Getur venjulegur meðaljón sparað þótt innkoman sé lág?

Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum …
Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son, end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun og ráðgjöf, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem velt­ir því fyr­ir sér hvernig hægt sé að spara. 

Sæll Ey­mund­ur.

Ég er alltaf að reyna að leggja fyr­ir og spara, sem geng­ur því miður mjög illa, enda ekki mikl­ir pen­ing­ar til eft­ir reikn­inga. Lum­ar þú á sniðugum sparnaðarráðum? Hvað ráðlegg­ur þú mann­eskju sem á að jafnaði 120.000 eft­ir reikn­inga að leggja mikið inn á sparnaðar­reikn­ing mánaðarlega?

Kveðja, 

Brotni spari­bauk­ur­inn

Sæll Bauk­ur litli

Ég býst við að þú sért þá nú þegar bú­inn að koma þér upp tíu millj­óna króna neyðarsjóð fyr­ir fjöl­skyld­una eins og geng­ur og ger­ist hjá fólki og þú sért að velta fyr­ir þér sparnaðarmögu­leik­um í fram­haldi af því?

Ég get í sjálf­um sér ekki nefnt fjár­hæð en bendi þér á að byrja ekki seinna en núna en að leggja ein­hvern hluta af um­ræddri fjár­hæð í sparnað. Auðvitað skipt­ir fjár­hæðin máli en fyrst og fremst að gera þetta kerf­is­bundið þannig að þú sjá­ir sparnaðinn þinn vaxa og dafna yfir tíma og hafa í huga að þetta er lang­hlaup.

Ég er ekki í fjár­málaráðgjöf en það er van­met­inn sparnaður fólg­inn í því að greiða niður lán og þú ætt­ir kannski að velta því fyr­ir þér að dreifa um­rædd­um sparnaði ann­ars veg­ar í sparnað og hins veg­ar í um­fram­greiðslu lána.

Ég vil benda þér á að al­geng­ir óverðtrygg­ir inn­lánsvext­ir í dag á sparnaðar­reikn­ing­um eru í kring­um 7% sem kem­ur út sem 5,5% að teknu til­liti til fjár­magn­s­tekju­skatts. Árleg verðbólga er rétt und­ir þessu marki sem stend­ur. Al­geng­ir vext­ir á út­lán­um eru í frá 9% og yf­ir­drátt­ar­lán bera rúm­lega 15% vexti þannig að það má segja að besta sparnaðarráðið er að greiða niður lán og um­fram allt að forðast greiðslu­dreif­ing­ar og skamm­tíma­lán eins og heit­an eld­inn.

Gangi þér allt í hag­inn fé­lagi.


Kv. Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda