Gervigreindin gerir bókaútgáfu auðveldari en áður

Rithöfundurinn Hank Quense fer yfir í nýrri bók hvern aðrir …
Rithöfundurinn Hank Quense fer yfir í nýrri bók hvern aðrir rithöfundar geti nýtt gervigreindina til að gera ritferlið og útgáfuna skilvirkari. Samsett mynd/Igor Omilaev/Gulfer ERGİN/Unsplash

Sam­kvæmt ný­út­kom­inni bók, The Aut­hor's AI Toolkit: From Concept to Pu­blicati­on eft­ir rit­höf­und­inn Hank Qu­en­se, þurfa efn­is­höf­und­ar ekki að hafa áhyggj­ur af að gervi­greind komi í staðinn fyr­ir þá. 

„Þegar við not­um gervi­greind til að draga úr þeim tíma sem við eyðum í venju­leg verk­efni ger­ir það okk­ur kleift að ein­beita okk­ur að djúp­tæk­ari þátt­um sköp­un­ar­ferl­is­ins, eins og að betr­um­bæta efni, bæta við til­finn­inga­legri dýpt og tryggja ná­kvæmni og áreiðan­leika,“ seg­ir Qu­en­se.

Með þessu á Qu­en­se við að rit­höf­und­ar ættu að nýta gervi­greind­ina sem „aðstoðarmann“ sem geti tekið við verk­efn­um á borð við rann­sókn­ir, gerð beina­grind­ar eða grunndrög. 

Quense segir ekkert að óttast, gervigreindin skrifi ekki bókina sjálf …
Qu­en­se seg­ir ekk­ert að ótt­ast, gervi­greind­in skrifi ekki bók­ina sjálf og til­finn­inga­leg dýpt komi alltaf frá höf­und­in­um sjálf­um. Andrea De Sant­is/​Unsplash

Fimm mik­il­væg stig rit­ferl­is­ins

Í bók­inni kem­ur Qu­en­se inn á hvernig nýta megi gervi­greind­ina á fimm stig­um rit­ferl­is­ins þegar bók er skrifuð.

Áætl­un: Qu­en­se seg­ir mik­il­vægt að kynna sér á hvaða hátt hægt sé að nota gervi­greind­ina til að aðstoða við drög að sög­unni og hvernig byggja megi upp ferlið á sem skil­virk­ast­an máta. Gervi­greind­in get­ur aðstoðað rit­höf­unda við að koma skipu­lagi á hug­mynd­ir og yf­ir­stíga rit­stífl­ur.

Skrif: Rit­höf­und­ar eiga að læra hvernig megi nota gervi­greind­ina til að betr­um­bæta óbundið mál, búa til sam­ræður, ýta und­ir per­sónu­sköp­un og jafn­vel að smíða um­hverfi sög­unn­ar. Allt þetta má gera án þess að skerða ein­staka rödd höf­und­ar­ins, sam­kvæmt Qu­en­se.

Quense mælir með að rithöfundar kynni sér vel hvernig nota …
Qu­en­se mæl­ir með að rit­höf­und­ar kynni sér vel hvernig nota megi gervi­greind­ina á siðfræðilega góðan hátt við skrif og út­gáfu bóka. Ilenia F./​Unsplash

Útgáfa: Hægt er að ein­falda tækni­leg atriði við út­gáf­una með lausn­um frá gervi­greind­inni, t.d. við um­brot, hönn­un bók­ar­kápu og út­búa stutta lýs­ingu á söguþræði, sem gæti nú gert sjálfsút­gáfu auðveld­ari en nokkru sinni fyrr.

Markaðssetn­ing: Qu­en­se bend­ir á leiðir gervi­greind­ar­inn­ar til að markaðssetja bók­ina, t.d. við að ákv­arða mark­hóp, skipu­leggja markaðsher­ferðir og hvernig hægt sé að gera efni sem best fyr­ir sam­fé­lags­miðla. 

Viðskipta­hliðin: Vörumerki höf­und­ar get­ur verið stýrt af gervi­greind­inni sem get­ur aðstoðað m.a. við gerð frétta­bréfa og greina markaðsþróun.

„Ekki ótt­ast gervi­greind­ina. Fagnið siðfræðilegu nota­gildi henn­ar,“ árétt­ar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda