Una Schram komin með nýtt starf

Una er skapandi einstaklingur og mun sinna starfi hugmyndasmiðs og …
Una er skapandi einstaklingur og mun sinna starfi hugmyndasmiðs og vera framleiðslustýra samfélagsmiðla. Ljósmynd/Baldur Kristjáns

Una Schram, tón­list­ar­kona og menn­ing­armiðlun­ar­nemi, hef­ur gengið til liðs við aug­lýs­inga­stof­una Cirk­us. Mun hún starfa þar sem hug­mynda­smiður og fram­leiðslu­stjóri sam­fé­lags­miðla.

Una er 25 ára göm­ul og upp­al­in í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur en hún hef­ur starfað við tónlist frá 17 ára aldri og komið víða fram. Þar má nefna tón­list­ar­hátíðir líkt og Ice­land Airwaves og Inni­púk­ann. 

Hún er út­skrifuð með BA-gráðu í at­vinnu­tón­list­ar­mennsku frá há­skól­an­um BIMM Institu­te í Lund­ún­um, en legg­ur nú stund á meist­ara­nám í menn­ing­armiðlun við Há­skóla Íslands sam­hliða nýju vinn­unni.

Þá hef­ur hún sinnt markaðssetn­ingu og frum­kvöðla­starfi á sín­um eig­in tón­list­ar­ferli og aflað sér víðtækr­ar reynslu á sviði sam­fé­lags­miðla og fjöl­miðla.

„Við höf­um unnið tölu­vert með Unu í af­mörkuðum verk­efn­um og þau hef­ur hún leyst ein­stak­lega vel. Það voru því gleðitíðindi fyr­ir Cirk­us­inn þegar hún samþykkti að vinna enn frek­ar með okk­ur í fjöl­breytt­um verk­efn­um. Una er of­ur­frjór og skap­andi ein­stak­ling­ur sem er unaður að um­gang­ast. Með henn­ar komu styrk­ist hóp­ur­inn til muna, sem nú þegar er virki­lega hæfi­leika­rík­ur,“ seg­ir Rósa María Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Cirk­us.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda