Skerðir arfur eiginmannsins bæturnar?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ing­ur varðandi arf

Góðan dag Ey­mund­ur. 

Út af heilsu­fars­ástæðum mun ég fá greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un en maður­inn minn mun fá arf á næst­unni sem er tölu­verð upp­hæð sem hann hef­ur ætlað sér að geyma til efri ára, þannig að þess­ir pen­ing­ar verða bara lagðir til hliðar og munu ávaxt­ast. Eins og ég skil kerfið þá deil­ast fjár­magn­s­tekj­ur niður á hjón og því munu hans fjár­magn­s­tekj­ur skerða greiðslur til mín frá TR. Þetta er seinna hjóna­band okk­ar beggja þannig að fyr­ir­komu­lagið hef­ur verið að hans tekj­ur eru hans ein­ung­is hans tekj­ur og eins með mín­ar. Er ein­hvern­veg­inn hægt að koma þessu fyr­ir að þetta hafi ekki áhrif á mín­ar greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un? Setja þetta í skulda­bréf? All­ar hug­mynd­ir eru vel þegn­ar. 

Kveðja, 

KPK


Sæl

Eins og þú ert greini­lega upp­lýst um eru fjár­magn­s­tekj­ur eru alltaf sam­eig­in­leg­ar hjá hjón­um og sam­sköttuðu fólki í óvígðri sam­búð. Slíkt get­ur komið mis­jafn­lega niður á fólki, t.d. þegar fólk byrj­ar sam­búð á ójöfn­um fjár­hags­leg­um grunni og hef­ur raun­veru­lega ekki sam­eig­in­leg­an fjár­hag. Dæmi um slíkt er ef ann­ar sam­búðaraðili er á fram­færi Trygg­inga­stofn­un­ar eða þigg­ur at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Þá geta þær rétt­mætu bæt­ur skerst ef hinn sam­búðaraðil­inn hef­ur fjár­magn­s­tekj­ur. Við þetta fell­ur niður rétt­ur til bóta á grunni sam­eig­in­legra fjár­magn­stekna sem eru það kannski ekki í raun.

Ég get ekki ráðlagt ykk­ur eða mann­in­um þínum að ávaxta þessa fjár­muni ekki. Versta hug­mynd í heimi er að geyma þetta „und­ir kodd­an­um“. Eins og ég hef reynd­ar bent á er betra að hafa fjár­muni í góðri ávöxt­un og greiða af því 22% fjár­magn­s­tekju­skatt á kostnað þess að fá ekki bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un sem bera 37% skatta.

Fjár­mála­stofn­an­ir bjóða upp á ýmsa mögu­leika við lang­tíma­ávöxt­un. Í til­felli manns­ins þíns ætti hann kannski að íhuga að fjár­festa í sjóðum eða verðbréf­um sem taka geng­is­hækk­un­um (eða lækk­un­um eft­ir at­vik­um) yfir tíma. Fjár­magn­s­tekj­ur af slíkri ávöxt­un raun­ger­ast ekki fyrr en við upp­lausn. Slíkt fyr­ir­komu­lag gæti verið heppi­legra frek­ar en að vista fjár­muni á hag­stæðum banka­reikn­ing­um þar sem fjár­magn­s­tekj­ur reikn­ast í raun­tíma.

Kveðja, 

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda