Rakel María komin með nýtt starf

Rakel María Hjaltadóttir.
Rakel María Hjaltadóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Förðun­ar­fræðing­ur og þjálf­ar­inn, Rakel María Hjalta­dótt­ir, hef­ur sagt starfi sínu á Stöð 2 lausu og hef­ur ráðið sig sem markaðsstjóra veit­ingastaðar­ins Saffr­an. Þótt hún sé hætt á Stöð 2 þá verður hægt að kalla í hana ef mikið ligg­ur við. 

„Það eru held­ur bet­ur tíma­mót hjá mér þessi mánaðar­mót­in. Eft­ir ynd­is­leg­an tíma hjá Stöð tvö ákvað ég að stökkva á tæki­færi sem gerði mig smá hrædda en á sama tíma al­veg fá­rán­lega spennta. Ég elska nýj­ar áskor­an­ir og þrátt fyr­ir að hafa alltaf skrópað í skóla­sundi þá hef ég plumað ég mig ansi vel í djúpu laug­inni. Ég hlakka því mikið til að stökkva út í hana í splunku­nýju hlut­verki. Nú tek­ur við nýr kafli þar sem ég hef hafið störf sem markaðsstjóri hjá Saffr­an. 

Hreyf­ing, heilsa og heil­brigður lífs­stíll er sí­fellt að verða stærri hluti af mér og Saffr­an stend­ur fyr­ir þetta allt og ég hlakka mikið til að vaxa með þeim. Ég hef samt ekki sagt al­veg skilið við Stöðvar tvö fjöl­skyld­una og mun hoppa í sminku gír­inn inná milli. Fleira var það ekki í bili,“ seg­ir Rakel María al­sæl og ánægð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda