Góði hirðirinn helsta samkeppni Kleina

Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, hefur opnað húsgagnaverslun.
Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, hefur opnað húsgagnaverslun. Ljósmynd/Aðsend

Hús­gagna­versl­un­in Góði hirðir­inn er sam­keppn­isaðili at­hafna­manns­ins Kristjáns Ein­ars Sig­ur­björns­son­ar, bet­ur þekkt­ur sem Kleini. 

Það vakti mikla at­hygli á síðasta ári þegar Kristján og einkaþjálf­ar­inn Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir áætluðu að opna hús­gagna­versl­un. Ástin hef­ur síðan dofnað hjá par­inu en Kristján hélt áfram að þróa hug­mynd­ina.

Kristján opnaði síðan fyr­ir­tækið Heim­il­is heild sem sel­ur notuð hús­gögn. Í viðtali við Smart­land seint á síðasta ári sagði hann versl­un­ina vera í þróun og ekki enn full­mótaða. 

„Mark­miðið mitt er að bjóða upp á stóra og aðgengi­lega versl­un með fjöl­breyttu úr­vali þegar allt er klárt,“ sagði hann meðal ann­ars í viðtal­inu.

„Kanna sam­keppn­ina“

Nú virðist vera kom­in skýr­ari mynd á rekst­ur­inn en Kristján birti mynd­skeið á In­sta­gram þar sem hann sagðist vera að „kanna sam­keppn­ina.“ Þá var hann stadd­ur inni í Góða hirðinum en þar eru til sölu notuð hús­gögn og aðrir hús­mun­ir.

Góði hirðir­inn er nytja­markaður Sorpu sem hef­ur það að mark­miði að end­ur­nýta og draga úr sóun. Þá eru hlut­ir sem fara í nytjagám á end­ur­vinnslu­stöðum Sorpu sem rata í góða hirðinn.  

Góði hirðir­inn er ekki hagnaðardrif­in starf­semi og renn­ur all­ur ágóði til góðgerðar­mála og líkn­ar­fé­laga.

Góði hirðirinn selur notuð húsgögn líkt og Kleini ætlar sér …
Góði hirðir­inn sel­ur notuð hús­gögn líkt og Kleini ætl­ar sér að gera. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda