Góði hirðirinn helsta samkeppni Kleina

Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, hefur opnað húsgagnaverslun.
Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, hefur opnað húsgagnaverslun. Ljósmynd/Aðsend

Hús­gagna­versl­un­in Góði hirðir­inn er sam­keppn­isaðili at­hafna­manns­ins Kristjáns Ein­ars Sig­ur­björns­son­ar, bet­ur þekkt­ur sem Kleini. 

Það vakti mikla at­hygli á síðasta ári þegar Kristján og einkaþjálf­ar­inn Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir áætluðu að opna hús­gagna­versl­un. Ástin hef­ur síðan dofnað hjá par­inu en Kristján hélt áfram að þróa hug­mynd­ina.

Kristján opnaði síðan fyr­ir­tækið Heim­il­is heild sem sel­ur notuð hús­gögn. Í viðtali við Smart­land seint á síðasta ári sagði hann versl­un­ina vera í þróun og ekki enn full­mótaða. 

„Mark­miðið mitt er að bjóða upp á stóra og aðgengi­lega versl­un með fjöl­breyttu úr­vali þegar allt er klárt,“ sagði hann meðal ann­ars í viðtal­inu.

„Kanna sam­keppn­ina“

Nú virðist vera kom­in skýr­ari mynd á rekst­ur­inn en Kristján birti mynd­skeið á In­sta­gram þar sem hann sagðist vera að „kanna sam­keppn­ina.“ Þá var hann stadd­ur inni í Góða hirðinum en þar eru til sölu notuð hús­gögn og aðrir hús­mun­ir.

Góði hirðir­inn er nytja­markaður Sorpu sem hef­ur það að mark­miði að end­ur­nýta og draga úr sóun. Þá eru hlut­ir sem fara í nytjagám á end­ur­vinnslu­stöðum Sorpu sem rata í góða hirðinn.  

Góði hirðir­inn er ekki hagnaðardrif­in starf­semi og renn­ur all­ur ágóði til góðgerðar­mála og líkn­ar­fé­laga.

Góði hirðirinn selur notuð húsgögn líkt og Kleini ætlar sér …
Góði hirðir­inn sel­ur notuð hús­gögn líkt og Kleini ætl­ar sér að gera. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda