Bleikasti Polo landsins leitar að nýjum eiganda

Samsett mynd

„Hef­ur þig dreymt um að eiga bleik­an bíl? Nú er tæki­færið,“ seg­ir í aug­lýs­ingu á Face­book-síðunni Brask og brall. Um er að ræða bif­reið af VW Polo 1.2 gerð, 2012 ár­gerð. Það er Ingi­björg Aust­mann sem aug­lýs­ir bíl­inn til sölu. 

All­ir sem hafa átt Polo vita að þetta eru góðir bíl­ar en það er hins veg­ar eng­inn slík­ur grip­ur fram­leidd­ur í þess­um frá­bæra lit. Ingi­björg tek­ur fram í aug­lýs­ing­unni að bíll­inn sé þó ekki al­veg galla­laus. 

„Gall­ar: smá hljóð í stýr­is­dælu og lakk/​máln­ing hef­ur séð betri daga á sum­um stöðum,“ seg­ir Ingi­björg í aug­lýs­ing­unni. 

Bíl­inn geng­ur fyr­ir bens­íni og er keyrður rúm­lega 108 þúsund km. Hann er bein­skipt­ur og ný­skoðaður með nýrri tíma­keðju. 

Hér má sjá auglýsinguna á Brask og brall á félagsmiðlinum …
Hér má sjá aug­lýs­ing­una á Brask og brall á fé­lags­miðlin­um Face­book. Ljós­mynd/​Face­book
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda