Morgunrútína Kleina er fyrir þá allra ýktustu

Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, tekur daginn snemma.
Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, tekur daginn snemma. Ljósmynd/Aðsend

Athafnamaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, deildi morgunrútínunni með fylgjendum sínum á Instagram. Kristján er vinsæll á Instagram, þar sem hann fer undir nafninu kleiini, og er með tæplega 7.500 fylgjendur. 

Kristján tók nokkrar mínútur til að svara spurningum sem hann fékk frá forvitnum fylgjendum.

Byrjar daginn 3.00

Ein spurninganna var um það hvað hann gerði eiginlega á nóttunni og hvort hann verði tíma sínum í að kaupa hlutabréf. Svarið hefur komið á óvart en hann kýs að byrja daginn alveg einstaklega snemma.

„Hvað geri ég á nóttunni? Nei, nei. Í fyrsta lagi er þetta morgunninn. Ég kýs að byrja dagana mína þrjú, hálffjögur á morgnana, til að koma sem mestu í verk yfir daginn. Eftir klukkan sex, sjö á kvöldin er maður ekkert að vinna lengur. Maður er bara að skrolla í algjöru tilgangsleysi, enginn fókus og bara „waste of time“,“ segir Kristján meðal annars.

„Ef ég byrja daginn minn klukkan þrjú, byrja að vinna klukkan þrjú, þá er ég kominn í háttinn um sjö til átta um kvöld. Þá er ég ekki að gera þetta skroll, ég er að nýta tímann betur til að gera eitthvað úr lífinu. Ég er ekki að fá mikið út úr lífinu með því að horfa á einhvern borða grænt epli.“

Næsta spurning snýr að því hversu löngum svefni hann nái hverju sinni.

„Ég held mig við sex tíma, ef ég fer ofar en það þá er ég sljór en ef ég fer minna en það þá verð ég fyrr sljór. Svo sex tímar eru temmileg lengd.“

Ætli þetta sé lausnin við að sleppa við tilgangslausan símatíma á kvöldin?

Kleini svarar spurningum fylgjenda á Instagram.
Kleini svarar spurningum fylgjenda á Instagram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda