Þarf að geta láns til afkomanda á skattframtali?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá les­enda hvort viðkom­andi þurfi að segja frá því á skatt­fram­tal­inu ef hann gef­ur pen­inga. 

Sæll Ey­mund­ur.

Hafi ég lánað af­kom­anda ákveðna fjár­hæð af spari­fé­inu mínu, þarf að geta þess á skatt­fram­tali?

Kveðja, Y.

Sæll Y,

Sam­kvæmt lög­um um tekju­skatt eru all­ar eign­ir fram­tals­skyld­ar. Krafa þín á af­kom­anda fell­ur þar und­ir og myndi telj­ast fram sem eign á fram­tali þínu hvort sem hún gef­ur af sér arð eða ekki. Hvert svo sem hlut­fall kröf­unn­ar er af spari­fé þínu eða hvernig hún er til kom­in breyt­ir engu. Á sama hátt tel­ur af­kom­andinn fram skuld við þig á sínu fram­tali.

Kv. Ey­mund­ur

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda