Rakel María komin með nýtt starf

Rakel María Hjaltadóttir.
Rakel María Hjaltadóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Förðunarfræðingur og þjálfarinn, Rakel María Hjaltadóttir, hefur sagt starfi sínu á Stöð 2 lausu og hefur ráðið sig sem markaðsstjóra veitingastaðarins Saffran. Þótt hún sé hætt á Stöð 2 þá verður hægt að kalla í hana ef mikið liggur við. 

„Það eru heldur betur tímamót hjá mér þessi mánaðarmótin. Eftir yndislegan tíma hjá Stöð tvö ákvað ég að stökkva á tækifæri sem gerði mig smá hrædda en á sama tíma alveg fáránlega spennta. Ég elska nýjar áskoranir og þrátt fyrir að hafa alltaf skrópað í skólasundi þá hef ég plumað ég mig ansi vel í djúpu lauginni. Ég hlakka því mikið til að stökkva út í hana í splunkunýju hlutverki. Nú tekur við nýr kafli þar sem ég hef hafið störf sem markaðsstjóri hjá Saffran. 

Hreyfing, heilsa og heilbrigður lífsstíll er sífellt að verða stærri hluti af mér og Saffran stendur fyrir þetta allt og ég hlakka mikið til að vaxa með þeim. Ég hef samt ekki sagt alveg skilið við Stöðvar tvö fjölskylduna og mun hoppa í sminku gírinn inná milli. Fleira var það ekki í bili,“ segir Rakel María alsæl og ánægð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda