Áslaug í stjórn Catecut

Áslaug þykir mikill frumkvöðull í heimi tískunnar.
Áslaug þykir mikill frumkvöðull í heimi tískunnar. Ljósmynd/Kári Sverriss

Áslaug Magnús­dótt­ir hef­ur tekið sæti í stjórn ís­lenska tæknifyr­ir­tæk­is­ins Ca­tecut. Fyr­ir­tækið not­ar mynd­grein­ingu til að bera kennsl á fatnað og merkja eig­in­leika fatnaðar sjálf­virkt. Þetta á að skila sér í dýpri vöru­lýs­ing­um og bættri leita­véla­best­un fyr­ir net­versl­an­ir með það að mark­miði að draga úr ósam­ræmi í vöru­upp­lýs­ing­um.

Áslaug er stofn­andi tísku­merk­is­ins Katla, meðstofn­andi og fyrr­ver­andi for­stjóri Moda Oper­andi og fyrr­ver­andi stjórn­andi Gilt Groupe. Áslaug er á lista tískumiðils­ins Bus­iness of Fashi­on, BoF 500, yfir aðila um all­an heim sem þykja hafa áhrif á tísku­heim­inn í dag.

„Áslaug er einn virt­asti frum­kvöðull tísku­heims­ins og hef­ur leitt sta­f­ræna breyt­ingu í lúxustísku og net­versl­un á heimsvísu síðustu tvo ára­tugi,“ seg­ir Heiðrún Ósk Sig­fús­dótt­ir, meðstofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Ca­tecut, í frétta­til­kynn­ingu.

„Hún var jafn­framt val­in ein af 50 valda­mestu kon­um í tísku­heim­in­um af vef­rit­inu Fashi­on­ista. Hún hef­ur nú þegar haft já­kvæð áhrif á stefnu­mót­un okk­ar með inn­sýn sinni í alþjóðleg­an tískuiðnað. Það er okk­ur sann­ur heiður að fá hana í stjórn.“

Ca­tecut hef­ur hlotið þró­un­ar­styrk Vöxt frá Tækniþró­un­ar­sjóði RANNÍS og markaðsstyrk úr At­vinnu­mál­um kvenna.

„Teymið hjá Ca­tecut hef­ur þá reynslu og tækni sem þarf til að umbreyta net­versl­un með fatnað með því að leysa marg­ar raun­veru­leg­ar áskor­an­ir í rekstri, og upp­lif­un viðskipta­vina,“ seg­ir Áslaug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda