Vigdís Häsler stofnar ráðgjafarfyrirtæki

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir.
Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir. Ljósmynd/Innanríkisráðuneytið

Vig­dís Ósk Häsler Sveins­dótt­ir, eða Vig­dís Häsler eins og hún er kölluð, lög­fræðing­ur, fyrr­ver­andi aðstoðarmaður ráðherra og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna, hef­ur stofnað fyr­ir­tæki. 

Í Lög­birt­inga­blaðinu kem­ur fram að Vig­dís hafi stofnað fé­lagið Skot­land Slf. Til­gang­ur fé­lags­ins er ráðgjaf­arþjón­usta og ann­ar skyld­ur rekst­ur. 

Vig­dís lét af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna fyr­ir ári síðan og sagði frá því á Face­book-síðu sinni að því til­efni að starfið hefði verið gef­andi og skemmti­legt. 

„Í dag lét ég af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands, skemmti­legu og gef­andi starfi sem ég hef sinnt síðastliðin þrjú ár og komið að mörg­um krefj­andi verk­efn­um, stór­um sem smá­um.

Sam­tök­in standa núna styrk­um fót­um eft­ir fjár­hags­lega og fé­lags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og upp­bygg­ingu. Á sama tíma hef­ur verið byggður upp öfl­ug­ur og verðmæt­ur mannauður á skrif­stofu sam­tak­anna. Þar að auki hafa fé­lags­menn Bænda­sam­tak­anna aldrei verið fleiri og er stefna sam­tak­anna nú orðin skýr eft­ir vel heppnaða stefnu­mót­un. Rekst­ur Bænda­blaðsins hef­ur einnig verið rétt­ur af og er blaðið nú orðinn mest lesni prent­miðill­inn og les­enda­hóp­ur­inn hef­ur breikkað svo um mun­ar. Al­menn umræða um land­búnað sem hluta af mik­il­væg­um innviðum og fæðuör­yggi hef­ur stór­auk­ist. Bænd­ur eru lyk­ilþátt­ur í að tryggja sjálfsafla­hlut­deild ís­lensku þjóðar­inn­ar í fæðufram­leiðslu og höf­um við í Bænda­sam­tök­un­um unnið öt­ul­lega að þessu mark­miði síðastliðin ár. Ég skil stolt við starfið og Bænda­sam­tök­in sem eru orðin að sterku hags­munafli sem vinn­ur í þágu bænda,“ seg­ir Vig­dís á Face­book. 

Smart­land ósk­ar Vig­dísi góðs geng­is með ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda