Ætti sumarbústaðagugga að stofna félag utan um bústaðinn?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvað sé hag­stæðast þegar kem­ur að því að leigja út sum­ar­hús á Airbnb.

Góðan dag.

Ef ég leigi sum­ar­hús mitt á Airbnb, hvort greiði ég fjár­magn­s­tekju­skatt af tekj­un­um eða al­menn­an tekju­skatt? Er hag­stæðara að stofna einka­hluta­fé­lög utan um leig­una bara án þess þó að selja bú­staðinn til fé­lags­ins? Ef bú­staður­inn yrði seld­ur í framtíðinni hvaða skatt þyrfti að borga ef það verður sölu­hagnaður?

Kveðja, 

sum­ar­bú­staðagugg­an.

Sæl sum­ar­bú­staðagugga. 

Heimag­ist­ing allt að 90 dag­ar á ári og und­ir 2 millj­ón­um er al­mennt ekki litið á sem at­vinnu­rekstr­ar­tekj­ur. Af slík­um leigu­tekj­um reikn­ast fjár­magn­s­tekju­skatt­ur 22% og nýt­ist frí­tekju­mark fjár­magn­stekna á móti þess­um tekj­um. Þetta er „brúttó“ skatt­lagn­ing þannig að skatt­ur reikn­ast af heild­ar­tekj­um, eng­inn frá­drátt­ur mögu­leg­ur.

Þetta fyr­ir­komu­lag er ekki mögu­legt ef rekst­ur­inn er á hendi lögaðila. Þar skatt­leggj­ast all­ar tekj­ur sem at­vinnu­rekstr­ar­tekj­ur og er skatt­lögð sem slík, ekki í 22% skatti eins og hjá ein­stak­lingi.

Um leið og tekj­ur fara yfir 2 millj­ón­ir er litið á um­rædda leigu sem at­vinnu­starf­semi. Skatt­lagn­ing­in ferá þá í venju­leg tekju­skattsþrep (31%-46% eft­ir at­vik­um). Skila þarf virðis­auka­skatti af inn­kom­unni en á móti má draga frá rekstr­artengd­an kostnað. Viðkom­andi aðili þarf síðan að reikna sér end­ur­gjald skv. staðli skatts­ins og skila af því staðgreiðslu skatta, trygg­inga­gjaldi og öðrum launa­tengd­um gjöld­um.

Mér hef­ur í raun fund­ist fyrra fyr­ir­komu­lagið koma bet­ur út frek­ar en það síðara ef ekki er um veru­leg­ar tekj­ur að ræða. Umstangið er tölu­vert utan um litla veltu en virðist samt henta aðilum sem elska að þvo rúm­föt og sætta sig við lágt tíma­kaup. Ef hins­veg­ar ef um veru­leg­ar tekj­ur er að ræða er ör­ugg­lega hægt að hafa út úr þessu góða fram­færslu en menn verða að hafa í huga að þetta er ein­fald­lega þá skatt­skyld starf­semi eins og hver önn­ur.

Hvað varðar að stofna fé­lag um leig­una sem slíka þá er því til að svara að vænt­an­lega þyrfti sá lögaðili að greiða eig­anda fast­eign­ar­inn­ar húsa­leigu sem hann er síðan aft­ur skatt­skyld­ur af. Þannig að með slíku fyr­ir­komu­lagi erum við eig­in­lega kom­in í skatta­lega til­gangs­lausa hring­ekju.

Frí­stunda­hús eru skatt­frjáls í hendi ein­stak­lings eft­ir 7 ára eign­ar­halds­tíma. Þetta á við um fast­eign­ir utan at­vinnu­rekstr­ar. Al­mennt er ekki litið á heimag­ist­ingu und­ir 2 millj­ón­um á ári sem at­vinnu­rekstr­ar­tekj­ur þannig að slík starf­semi skerðir ekki skatt­frelsi eft­ir 7 ára eign­ar­halds­tíma.

Hins­veg­ar ef sum­ar­húsið er leigt út í virðis­auka­skatt­skyldri starf­semi með veltu yfir 2 millj­ón króna mörk­in er búið að fyr­ir­gera skatt­frels­inu og lík­legt má telja að sölu­hagnaður af slíkri eign verði að fullu skatt­skyld (ekki í fjár­magn­s­tekju­skattsþrep­inu) eins og á við um aðrar rekstr­artengd­ar eign­ir svo sem iðnaðar- og versl­un­ar­hús­næði svo dæmi séu tek­in.

Sum­um hef­ur dottið i hug það fyr­ir­komu­lag að stofna fé­lag um sum­ar­húsið og leigja hann út. Það get­ur endað sem skatta­leg sprengja. Frí­stunda­hús í eigu manna eru skatt­frjáls eft­ir 7 ára eign­ar­halds­tíma. Þetta á ekki við ef eign­ar­haldið er á hendi lögaðila (fé­lags). Árin eru fljót að líða og miðað við verðhækk­an­ir sum­ar­húsa er lík­legt að skatt­skyld­ur sölu­hagnaður á slíku húsi í eigu fé­lags yrði veru­leg­ur, ég get alls ekki mælt með þessu.


Kveðja,

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda