Áslaug Arna flytur til New York

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á leiðinni í nám …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á leiðinni í nám í New York.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur fengið boð um skóla­vist í Col­umb­ia-há­skóla í New York. Hún grein­ir frá því að hún muni fara í leyfi frá þingi til þess að fara á vit æv­in­týr­anna. 

„Ég hef tekið ákvörðun um að hefja nám í Col­umb­ia-há­skóla í New York síðsum­ars eft­ir að ég fékk boð í vik­unni um skóla­vist. Því fylgja flutn­ing­ar til Banda­ríkj­anna og leyfi frá þing­störf­um í 9 mánuði frá og með haust­inu. Þar mun ég leggja stund á MPA nám (Master in Pu­blic Adm­in­istrati­on in Global Lea­ders­hip).

Þetta hef­ur verið draum­ur lengi. Ég er reynd­ar mann­eskja margra drauma. Síðustu 10 ár hef ég gefið allt sem ég á í störf mín fyr­ir Ísland og Sjálf­stæðis­flokk­inn.
Ástríða mín um að hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið okk­ar er hvergi á und­an­haldi. Ég trúi því að með þessu skrefi sé ég ekki að bara láta per­sónu­leg­an draum ræt­ast held­ur líka að stækka sjón­deild­ar­hring­inn, bæta við mig þekk­ingu og reynslu sem mun án efa reyn­ast mér mik­il­vægt vega­nesti inn í framtíðina.

Inn á þing fer á meðan minn öfl­ugi varaþingmaður, Sig­urður Örn Hilm­ars­son.
Mér er þó enn efst í huga um þess­ar mund­ir þakk­læti fyr­ir all­an stuðning­inn í stjórn­mál­un­um síðustu ár og sér­stak­lega í vet­ur í aðdrag­anda lands­fund­ar flokks­ins okk­ar. Tími og bar­átta sem ég mun aldrei gleyma. Lær­dóms­ríkt ferðalag - jafn­vel rúss­íbanareið - á svo marga vegu.
Mér líður ótrú­lega vel og það er dýr­mætt að finna fyr­ir stuðningi hvað þessa per­sónu­legu ákvörðun mína varðar líka.
Ég er hvergi nærri hætt í stjórn­mál­um og stóra verk­efnið fram und­an eru sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar og að ná borg­inni að nýju. Þar þarf okk­ar fólk um allt land á okk­ar ein­arða stuðningi að halda,“ seg­ir Áslaug Arna í færslu á Face­book-síðu sinni. 

Smart­land ósk­ar Áslaugu Örnu góðs geng­is! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda