Una hætt að vinna fyrir Höllu Tómasdóttur

Una Sighvatsdóttir er hætt að vinna sem sérfræðingur hjá embætti …
Una Sighvatsdóttir er hætt að vinna sem sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staða Unu Sig­hvats­dótt­ur, sem sér­fræðings á skrif­stofu for­seta Íslands, hef­ur verið lögð niður og er hún hætt störf­um. 

Una var ráðin í stöðuna í sept­em­ber 2020. Þá hafði hún verið út­end­ur friðargæsluliði á veg­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hjá skrif­stofu Nató í Georgíu. Þar á und­an var hún upp­lýs­inga­full­trúi Nató í Kabúl. Áður en hún hélt út í heim var hún blaðamaður á Morg­un­blaðinu, mbl.is og á frétta­stofu Stöðvar 2. Staðan var eft­ir­sótt þegar hún var aug­lýst. 188 manns sóttu um starfið 

Sif Gunn­ars­dótt­ir for­seta­rit­ari sagði í skrif­legu svari að breyt­ing­ar væru í far­vatn­inu. Hún vildi hins­veg­ar ekki segja í hverju breyt­ing­ar fæl­ust ná­kvæm­lega þrátt fyr­ir ít­rekaða tölvu­pósta. 

„Fyr­ir ligg­ur að síðar á ár­inu munu tveir starfs­menn skrif­stof­unn­ar láta af störf­um vegna ald­urs. Því munu óhjá­kvæmi­lega fylgja breyt­ing­ar og er verið að end­ur­skoða skipu­lag skrif­stof­unn­ar í því ljósi en ótíma­bært er að út­lista það frek­ar að svo komnu máli,“ sagði Sif. 

Á vef for­seta Íslands er Una ennþá skráð sem starfsmaður þrátt fyr­ir að vera á starfs­loka­samn­ingi. 

Una Sighvatsdóttir er ennþá skráð sem sérstakur ráðgjafi hjá forseta …
Una Sig­hvats­dótt­ir er ennþá skráð sem sér­stak­ur ráðgjafi hjá for­seta Íslands þrátt fyr­ir að vera hætt störf­um. Skjá­skot/​for­seti.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda