Má ellilífeyrisþegi búa í sumarbústað?

Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum …
Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son, end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun og ráðgjöf, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá elli­líf­eyr­isþega sem spyr hvort hann megi búa í sum­ar­bú­stað. 

Hæ hæ Ey­mund­ur. 

Ég er að selja mína íbúð og kaupa sum­ar­bú­stað, eða heils­árs­hús sem ég ætla að búa í. Má ég eiga lög­heim­ili í sum­ar­hús­inu og fæ ég elli­líf­eyr­inn og heim­il­is­upp­bót­ina sem ég fæ núna áfram?

Kveðja, 

JK


Sæll kappi

Það er ákvörðun viðkom­andi sveit­ar­fé­lags hvort hægt sé að skrá lög­heim­ili í sum­ar­húsi og er það al­mennt ekki hægt. Grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um heim­il­is­upp­bót er að finna hér sem þú þyrft­ir að skoða vand­lega.

Heim­il­is­festi hef­ur ekki áhrif á grunn­elli­líf­eyri en til þess að fá heim­il­is­upp­bót þarf að upp­fylla ýmis skil­yrði þ.m.t staðfest­ingu á bú­setu. Ef þú býrð í sum­ar­húsi gæt­ir þú þurft að leita til op­in­bers aðila á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins sem þarf að staðfesta bú­setu þína til Trygg­inga­stofn­un­ar. Til dæm­is sveit­ar­stjóri, fé­lags­ráðgjafi, lækn­ir eða ann­ar op­in­ber aðili sem er bær til slíkr­ar staðfest­ing­ar.

Kveðja,

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda