Er heimurinn kominn á hvolf?

Valgeir Magnússon skrifar um stöðuna í heiminum í dag.
Valgeir Magnússon skrifar um stöðuna í heiminum í dag. Samsett mynd

Val­geir Magnús­son viðskipta-og hag­fræðing­ur skrif­ar um óvissu og hvað hún geti verið haft slæm áhrif á fólk og heims­mál­in. 


Hvað ger­ist þegar heim­ur­inn fer á hvolf? Banda­rík­in standa allt í einu fyr­ir eitt­hvað allt annað en þau hafa staðið fyr­ir. „Disrupti­on“ er orðið sem hægt væri að nota á ensku yfir það sem er að ger­ast. Og það eru ekki bara Banda­rík­in sem eru að breyt­ast, þær breyt­ing­ar hafa bara mest áhrif.

Það sem virðist ger­ast fyrst er að lækk­an­ir verða á mörkuðum. Óró­leiki er aldrei góður í viðskipt­um. Óvissa er enn verri og nú fer óró­leiki og óvissa sam­an, sem er yf­ir­leitt mjög slæm blanda.

Fyr­ir okk­ur Íslend­inga skipt­ir, held ég, mestu máli að halda ró okk­ar og muna að ösk­ur á sam­fé­lags­miðlum ger­ir ekk­ert. Get­um við haft áhrif á það sem er að ger­ast? Eða þurf­um við frek­ar að setja ork­una okk­ar í að velta fyr­ir okk­ur: Hvernig ætl­um við að bregðast við þess­um breyt­ing­um? Það er nefni­lega þannig að aðlög­un­ar­hæfni og snöggt viðbragð er okk­ar helsti kost­ur. Heim­ur­inn hef­ur oft farið á hvolf síðustu 100 ár og í hvert sinn hef­ur Ísland breyst á undra­hraða. Einnig hef­ur það oft verið þannig að Ísland hef­ur grætt á slíku í alþjóðlegu sam­hengi.

Síld­in kom og fór margsinn­is á 20. öld­inni. Alltaf aðlöguðum við okk­ur að því hvort hún var eða var ekki.

Eft­ir efna­hags­hrunið þá losnaði um mikið af mjög hæfi­leika­ríku fólki úr banka­geir­an­um sem þurfti að gera eitt­hvað nýtt. Þetta fólk hafði mikla reynslu úr fjár­fest­ing­um og af því að hugsa stórt. Á sama tíma var gengi gjald­miðils okk­ar lágt og Eyja­fjalla­jök­ull breytti flug­sam­göng­um í Evr­ópu. Ísland var í öll­um frétta­tím­um og ekki fyr­ir það hvað hér er frá­bært að vera og fal­legt. Nei, fyr­ir eld­gos sem lokaði á all­ar flug­leiðir og olli hræðslu fólks við landið. „I hate Ice­land“, varð að þekkt­um frasa.

Mitt í þessu ati þá er tek­in sú ákvörðun að fjár­festa sér­stak­lega í ferðaþjón­ustu og vekja at­hygli á land­inu alþjóðlega, Inspired by Ice­land varð til og ís­lenska þjóðin sam­einaðist um að senda mynd­band með lag­inu Jungle drum á alla sem þau þekktu er­lend­is. Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­in voru ótrú­lega fljót að aðlag­ast auknu streymi fólks og mik­il fjár­fest­ing varð í ferðaþjón­ustu. Niðurstaðan: Ferðaþjón­ust­an er núna sú at­vinnu­grein sem skaff­ar mest­an gjald­eyri inn í landið og ný stoð varð til und­ir hag­kerfi Íslands. Snöggt viðbragð, samstaða og aðlög­un­ar­hæfni þjóðar­inn­ar gerði þetta að verk­um.

Sama gerðist í og eft­ir Covid. Ég þurfti að ferðast tals­vert á þeim tíma og hvergi í heim­in­um var jafn gott skipu­lag á því hvernig fólk færi í gegn­um flug­völl eins og á Íslandi, fengi covid próf, niður­stöður og slíkt. Hag­kerfið náði sér svo mjög hratt og full­hratt á meðan mörg hag­kerfi voru mjög lengi að kom­ast í gang og ferðamennsk­an hef­ur einnig í flest­um lönd­um og ekki enn kom­ist á sama stað og fyr­ir Covid.

Núna stönd­um við frammi fyr­ir því að heim­ur­inn er að snú­ast á hvolf. Þá höf­um við valið um að væla eða gera. Við höf­um sögu­lega verið meira í að gera en væla og því held ég að við get­um verið viss um að Ísland mun finna leið til að aðlag­ast hratt. En mörg lönd munu lenda í mik­illi kreppu þar sem viðskipta­breyt­ing­ar verða mikl­ar og aðlög­un­ar­hæfn­in er lít­il.

Fljót­lega verðum við að hugsa hluti á allt ann­an hátt en fyr­ir nokkr­um vik­um. Það sem okk­ur þótti rétt þá er ekki endi­lega rétt leng­ur. Þeir sem voru viss­ir um að Evr­ópu­sam­bandið væri ekk­ert fyr­ir okk­ur þurfa hugs­an­lega að skipta um skoðun eða öf­ugt. Hugs­an­lega þurfa Evr­óp­us­inn­ar að end­ur­hugsa hvort það sé rétta leiðin fyr­ir Ísland núna. En næstu vik­ur og mánuðir leiða í ljós hvort borg­ar sig. Að ná að sigla á milli skers og báru og nýta ástand viðskipta­stríðsins og geta átt vini í báðar átt­ir eða hvort það borg­ar sig að halla sér al­gjör­lega í aðra átt­ina.

Mun of­uráhersla Banda­ríkj­anna á að kom­ast yfir Græn­land búa til ein­hver tæki­færi fyr­ir Ísland með aukn­um um­svif­um á Græn­landi? Mun nán­ara sam­starf Græn­lands og Íslands geta fært báðum þjóðum tæki­færi sem verða verðmæti báðum meg­in Atlants­hafs? Eða mun­um við þurfa að end­ur­hugsa okk­ar helstu út­flutn­ings­grein­ar og finna nýja lyk­il­markaði? Hugs­an­lega í Aust­ur-Asíu? Sama hvað verður, þá borg­ar sig að ana ekki að neinu fyrr en ljóst er hvernig hin nýja heims­mynd lít­ur út.

Það mun lík­lega ekki taka nema nokkr­ar vik­ur í viðbót eins og hraðinn á þessu er núna. Á þeim tíma­punkti er ljóst að hvað sem sagt var áður þá verður það lík­lega ekki viðeig­andi þá og við þurf­um að aðlag­ast hratt að nýj­um veru­leika. Sem bet­ur fer fyr­ir Ísland er það ein­mitt það sem við, veiðimannaþjóðin, Íslend­ing­ar erum best í.

New York í Bandaríkjunum.
New York í Banda­ríkj­un­um. Zach Miles/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda