Maíspá Siggu Kling í öllu sínu veldi

Sigga Kling spáði í stjörnurnar.
Sigga Kling spáði í stjörnurnar. mbl.is/Árni Sæberg

Spá­kon­an Sigga Kling dró fram spil­in og krist­als­kúl­una og skoðaði stöðuna á stjörnu­merkj­un­um í maí. Það er margt áhuga­vert í stjörnu­kort­un­um en Sigga Kling held­ur því fram að hrút­ur­inn sé að fara að upp­lifa merki­leg­ustu þrjá mánuði á lífs­leiðinni. 

Hrút­ur: Taktu áskor­un­um!

Elsku hrút­ur­inn minn.

Þú ert að fara í eina merki­leg­ustu þrjá mánuði í lífi þínu, allt sem að kem­ur til þín eða er í kring­um þig núna eru aðstæður til þess að þú tak­ir ákv­arðanir og það er kannski erfitt að taka rétt­ar ákv­arðanir.

Þú átt eft­ir að skynja rétta ákvörðun þannig þegar þú hugs­ar hvað þú ætl­ar að gera finn­urðu fyr­ir mikl­um létti. Ef þú teng­ir bara við kvíða gagn­vart ein­hverju ætt­irðu að líta í aðra átt og skoða ann­an mögu­leika.

Lík­am­inn tal­ar við þig og er svo fljót­ur að skynja rétt eða rangt, ná­kvæm­lega eins og þegar þú verður snögg­lega hrædd­ur þá get­urðu fengið sting í mag­ann eða ein­hvers staðar ann­ars staðar á sek­úndu­broti.

Lesa meira

Nautið: Settu und­ir þig horn­in og miðaðu til sig­urs

Elsku nautið mitt.

Þetta eru svo spenn­andi tím­ar sem eru fram und­an en kaos hef­ur verið svo­lítið ríkj­andi en þú þarft bara að leysa úr því eins og hverri ann­arri kross­gátu.

Eina ástæðan þess að svona kaos komi yfir þig eru of sterk­ar hugs­an­ir, þú ert svo mátt­ug­ur að þínar eig­in hugs­an­ir eru svo há­vær­ar. Á einu augna­bliki er eins og öll ský dragi frá sólu og þó þú hugs­ir núna að allt verði betra ein­hvern tíma er þetta ein­hvern tíma ekki til.

Svo lagaðu til í kring­um þig, ekki vor­kenna þér né öðrum því vorkunn er ekki góð orka. Þann 12. maí er fullt tungl og tal­an átta teikn­ar upp þann dag, þarna sérðu í gegn­um hlut­ina og finn­ur út hvernig þú breyt­ir svörtu í hvítt.

Það eina sem þú þarft að gera er að stökkva á þau verk­efni sem þú þarft að breyta eða vinna í. At­hugaðu að þú þarft að gera þessi verk­efni sjálf­ur því eng­inn mun hjálpa þér. Ef þú ert að bíða eft­ir að ein­hver hjálpi þér verður ekk­ert úr neinu.

Lesa meira

Tví­bur­inn: Mik­il­vægt að daðra við lífið

Elsku tví­bur­inn minn!

Þú ert lang­skemmti­leg­asta merkið en þú get­ur líka fallið niður í gjótu og orðið dökk­ur í sál­inni gagn­vart sjálf­um þér.

Þú mátt ekki staldra of mikið við þar en núna er akkúrat landið að gefa þér svo mikla birtu og svo svaka­leg­an kraft að mik­il­vægt er að þú lær­ir inn- og út­önd­um því önd­un er eitt það merki­leg­asta sem þú ætt­ir að læra. 

Til dæm­is að anda djúpt inn … telja hægt upp á tíu í hug­an­um … og anda frá þér. Það þarf ekki allt að vera svo flókið, bara gera ein­falda hluti er lang­best fyr­ir þig.

Þessi mánuður er sann­kallaður und­ir­bún­ings­tími. Hann læt­ur þig mæta hindr­un­um til að koma þér á rétt­an stað. Þú þarft að vita af inn­lif­un hvar þú ert og hvert þú vilt fara í raun og veru.

Lesa meira

Krabb­inn: Þjálfaðu þig upp!

Elsku krabb­inn minn.

Þó að þér finn­ist að þú haf­ir klessu­keyrt bíl­inn eða sjálf­an þig núna sér­stak­lega á síðustu tíu dög­um leiðrétt­ist það allt sam­an og kem­ur bet­ur út en þú þorðir að vona.

Þú ert að leyfa líf­inu að flæða svo fal­lega og að henda þér út úr því oki sem hef­ur að ein­hverju leyti fest þig. Þú þarft bara að meta þig aðeins meira því allt það fólk sem er í kring­um þig met­ur þig eins og þú ger­ir það.

Fjár­mál­in bjarg­ast alltaf — þó á síðustu stundu sé — stór­ir pen­ing­ar gætu orðið að þínum en í því þarftu að vera óhrædd­ur að standa með þér.

Einnig áttu eft­ir að sjá að þú ert að líta bet­ur út en áður en það er kannski vegna þess að þú færð meiri áhuga að laga þig til, fara í föt sem þú elsk­ar, „klæða þig í dag­inn“ eins og Dor­rit fyrr­um for­setafrú sagði svo fal­lega.

Það eru svo mikl­ar svipt­ing­ar í ork­unni og plán­et­urn­ar í kring­um okk­ur raðast þannig sam­an að annað eins hef­ur ekki sést í 165 ár.

Lesa meira

Ljón: Hreins­un í nánd

Elsku ljónið mitt.

Þú ynd­is­lega kraft­mikla vera sem hef­ur svo háa og djúpa skynj­un á hinu and­lega. Þér finnst stund­um þú skilj­ir ekki hvað þetta líf er að færa þér.

Und­an­farið hef­urðu verið bæði glaður og sorg­mædd­ur, jafn­vel á sama klukku­tím­an­um. Sá tími hef­ur komið að þú sérð ekki til­gang­inn með þessu öllu sam­an.

Það er þó svo að það er eng­inn til­gang­ur með líf­inu þar sem þú ert und­ir stjórn á þessu ferðalagi. Þá ert það ÞÚ sem ræður því hvaða til­gang þú hef­ur í því og hvernig þér líður varðandi það.

Þegar þér líður vel, þegar vellíðan streym­ir um þig, mundu að klappa aðeins á hjarta­stöðina þína eða bring­una því þá fest­irðu bet­ur þá líðan í minni frumanna þinna.

Mars er sterk­ur í þínu merki núna og hann er plán­eta vinnu­semi. Þannig er best að drífa sig að klára þau mál sem sitja á hak­an­um. Eins og var hér áður fyrr var vor­hrein­gern­ing í hverju húsi til að fagna birt­unni. Þegar búið er að hreinsa til líður þér svo vel.

Lesa meira

Meyj­an: Elskaðu allt sem er

Elsku meyj­an mín.

Það er al­veg víst að þú veist að þú þarft að standa þína plikt. Þú ert sú mann­eskja sem ég myndi velja í flest verk­efni því það sem þú ætl­ar að gera ger­ir þú svo vel.

Það er eins og það fær­ist yfir þig friður, auðmýkt og ró og þú ert að fara í ein­hvers kon­ar tíma­bil þar sem þú get­ur sinnt því sem þú elsk­ar. Þú finn­ur leið að pen­inga­streymi og pen­ing­ar eru bara orka sem get­ur verið svo skemmti­leg.

Hins veg­ar skaltu ekki bera ábyrgð á annarra manna fjár­hag nema þú get­ir misst þann pen­ing án þess að erfiðleik­ar heim­sæki þig.

Þú ert annað hvort að rífa niður eitt­hvað í hús­næðinu þínu, breyta, mála. Hvort sem um er að ræða stórt eða lítið verk fyll­ir það huga þinn á meðan og læt­ur þig ekki hugsa um vanda­mál sem þú get­ur hvort eð er ekki leyst.

Þegar þú bygg­ir upp um­hverfið þitt bygg­irðu upp and­ann þinn í leiðinni. Það er svo mikið verið að tala um að við séum að ferðast inn í fimmtu vídd­ina.

Lesa meira

Vog­in: Bestu tím­ar sem þú hef­ur upp­lifað

Elsku vog­in mín.

Þó margt hafi blasað við af ótrú­leg­um erfiðleik­um á síðasta ári hef­ur það gefið þér að þú læt­ur ekki ráðast inn í sál­ar­lífið þitt eins og áður.

Það gæti verið breyt­ing á vinnu ef þú ert búin að vera óviss und­an­farið. Þú ert hægt og ró­lega búin að ákveða að þú ætl­ar að fram­kvæma eitt­hvað nýtt. Það ger­ist ekki strax en það er að mynd­ast fyr­ir fram­an þig.

Þú ert far­in að verðmeta þig og vita hvað þú get­ur. Þú vinn­ur svo vel úr allri sorg og kraft­mikið karma sem þú átt inni er að koma og gefa þér gjaf­ir.

Þú hef­ur oft eytt allt of mikl­um tíma í ein­hvern sem met­ur það ekki neitt, jafn­vel þó þú haf­ir gert allt þitt til að byggja góðar und­ir­stöður hjá þeirri per­sónu.

Guð hjálp­ar þeim sem hjálpa sér sjálf­ir þýðir ein­fald­lega að mann­eskj­an sjálf verður að bjarga sér. Eng­inn get­ur bjargað ann­arri mann­eskju.

Lesa meira

Sporðdreki: Verður að þora til að skora

Elsku sporðdrek­inn minn.

Það er svo mikið að ger­ast hjá þér en þann 12. maí er fullt tungl í sporðdreka­merk­inu og sól­in og úr­an­us er í nauts­merk­inu. Þú get­ur ekki haft neinn fílter á þér.

Það verður spenna og drama, hrein­skilni og þú sérð hvað þú gerðir vit­laust og þegar þú sérð það veistu hvað þú átt að gera (því það er akkúrat í hina átt­ina).

Tunglið þitt sem er í kring­um 12. maí er kallað blóma­tungl eða blóma­máni og skipt­ir svo miklu máli þegar sú tíðni er í kring­um þig. Þú mátt ekki ríf­ast ekki við ein­hvern ná­inn þér sem á það alls ekki skilið, því þannig er það oft­ast hjá okk­ur, að við berj­um á þeim sem næst hjart­anu okk­ar eru.

Farðu og gefðu þeim þakk­læti sem hafa hjálpað þér í gegn­um tíðina, í hvaða formi sem það er, skipt­ir ekki aðal­máli en þetta þarftu að gera og fram­kvæma frá hjart­anu.

Lesa meira

Bogmaður: Þú ert ekki tré!

 Elsku bogmaður­inn minn.

Þér eru gefn­ir svo mikl­ir hæfi­leik­ar og þess vegna er svo mik­il­vægt að nýta þá. Þú ert góður í því sem þú ger­ir, al­veg sama hvað þú tek­ur þér fyr­ir hend­ur.

Það er ein­hvers kon­ar skipt­ing eða breyt­ing í ork­unni í kring­um þig en það er þá frek­ar verið að tala um per­són­ur sem tengj­ast þér og þú gæt­ir verið að hafa áhyggj­ur af.

Vertu bara ákveðinn að halda áfram þínu striki. Mögu­legt er að í kort­un­um sé að breyta um hús­næði, skoða nýja mögu­leika … þó það gæti verið plan yfir næstu mánuði er það samt komið inn í kring­um þig.

Það er að koma eitt­hvað gott í sam­bandi við vinnu og ef þú ert í próf­um (sem er líka vinna) er mjög mik­il­vægt að sjá það fyr­ir sér hvaða út­komu þú vilt fá í hverju prófi.

Skrifaðu þá út­komu niður og settu á ís­skáp­inn svo frum­urn­ar þínar sjái hvaða út­komu þú vilt ná. Það er líka gott að hafa töl­una aðeins hærri en þú býst við, ég get sagt marg­ar sög­ur af því að þetta hef­ur virkað.

Lesa meira

Stein­geit: Þú hef­ur styrk sem aðrir vilja bera

Elsku stein­geit­in mín.

Það er að sjálf­sögðu ekki allt sem geng­ur upp í lífi þínu en þú hef­ur sér­staka gáfu til að koma þér út úr erfiðleik­um og koma þér á þá braut sem þú þarft að fara.

Þú hef­ur líka það afl að pína þig til að hanga of lengi á braut sem þú veist að þú átt ekki að vera á bara. Bara því þú hef­ur sagt þú ætl­ir að vera þarna næstu árin og þá verðurðu að standa við það.

Þú ert að hugsa um og safna sam­an hvaða hæfi­leika þú hef­ur og þú set­ur hæfi­leik­ana þína í stór­an pott, hell­ir út á rjóma og hrær­ir en þá ertu kom­inn í öll­um þínum krafti.

Þú þarft að vera í fjöl­breytt­um hlut­um sem gefa þér lífið eins og þú vilt lifa því. Þú þarft að gefa þér leyfi til að skipta um vinnu, skóla og svo fram­veg­is því þú get­ur verið of hörð við sjálfa þig að halda bara áfram, sama hvað.

Það verður mik­ill metnaður í þér í sam­bandi við það sem þú ert að taka að þér. Það mun ganga allt al­veg ágæt­lega en upp úr 11. maí og eitt­hvað fram í júní verðurðu í ess­inu þínu.

Lesa meira

Vatns­beri: Þú hef­ur óviðjafn­an­lega töfra

Elsku vatns­ber­inn minn.

Þú ert sett­ur hérna á jörðina til að vernda og blessa aðra. Til að gefa öðrum pláss, til að hjúkra öðrum, hvort sem það teng­ist and­lega eða lík­am­lega sviðinu þeirra.

Það er líka þannig að þegar þú gef­ur af þér svona mikið færðu það marg­falt til baka en ekki kannski frá þeim sem þú gafst og gerðir góðverk­in hjá.

Þar sem þú ert svo til­finn­inga­rík og fjöl­skrúðug per­sóna ertu alltaf að leita að ein­hverju betra til að bæta þig og það er al­veg sama hvað þú finn­ur – þú held­ur áfram að finna eitt­hvað nýtt.

Þú ert að fara að upp­lifa merki­leg­ustu þrjá mánuði í lífi þínu og það er svo gjör­sam­lega und­ir þér komið hvort að þeir verða helm­ingi betri en góðir. 

Útlit þitt og fram­koma bend­ir til að þú sért sterk­asta mann­eskj­an á svæðinu en samt ertu með þetta ógn­ar viðkvæma hjarta.

Lesa meira

Fisk­ur­inn: Passaðu þig á pirr­ingn­um

Elsku fisk­ur­inn minn.

Þú ert svo mik­ill sátta­semj­ari og friðelsk­andi mann­vera en svo líka hef­urðu þá eig­in­leika að geta breytt þér eft­ir eig­in hent­ug­leika. 

Fisk­arn­ir tákna fæt­ur fólks al­veg eins og tví­bur­arn­ir tákna hend­ur og ef þú vilt ekki hreyfa þig úr stað þá hreyf­ist ekk­ert. Þú hef­ur þenn­an kraft að all­ir veita því at­hygli sem þú seg­ir.

Þú ert orðhepp­inn og fljót­ur að læra allt mögu­legt. Vorið er þinn upp­á­halds­tími og blóma­tunglið er fullt 12. maí og 12. maí hef­ur að sjálf­sögðu töl­una átta sem er upp­á­halds tala Kín­verj­anna og tákn­ar ei­lífðina.

Í upp­hafi mánaðar verður þú svo­lítið pirraður elsk­an mín og læt­ur allt fara í taug­arn­ar á þér en þetta breyt­ist svo sann­ar­lega þegar fyrstu tvær vik­urn­ar eru bún­ar af þess­um mánuði. 

Slakaðu bara á og slepptu stjórn­inni, ímyndaðu þér bara að þú sért í aft­ur­sæt­inu þegar ein­hver er að keyra og þú þurf­ir ekki að aðhaf­ast. Þetta á við fyrstu tíu dag­ana í þess­um mánuði svo eft­ir þá mun þér ganga svo vel og finn­ur hvernig hjartað þitt stækk­ar og ferð með flæðinu.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda