„Í hverju ertu og hvað kostaði það?“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í til­efni af 14 ára af­mæli Smart­lands­ins var Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir, upp­hafs­kona vefs­ins, til viðtals í Dag­mál­um á dög­un­um. Þar fór hún yfir hlut­verk og sögu Smart­lands­ins en vef­ur­inn hef­ur löng­um stimplað sig inn í þjóðarsál­ina og kem­ur til með að vera hluti af henni um ókomna tíð. 

    Fata­stíll, tíska og al­menn smart­heit er meðal þess sem ein­kenn­ir frétt­ir á Smartlandi frá öðrum frétt­um. Þar er gjarn­an rýnt í klæðaburð helstu fyr­ir­manna þjóðar­inn­ar við mis­jafn­ar und­ir­tekt­ir lands­manna. Þó virðast lang­flest­ir hafa skoðun á slíku um­fjöll­un­ar­efni því ekki ljúga lestr­ar­töl­urn­ar. 

    Ekki van­meta stíl­ista

    „Ef að við sem smáríki ætl­um að láta taka okk­ur al­var­lega á alþjóðleg­um vett­vangi þá verður þú að vita að þú mæt­ir ekki í svona boms­um og þú þarft að vera með stíl­ista,“ seg­ir Marta María sem gagn­rýndi skó­búnað Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, við mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar síðasta haust, og fékk mik­il viðbrögð í fram­hald­inu.

    „Kristrún Frosta­dótt­ir er búin að koma sér upp stíl­ista og aðrir þyrftu að gera það líka,“ seg­ir Marta María og bend­ir á að eini ásetn­ing­ur­inn með slík­um frétt­um sé að fræða og upp­lýsa land og þjóð og stuðla að smart­heit­um. Síður en svo sé til­gang­ur­inn sá að smána eða niður­lægja fólk.

    „Við erum bara að reyna að mennta fólkið í land­inu,“ seg­ir hún. „Klæðaburður sumra hef­ur nú al­veg batnað eft­ir að við fór­um í rík­ari mæli að benda á það sem bet­ur mætti fara.“

    Klæðaburður for­set­ans vin­sælt frétta­efni

    Marta María seg­ir áber­andi viðhorfa mun vera á milli kyn­slóða þegar klæðaburður og verð á fatnaði er til umræðu. Yngri kyn­slóðin sé sólg­in í að vita hvað flík­ur fyr­ir­menna kosta á meðan eldri kyn­slóðin blygðist sín fyr­ir slíkt.  

    „Svo rakst ég nú á Höllu Tóm­as­dótt­ur, for­seta Íslands, um dag­inn og mátti nú til með að stríða henni aðeins og spurði hana: „Í hverju ertu og hvað kostaði það“ og þá leit hún svona á mig og sagði: „Veistu það að á dauða mín­um átti ég frek­ar von en að klæðaburður minn ætti eft­ir að vera viku­legt frétta­efni“,“ seg­ir Marta María og hlær á meðan hún rifjar upp sam­talið við geðþekka for­set­ann.

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Mörtu Maríu í heild sinni. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda