Hvort er betra að vera samsköttuð eða ekki?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá mann­eskju sem spyr hvort sé betra fyr­ir fólk í sam­búð, að vera sam­sköttuð eða ekki. 

Sæll

Bara ein létt­væg spurn­ing. Er betra eða verra að sam­skatta í sam­búð?

Kveðja, 

HK

Sæll

Virki­lega áhuga­verð spurn­ing en þetta er ein­mitt það fyrsta sem mér dett­ur í hug þegar ég les viðtöl við fólk í fjölásta sam­bönd­um (polyamory), hvernig mögu­legri sam­skött­un sé háttað hjá hópn­um.

Til þess að fyr­ir­byggja mögu­leg­an mis­skiln­ing þá bein­ist þetta svar að sam­skött­un tveggja ein­stak­linga, hvorki fleiri né færri.

Aðilar sem deila sam­eig­in­legu heim­ili eiga rétt á sam­skött­un að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um hvað varðar upp­haf skrán­ing­ar eða ef viðkom­andi eigi börn sam­an.

Sam­skött­un hef­ur til dæm­is þann ágæta kost að sam­búðaraðilar full­nýta per­sónu­afslátt hvors ann­ars, þar að auki ef mik­ill mun­ur er á launa­fjár­hæð sam­búðaraðila þá nýt­ir hærra launaði sam­búðaraðil­inn hluta af ónýttu lægra skattþrepi lægra launaðs sam­búðaraðilans án þess að það bitni á hon­um á nokk­urn hátt. Á sama hátt eru skatt­frels­is­mörk fjár­magn­stekna kr. 600.000 á sam­búðaraðila, þannig að ef ann­ar á arðber­andi fjár­magnseign­ir en hinn ekki þá nýt­ist þessi af­slátt­ur að fullu á grund­velli þess að fjár­magn­s­tekj­ur sam­skattaðra eru skattlagðar sam­eig­in­leg­ar.

Hin hliðin á þessu er þegar ann­ar aðil­inn er skráður ein­stætt for­eldri og þigg­ur ein­hvers­kon­ar fé­lags­leg­ar bæt­ur, á kostnað okk­ar i hinna, meðan að hann er í raun að deila fjár­hag sín­um og heim­ili með „sam­búðaraðila“ án þess að sú sam­búð sé skráð. Slíkt fyr­ir­komu­lag er því miður ekk­ert annað en skattasniðganga.

Fjár­magn­s­tekj­ur eru alltaf sam­eig­in­leg­ar hjá hjón­um og sam­sköttuðu fólki í óvígðri sam­búð. Slíkt get­ur komið mis­jafn­lega niður á fólki, t.d. þegar fólk byrj­ar sam­búð á ójöfn­um fjár­hags­leg­um grunni og hef­ur raun­veru­lega ekki sam­eig­in­leg­an fjár­hag. Dæmi um slíkt er ef ann­ar sam­búðaraðili er á fram­færi Trygg­inga­stofn­un­ar eða þigg­ur at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Þá geta þær rétt­mætu bæt­ur skerst ef hinn sam­búðaraðil­inn hef­ur fjár­magn­s­tekj­ur til dæm­is húsa­leigu­tekj­ur. Við þetta fell­ur niður rétt­ur til bóta á grunni sam­eig­in­legra fjár­magn­stekna sem eru það kannski ekki í raun.

Sam­skattaðir sam­búðaraðilar bera ábyrgð á skött­un hvors ann­ars á sam­búðar­tíma. Því er það ekki endi­lega frá­bær­asta hug­mynd í heimi að sam­skatta sig með fjár­hags­legu óreiðufólki. Ábyrgð á slíkri skuld sem mynd­ast á sam­búðar­tíma fell­ur ekki niður þrátt fyr­ir að sam­búð sé slitið.

Eins og gef­ur að skila er þetta ekki tæm­andi upp­taln­ing á kost­um og göll­um sam­skött­un­ar og er að ýmsu að hyggja áður en þessi ákvörðun er tek­in.

Kveðja,

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda