Una Schram komin með nýtt starf

Una er skapandi einstaklingur og mun sinna starfi hugmyndasmiðs og …
Una er skapandi einstaklingur og mun sinna starfi hugmyndasmiðs og vera framleiðslustýra samfélagsmiðla. Ljósmynd/Baldur Kristjáns

Una Schram, tón­list­ar­kona og menn­ing­armiðlun­ar­nemi, hef­ur gengið til liðs við aug­lýs­inga­stof­una Cirk­us. Mun hún starfa þar sem hug­mynda­smiður og fram­leiðslu­stjóri sam­fé­lags­miðla.

Una er 25 ára göm­ul og upp­al­in í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur en hún hef­ur starfað við tónlist frá 17 ára aldri og komið víða fram. Þar má nefna tón­list­ar­hátíðir líkt og Ice­land Airwaves og Inni­púk­ann. 

Hún er út­skrifuð með BA-gráðu í at­vinnu­tón­list­ar­mennsku frá há­skól­an­um BIMM Institu­te í Lund­ún­um, en legg­ur nú stund á meist­ara­nám í menn­ing­armiðlun við Há­skóla Íslands sam­hliða nýju vinn­unni.

Þá hef­ur hún sinnt markaðssetn­ingu og frum­kvöðla­starfi á sín­um eig­in tón­list­ar­ferli og aflað sér víðtækr­ar reynslu á sviði sam­fé­lags­miðla og fjöl­miðla.

„Við höf­um unnið tölu­vert með Unu í af­mörkuðum verk­efn­um og þau hef­ur hún leyst ein­stak­lega vel. Það voru því gleðitíðindi fyr­ir Cirk­us­inn þegar hún samþykkti að vinna enn frek­ar með okk­ur í fjöl­breytt­um verk­efn­um. Una er of­ur­frjór og skap­andi ein­stak­ling­ur sem er unaður að um­gang­ast. Með henn­ar komu styrk­ist hóp­ur­inn til muna, sem nú þegar er virki­lega hæfi­leika­rík­ur,“ seg­ir Rósa María Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Cirk­us.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda