Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun & ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá lesenda hvort viðkomandi þurfi að segja frá því á skattframtalinu ef hann gefur peninga.
Sæll Eymundur.
Hafi ég lánað afkomanda ákveðna fjárhæð af spariféinu mínu, þarf að geta þess á skattframtali?
Kveðja, Y.
Sæll Y,
Samkvæmt lögum um tekjuskatt eru allar eignir framtalsskyldar. Krafa þín á afkomanda fellur þar undir og myndi teljast fram sem eign á framtali þínu hvort sem hún gefur af sér arð eða ekki. Hvert svo sem hlutfall kröfunnar er af sparifé þínu eða hvernig hún er til komin breytir engu. Á sama hátt telur afkomandinn fram skuld við þig á sínu framtali.
Kv. Eymundur
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR