Getur venjulegur meðaljón sparað þótt innkoman sé lág?

Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum …
Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum lesenda Smartlands.

Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem veltir því fyrir sér hvernig hægt sé að spara. 

Sæll Eymundur.

Ég er alltaf að reyna að leggja fyrir og spara, sem gengur því miður mjög illa, enda ekki miklir peningar til eftir reikninga. Lumar þú á sniðugum sparnaðarráðum? Hvað ráðleggur þú manneskju sem á að jafnaði 120.000 eftir reikninga að leggja mikið inn á sparnaðarreikning mánaðarlega?

Kveðja, 

Brotni sparibaukurinn

Sæll Baukur litli

Ég býst við að þú sért þá nú þegar búinn að koma þér upp tíu milljóna króna neyðarsjóð fyrir fjölskylduna eins og gengur og gerist hjá fólki og þú sért að velta fyrir þér sparnaðarmöguleikum í framhaldi af því?

Ég get í sjálfum sér ekki nefnt fjárhæð en bendi þér á að byrja ekki seinna en núna en að leggja einhvern hluta af umræddri fjárhæð í sparnað. Auðvitað skiptir fjárhæðin máli en fyrst og fremst að gera þetta kerfisbundið þannig að þú sjáir sparnaðinn þinn vaxa og dafna yfir tíma og hafa í huga að þetta er langhlaup.

Ég er ekki í fjármálaráðgjöf en það er vanmetinn sparnaður fólginn í því að greiða niður lán og þú ættir kannski að velta því fyrir þér að dreifa umræddum sparnaði annars vegar í sparnað og hins vegar í umframgreiðslu lána.

Ég vil benda þér á að algengir óverðtryggir innlánsvextir í dag á sparnaðarreikningum eru í kringum 7% sem kemur út sem 5,5% að teknu tilliti til fjármagnstekjuskatts. Árleg verðbólga er rétt undir þessu marki sem stendur. Algengir vextir á útlánum eru í frá 9% og yfirdráttarlán bera rúmlega 15% vexti þannig að það má segja að besta sparnaðarráðið er að greiða niður lán og umfram allt að forðast greiðsludreifingar og skammtímalán eins og heitan eldinn.

Gangi þér allt í haginn félagi.


Kv. Eymundur Sveinn Einarsson. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda