Mega ellilífeyrisþegar leigja út sumarbústaðinn sinn?

Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum …
Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum lesenda Smartlands.

Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svara spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá ellilífeyrisþegum sem velta fyrir sér hvort þau lendi í vandræðum ef þau leigi út sumarbústað sinn. 

Sæll Eymundur.

Mig langar að spyrja um eitt. Við hjónin eru ellilífeyrisþegar og fáum bætur frá Tryggingastofnun ásamt smá greiðslum úr lífeyrissjóði. Við eigum bústað sem við eru ekki að nota mikið núna og stendur ónýttur meirihlutann af árinu. Við vorum að hugsa um að leigja hann út í skammtímaleigu, en þá eru það skerðingarnar. Hvað má leigja bústaðinn lengi í skammtímaleigu?

Fjármagnstekjuskattur er 22%. Skerðingar Tryggingastofnunar eru 65%. Mér reiknast til að skattur af milljón yrði kr. 157.000, skerðingar á ellilífeyri kr. 650.000, samtals það sem færi til ríkisins kr. 804.000 af einni milljón?

Er þetta rétt hjá mér?

Annað er hægt að stofna félag með börnunum um bústaðinn og leigja hann út í skammtímaleigu þannig að þau sæju um reksturinn og fengju innkomuna? Hvernig kæmi það út varðandi okkur sem eigendur?

Með fyrir fram þökk.

Einn gamall.


Sæll vinur minn.

Góð spurning en til þess að setja þetta í samhengi verðum við að stilla upp dæmi þar sem við gefum okkur að þið hjónin fullnýtið persónuafslátt ykkar, séuð ekki með fjármagnstekjur og fáið samanlagt greiðslur á ári sem nema samtals a.m.k. tveimur milljónum yfir frítekjumarki. Til þess að einfalda þetta enn frekar geri ég ráð fyrir að þessar viðbótartekjur séu hjá ykkur skattlagðar í miðjuþrepi staðgreiðslunnar eða um 38%.

Bætur frá Tryggingastofnun bera tekjuskatt, í þessu tilfelli þá 38% þannig að ráðstöfunarfé ykkar af síðustu tveim milljónum eru því að frádregnum skatti alls krónur 1.240.000.-

Skerðingarmörk fjármagnstekna eru 45% af fjármagnstekjum yfir 438.000 á ári þannig að ef við gæfum okkur að bústaðurinn yrði leigður út að hámarki eins og lögin eru í dag í allt að 90 daga og allt að tveimur milljónum þá myndu bætur lækka í 1.297 þúsund eins og þú bendir réttilega á. En á móti lækkar skattstofninn og miðað við ofangreindar forsendur lækkar ráðstöfunarfé þitt frá Tryggingastofnun úr 1.240.000 í kr. 804.000 eða um kr. 436.000.-

Leigutekjur af sumarhúsinu myndu hins vegar gefa þér 2.000.000 og miðað við frítekjumark fjármagnstekjuskatts 600.000, myndi sú útleiga gefa þér rétt um 1.700.000.- eftir fjármagnstekjuskatt.

Að öllu ofan sögðu myndu því ráðstöfunar tekjur þínar fara úr 1.240.000 í kr. 2.500.000 miðað við ofangreindar forsendur.

Hvað varðar að stofna félag um sumarhúsið og leigja hann út er því til að svara að það gæti endað sem skattaleg sprengja. Frístundahús í eigu manna eru skattfrjáls eftir sjö ára eignarhaldstíma. Þetta á ekki við ef eignarhaldið er á hendi lögaðila (félags). Árin eru fljót að líða og miðað við verðhækkanir sumarhúsa er líklegt að skattskyldur söluhagnaður á slíku húsi í eigu félags yrði verulegur, ég get ekki mælt með þessu. Flækjustigið við slíkan gjörning er mun kostnaðarsamara heldur en ávinningurinn. Börnin þín þyrftu væntanlega að reikna sér endurgjald við starfsemina og eigin notkun á húsinu yrði hlunnindaskyld.

Ef ég skil spurninguna rétt þá er meginmarkmiðið með eignarhaldi á þessu sumarhúsi ekki algerlega á viðskiptalegum grunni og því get ég aldrei ráðlagt þér að fara í slíkan gjörning.

Kveðja,

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda