Ætti sjúkraþjálfari að stofna fyrirtæki utan um sjálfan sig?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá sjúkraþjálf­ara sem velt­ir fyr­ir sér hvort hann eigi að stofna kenni­tölu und­ir rekst­ur­inn eða ekki. 

Góðan dag.

Ég er að fara að starfa sem sjúkraþjálf­ari á stofu út í bæ. Lang­ar að for­vitn­ast um það hvort það sé betra fyr­ir mig að hafa rekst­ur­inn á minni kenni­tölu eða að stofna fyr­ir­tæki um rekst­ur­inn? Hverj­ir eru kost­ir og gall­ar við þess­ar leiðir? Ég hef heyrt mjög mis­mun­andi svör og þætti vænt um að fá hjálp við að ákveða mig hvora leiðina ég ætti að fara.

Bestu kveðjur,

sjúkraþjálf­ar­inn. 


Sæll þjálfi. 

Frá­bær spurn­ing og það er að mörgu að huga. Fyrst og fremst verðum við að skoða hvað um­rædd­ur rekst­ur mun koma til með að gefa af sér og rétt væri hjá þér að stilla upp grófri rekstr­aráætl­un í því sam­hengi.

Skattþrep ein­stak­linga eru þrjú og er miðjuþrepið um 38%, hæsta þrepið er rúm 46% og miðast við þegar laun og hagnaður í eig­in starf­semi fara yfir rúm­ar 1.3 millj­ón­ir á mánuði.

Aðilar í sjálf­stæðri starf­semi þurfa að reikna sér end­ur­gjald skv. staðli Skatts­ins og eft­ir því sem ég kemst næst myndi sjúkraþjálf­ari flokk­ast í flokk C (6) og þyrfti að reikna sér að lág­marki kr. 738.000 á mánuði í laun eða reiknað end­ur­gjald.

Tekju­skatt­ur lögaðila er að jafnaði 37.6% hvort sem er um að ræða Sam­lags­fé­lag (SLF) eða einka­hluta­fé­lög (EHF) að teknu til­liti til skatts af arðgreiðslum.

Því mætti segja að ef sam­an­lagður afrakst­ur starf­sem­inn­ar þ.e. reiknuð laun og hagnaður fer yfir 1.3 millj­ón­ir á mánuði væri skatta­lega hag­kvæmt að stofna lögaðila um rekst­ur­inn þar sem mis­mun­ur á skatti er rúm 8%. Ef sú tala er und­ir þessu viðmiði, 1,3 millj­ón­ir á mánuði breyt­ir þetta ná­kvæm­lega engu skatta­lega.

Sömu lög gilda um bók­hald og frá­drátt­ar­bærni kostnaðar hvort sem um er að ræða ein­stak­ling í rekstri eða lögaðila.

En það er líka önn­ur sjón­ar­mið og er þetta ekki tæm­andi upp­taln­ing á slíku. Það get­ur verið ein­fald­ara fyr­ir aðila að vera með at­vinnu­rekst­ur sinn und­ir hatti lögaðila í stað eig­in kenni­tölu. Það get­ur aðskilið fjár­mál rekstr­ar­ins frá ein­stak­lingn­um þótt að um lítið sem ekk­ert skatta­hagræði sé að ræða. Einnig geta komið til sjón­ar­mið varðandi fjár­hags­leg­ar ábyrgðir og áhættu rekstr­ar­ins.

Eins og spurn­ing­in hljóm­ar frá þér þyrft­ir þú að skoða hvort um­rædd starf­semi sé lík­leg til að fara yfir um­rædd mörk og hvort lík­legt sé að þú náir fram ein­föld­un á þínum per­sónu­legu fjár­mál­um með því að setja rekst­ur­inn inní fé­lag. Ef svarið er já í báðum til­fell­um er eng­in spurn­ing um að þú stofn­ir fé­lag utan um þína starf­semi.

Kveðja,

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda