Yfirgaf fjármálaheiminn og gerðist fasteignasali

Tinna Bryde er viðskiptafræðingur sem lærði að vera fasteignasali 2018. …
Tinna Bryde er viðskiptafræðingur sem lærði að vera fasteignasali 2018. Hún tók hins vegar ekki stökkið fyrr en um áramótin þegar hún hóf störf á Pálsson fasteignasölu. Cova Software/Unsplash

Viðskipta­fræðing­ur­inn Tinna Bryde ákvað að láta gaml­an draum ræt­ast og gerðist fast­eigna­sali eft­ir að hafa unnið í fjár­mála­geir­an­um. Tinna er haf­sjór af fróðleik þegar kem­ur að sparnaði og fjár­mál­um og seg­ir að það sé gott ráð að hafa sparnað í öðrum banka svo fólk freist­ist ekki til að eyða pen­ing­un­um.

Tinna hóf störf hjá Páls­son fast­eigna­sölu um ára­mót­in og seg­ist hafa unun af því að hjálpa fólki.

„Ég er með brenn­andi áhuga á fast­eign­um og fjár­mál­um og því að hjálpa fólki að taka upp­lýst­ar ákv­arðanir þegar kem­ur að stærstu fjár­fest­ing­um lífs­ins,“ seg­ir Tinna sem var viðskiptaþró­un­ar­stjóri á Aur­björgu.

„Það besta við að vera í litlu sprota­fyr­ir­tæki eins og Aur­björgu er að hlut­verk­in eru mörg. Ég var meðal ann­ars ábyrg fyr­ir fræðslu um fjár­mál, lán og sparnað. Ég vann einnig við vöruþróun og sinnti sam­skipt­um við not­end­ur, svo það var góður grunn­ur þegar ég færði mig yfir í fast­eigna­geir­ann,“ seg­ir hún.

Hvers vegna ákvaðstu að ger­ast fast­eigna­sali?

„Ég var löngu búin að ákveða að verða fast­eigna­sali og kláraði námið 2018. Pabbi var fast­eigna­sali til margra ára svo ég ólst upp í þessu um­hverfi. Mér fannst ég til­bú­in núna og það var löng­un­in í að blanda sam­an fjár­málaþekk­ingu og fast­eign­um sem kallaði á mig. Mig langaði að færa mig nær fólk­inu og bjóða öðru­vísi nálg­un, meiri fræðslu og gagn­sæi.“

Hvað er það við starfið sem þér finnst heill­andi?

„Mér finnst dýr­mætt að fá að vera hluti af einni stærstu ákvörðun í lífi fólks, hvort sem það er að selja heim­ilið sitt eða kaupa nýtt. Það krefst bæði trausts og ráðgjaf­ar og það er frá­bært að fá að vera þessi aðili sem fólk treyst­ir á.“

Tinna hef­ur frá upp­hafi starfs­fer­ils síns starfað í fjár­mála­geir­an­um.

„Síðustu ár kom ég að þróun sta­f­rænn­ar þjón­ustu fyr­ir fólk í fast­eignaviðskipt­um. Þar kom ég meðal ann­ars að hönn­un á greiðslu­mati, verðmati og lána­reikni­vél. Þessi reynsla hef­ur nýst mér gríðarlega vel í fast­eigna­söl­unni.“

Hvað skipt­ir máli að hafa í huga þegar fast­eign er seld?

„Und­ir­bún­ing­ur skipt­ir miklu máli. Að eign­in sé hrein, vel lýst og sett fram á fag­leg­an hátt get­ur gert gæfumun­inn. Góð markaðssetn­ing og rétt verð er líka lyk­il­atriði og svo þarf selj­andi að vita hvert ferlið er og fá góðan stuðning frá upp­hafi til enda.“

Hvað hef­ur komið þér á óvart við fast­eigna­sal­a­starfið?

„Hvað starfið er fjöl­breytt. Það eru eng­ir tveir dag­ar eins! Ég hef líka verið að prófa mig áfram með öðru­vísi markaðssetn­ingu með mynd­bönd­um af eign­um í bland við fræðslu. Það var nokkuð sem ég hélt í upp­hafi að myndi ekki eiga vel við mig, en í dag er það orðið eitt af mín­um helstu áhuga­mál­um!

Hvorki kaup­enda­markaður né selj­enda­markaður

Hvernig er staðan á fast­eigna­markaðnum núna?

„Staðan er til­tölu­lega jöfn, hvorki selj­enda- né kaup­enda­markaður. Það eru marg­ar eign­ir á sölu­skrá í dag og sölu­tím­inn hef­ur lengst. Það þýðir að kaup­end­ur hafa meiri tíma og selj­end­ur þurfa að vanda kynn­ing­una. Ef vext­ir fara að lækka frek­ar gæti það aukið eft­ir­spurn og þrýst verðinu upp.“

Á fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð að stökkva af stað eða bíða?

„Það fer mjög eft­ir aðstæðum hvers og eins. Ef þú ert með stöðugar tekj­ur og næga út­borg­un, þá get­ur það verið skyn­sam­legt að kaupa, sér­stak­lega ef þú finn­ur eign sem hent­ar þínum þörf­um vel. Það er eng­in trygg­ing fyr­ir því að vext­ir lækki mikið meira eða að verð lækki.“

Ertu með ein­hver góð ráð fyr­ir ungt fólk sem er að reyna að safna fyr­ir íbúð?

„Já, ég á sjálf ung­ling á heim­il­inu og fyrsta sem ég ráðlagði hon­um var að stofna viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað. Hann get­ur nýst sem út­borg­un í fyrstu fast­eign, án þess að greiða skatt af, sem er al­gjör bón­us. Svo skipt­ir miklu máli að setja sér skýr mark­mið: Hver er upp­hæðin sem þú þarft að safna? Hversu mikið get­ur þú lagt til hliðar í hverj­um mánuði? Þegar það er komið á blað verður mark­miðið raun­veru­legra. Við sem rek­um heim­ili vit­um að hús­næði og mat­ur eru stærstu út­gjaldaliðirn­ir. Þess vegna get­ur það verið gríðarleg­ur sparnaður fyr­ir ungt fólk að búa heima aðeins leng­ur ef það er mögu­legt. Þannig get­urðu lagt meira til hliðar og nálg­ast mark­mið þitt hraðar.“

Ertu með ein­hver góð sparnaðarráð fyr­ir þá sem vilja leggja fyr­ir til að geta keypt hús­næði?

„Ég sjálf nota sér­stak­an sparnaðar­reikn­ing í öðrum banka þar sem ég læt milli­færa sjálf­krafa um hver mánaðamót. Það ger­ir það að verk­um að sparnaður­inn er „út af fyr­ir sig“ og verður síður freist­andi og smám sam­an safn­ast upp fín upp­hæð. Fleira sem gott er að nýta sér er að fá til­boð í trygg­ing­arn­ar frá öll­um trygg­inga­fé­lög­um og fara yfir út­gjöld­in reglu­lega. Prófa að fara til dæm­is yfir neyslu síðustu þriggja mánaða. Ertu með áskrift­ir sem þú ert ekki að nýta þér? Sjálf upp­götvaði ég að ég var með áskrift­ir á er­lendri síðu og fann enga ein­falda leið til að hætta í áskrift­inni. Það endaði með því að ég lokaði kort­inu og viti menn, þá hurfu all­ar áskrift­irn­ar. Ég skráði mig bara aft­ur í það sem ég vildi virki­lega nota. Frá­bær leið til að „hreinsa til“ og spara í leiðinni!“

Tinna segir að það geti verið gott að loka kortinu …
Tinna seg­ir að það geti verið gott að loka kort­inu ef fólk er að borga fyr­ir áskrift­ir sem erfitt er að losna við. Morg­un­blaðið/​Karítas
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda