in gefa sam­ræmd próf mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar en bara á ákveðnum sviðum. Við þurf­um líka mat for­eldra, nem­enda og kenn­ara og sam­tal um náms­stöðu hvers barns, mark­mið og vænt­ing­ar. Á mats­fer­ill.is fæst inn­sýn í starf Miðstöðvar mennt­un­ar og skólaþjón­ustu, fjöl­mörg mats­tæki sem kenn­ar­ar geta nýtt sér eru í vinnslu sem og fram­vindu­próf sem verða sam­ræmd og lögð fyr­ir á landsvísu þris­var á grunn­skóla­göng­unni. Ég tel þetta góð skref í þróun náms­mats og geti þjónað nem­end­um, for­eldr­um og kenn­ur­um vel jafnt sem okk­ur í ytri hringn­um, rann­sak­end­um, stjórn­end­um skóla­mála og stefnu­mót­un­araðilum.“

Efla þarf náms­gagna­út­gáfu og stuðning við barna- og ung­linga­höf­unda

Læsi hef­ur verið mikið í umræðunni og þá aðallega hnign­andi lesskiln­ing­ur meðal ungs fólks. Hvaða leiðir tel­ur Krist­ín heilla­væn­leg­ar til að efla læsi og lesskiln­ing í nú­tíma­sam­fé­lagi? „Ég hef trú á að gott aðgengi að fjöl­breyttu les­efni, alls kon­ar textum sem lesn­ir eru og rædd­ir heima og í skól­un­um, skipti máli. Hið op­in­bera þarf að efla náms­gagna­út­gáfu og stuðning við höf­unda og út­gef­end­ur barna- og ung­linga­bóka; ein­ung­is rösk­lega 100 bæk­ur sem henta börn­um vel 6-16 ára koma út ár­lega á ís­lensku. Við þurf­um mark­vissa málörvun og lestr­ar­kennslu hjá yngri börn­un­um og svo þarf að gefa læsi og lestri betra rými alla skóla­göng­una með næði, upp­lestri og sam­lestri, sam­töl­um um texta og hvatn­ingu til nem­enda um að skrifa alls kyns texta. Heima fyr­ir þarf líka að gefa lestr­in­um gaum, lesa og ræða sam­an um bæk­urn­ar sem börn eru með í hönd­un­um, hlusta sam­an á hljóðbæk­ur og syngja með krökk­un­um. Sum­ir ung­ling­ar velja að lesa á net­inu, eru mjög flink­ir í að finna alls kon­ar for­vitni­legt efni, margt er á ensku og það er ekk­ert að því. Við þurf­um að tak­ast á við alla nei­kvæðnina, hætta að taka und­ir þær radd­ir sem segja að orðaforði barna og ung­linga sé fá­breytt­ur og muna að þau hafa orð yfir margt sem við höf­um ekki.“

Rangt að ung­lings­strák­ar lesi miklu minna en jafn­aldra stelp­ur

Krist­ín seg­ist hafa unnið úr gögn­um Íslensku æsku­lýðsrann­sókn­ar­inn­ar um lestr­aráhuga og hún kynnti for­vitni­leg­ar niður­stöður þar að lút­andi á síðustu Mennta­kviku, sem er ráðstefna menntavís­inda­fólks. Hún seg­ir að gögn­in hafi sýnt að það er rangt að ung­lings­strák­ar lesi miklu minna en jafn­aldra stelp­ur. Þeir lesi vissu­lega minna af skáld­sög­um en meira af alls kyns fræðslu­efni og frétta­tengdu efni og meira á net­inu en þær. „Lest­ur á bók fer minnk­andi en allt hitt læsið er van­metið. Til dæm­is er mynd­læsi margra barna og ung­linga mjög mikið, þau túlka til­finn­ing­ar og tengsl milli fólks af mynd­um, skilja tákn, geta spáð fyr­ir um söguþráð og svo fram­veg­is.“

Heim­il­in verði að styðja við nám barna, líka afar og ömm­ur

Krist­ín hef­ur sterk­ar skoðanir á því hvernig heim­ili og skóli eigi sam­an að styðja við nám barna. „For­eldr­ar og for­ráðamenn eiga að styðja við nám barna sinna. Doktors­rann­sókn­in mín um tengsl heim­ila og skóla sýndi það ótví­rætt. Fjöl­skyld­ur eru alls kon­ar og við get­um öll stutt börn­in, líka ömm­ur og afar eins og dæm­in sanna. Stuðning­ur þýðir ekki að for­eldr­ar eigi að geta kennt það sem kenn­ar­arn­ir kenna í skól­un­um. For­eldr­ar eru hins veg­ar í lyk­il­hlut­verki í því að sýna áhuga á námi barna sinna, fylgj­ast með hvernig þeim geng­ur og vera í þétt­um sam­skipt­um við kenn­ar­ana. Börn þurfa næði til að læra heima og hvatn­ingu til að sinna heima­námi hvort sem þeim er sett fyr­ir að gera mikið eða lítið sem ekk­ert heima.“ Hún bæt­ir við að grunn­skóla­börn þurfi að þjálfa lest­ur dag­lega og æfa sig í að reikna og skrifa texta reglu­bundið. Þetta gildi um yngstu börn­in en líka um ung­ling­ana, þeir þurfi að til­einka sér svo margt, efla þekk­ingu sína með lestri og vinna alls kyns skrif­leg og skap­andi verk­efni.

Fáar og ein­fald­ar regl­ur á heim­il­inu og nóg af at­hygli og ástúð

„Börn­in þurfa svo auðvitað nóg af góðum mat og mörg þeirra þarf næst­um að reka í hátt­inn,“ seg­ir Krist­ín kank­vís­lega. „For­eldr­ar gera vel við börn­in sín með því að hafa fáar, ein­fald­ar regl­ur á heim­il­inu, nóg af at­hygli og ástúð handa hverju barni og með því að leggja sig fram um að þekkja vini og fé­laga barn­anna. Því miður hafa ekki all­ir for­eldr­ar tök á að vera eins mikið með börn­um sín­um og þeir vildu, held­ur vinna alltof lang­an vinnu­dag. Við öll sem það get­um ætt­um að styðja börn og barna­börn í námi og fé­lags­lífi eins og kost­ur er, sýna þeim áhuga og fjölga sam­veru­stund­un­um.“

Kenn­ara­námið fjöl­breytt og sér­hæft

Árið 2011 út­skrifaðist síðasti ár­gang­ur kenn­ara úr þriggja ára nám­inu en þá var grunn­skóla­kenn­ara­námið lengt upp í fimm ár. Síðan þá hef­ur því stund­um heyrst fleygt að námið sé of langt. Hvað finnst henni um þessa gagn­rýni og á hún rétt á sér? „Mér finnst ég sjaldn­ast heyra hana frá kenn­ara­nem­um. Kenn­ara­námið er líka fjöl­breytt og í mörg­um há­skól­um hér á landi. Hjá okk­ur á menntavís­inda­sviði HÍ er um marg­ar sér­hæf­ing­ar og náms­leiðir að ræða. Ef ég væri að fara í kenn­ara­nám núna veldi ég ís­lensku­kennslu í B.Ed.-námi og svo meist­ara­nám á nýrri náms­braut sem nefn­ist Mennt­un allra, þar sem áhersl­an er meðal ann­ars á kennslu barna með fjöl­breytt­an menn­ing­ar- og tungu­mála­bak­grunn. Á því sviði er margt í deigl­unni og dýr­mætt að kenn­ara­nem­ar geti sér­hæft sig í að kenna í fjöl­breytt­um nem­enda­hóp­um. Sá hóp­ur kenn­ara­nema sem kem­ur í meist­ara­nám með BA eða BS í fag­grein fer líka sís­tækk­andi og tveggja ára kenn­ara­nám fyr­ir þann hóp má síst vera styttra. Við erum líka að efla sam­starf við fé­laga okk­ar í kenn­ara­deild­inni á Ak­ur­eyri og meðal ann­ars að byggja upp með þeim fag­há­skóla­nám í leik­skóla­fræði svo mögu­leik­arn­ir á að verða kenn­ari eru í stöðugri þróun.“

Kenn­ar­ar þurfa að hafa djúpa þekk­ingu

Hvaða áhersl­ur í mennt­un kenn­ara skila af­burðakenn­ur­um inn í skól­ana? „Góðir kenn­ar­ar eru fag­menn með djúpa þekk­ingu hver á sínu fagsviði sem og í upp­eld­is- og kennslu­fræðum, kennslu­kon­ur og kennslu­karl­ar, hjarta­hlýj­ar og hæfi­leika­rík­ar mann­eskj­ur en alls ekki all­ar steypt­ar í sama mót. Næstu skref í þróun kenn­ara­náms tel ég ættu að vera að styrkja þann hluta náms­ins sem er á vett­vangi, skerpa og ein­falda kröf­ur til kenn­ara­nema með því að fækka hæfniviðmiðum og greina bet­ur sund­ur kjarna náms­ins og aðra fagþekk­ingu en henn­ar má afla með ýmsu móti. Það held ég að muni laða að enn fleira ungt og hæfi­leika­ríkt fólk sem myndi njóta sín í kenn­ara­starfi og skólaþróun með börn­um og ung­ling­um.“

Börn­in okk­ar það dýr­mæt­asta sem til er

Ekki stend­ur á svari þegar Krist­ín er að lok­um spurð hvort ástæða sé til bjart­sýni í skóla­mál­um. „Já sann­ar­lega. Það er nauðsyn­legt að við ríf­um okk­ur upp úr nei­kvæðri umræðu um skól­ana, for­gangs­röðum upp á nýtt og virkj­um for­eldra bet­ur til sam­starfs. Mér finnst kenn­ar­ar til­bún­ir í öfl­ugt upp­bygg­ing­ar­starf sem og við í há­skól­un­um og öðrum mennta­tengd­um stofn­un­um. Ný rík­is­stjórn og for­ysta í mennta­mál­um hef­ur gullið tæki­færi til að vinna með okk­ur skóla­fólk­inu. Það kost­ar að mennta börn­in okk­ar vel en þau eru líka það dýr­mæt­asta sem til er,“ seg­ir Krist­ín á mjög sann­fær­andi máta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda