„Þetta er gæðastimpill og ótrúlega dýrmæt reynsla“

Kristín Eva Ólafsdóttir er framkvæmdarstjóri Gagarín en stofan var í …
Kristín Eva Ólafsdóttir er framkvæmdarstjóri Gagarín en stofan var í sigurliði um hönnun og hugmyndavinnu fyrir norræna skálann á heimssýningunni í Osaka í Japan.

Krist­ín Eva Ólafs­dótt­ir er graf­ísk­ur hönnuður að mennt og starfar sem fram­kvæmda­stjóri ís­lensku hönn­un­ar­stof­unn­ar Gaga­rín. Frá þeim þrjá­tíu árum sem stof­an var stofnuð hef­ur hún þró­ast í þá átt að gera gagn­virk­ar sýn­ing­ar, bæði hér á landi og er­lend­is.

„Við höf­um komið að flest­um sýn­ing­um hérna heima eins og Lava Eld­fjalla­setri á Hvols­velli og Eld­heim­um í Vest­manna­eyj­um. Við hönnuðum gagn­virk­ar inn­setn­ing­ar fyr­ir gesta­stofu Þjóðgarðsins á Þing­völl­um og gagn­virka gesta­stofu Lands­virkj­unn­ar í Ljósa­foss­stöð og svo lengi mætti telja,“ seg­ir Krist­ín um Gaga­rín.

Auk þess hafa þau starfað mikið er­lend­is eitt af þeirra stærri verk­efn­um voru 27 inn­setn­ing­ar fyr­ir Nátt­úru­m­inja­safnið í Osló og sæ­dýra­safnið Blue Pla­net í Dan­mörku.

Mynd frá sædýrasafninu Blue Planet í Danmörku sem var stórt …
Mynd frá sæ­dýra­safn­inu Blue Pla­net í Dan­mörku sem var stórt verk­efni fyr­ir Gaga­rín.

Hönnuðu nor­ræna skál­ann fyr­ir heims­sýn­ing­una

Gaga­rín var í sig­urliði um hönn­un og hug­mynda­vinnu fyr­ir nor­ræna skál­ann sem opnaði á heims­sýn­ing­unni í Osaka í Jap­an í apríl síðastliðnum. Heims­sýn­ing­in er hald­in á fimm ára fresti og er alþjóðleg­ur viðburður með mis­mun­andi þemum sem tek­ur á hnatt­ræn­um áskor­un­um. Þemað í ár snýst um hvernig tækni, sjálf­bærni og alþjóðlegt sam­starf geta stuðlað að betri framtíð fyr­ir alla.

„Skál­inn er í raun­inni samn­or­ræn sýn­ing, sem er svo­lítið sér­stakt, en þetta eru fimm lönd með eina sýn­ingu. Við teymuðum upp með dönsk­um sýn­ing­ar­hönnuði, Arne Kvorn­ing, og norsk-ís­lenskri arki­tekta­stofu sem heit­ir Rin­tala Eggerts­son, en þar er Íslend­ing­ur sem heit­ir Dag­ur Eggerts­son. Þessi þrjú fyr­ir­tæki mynduðu teymi utan um hug­mynd­ina sem við unn­um og svo tók Gaga­rín að sér alla fram­leiðslu á atriðunum í sýn­ing­unni, bæði utan og inn­an dyra. Það var í raun mik­il áskor­un að finna ein skila­boð sem end­ur­spegla fimm lönd en að sama skapi mik­ill styrk­ur í því að Nor­rænu lönd­in mæti á heims­sýn­ing­una, sam­einuð, sér­stak­lega á þeim um­brota­tím­um sem við lif­um,“ seg­ir Krist­ín.

Hver voru þau skila­boð?

„Við ákváðum að skoða fyrst það sem við eig­um sam­eig­in­legt sem er okk­ar ei­lífðarsam­band við nátt­úr­una og veðrið. Það var einnig krafa að sýn­ing­in myndi tala til jap­anskra gesta, því þeir eru um 90% af gest­um heims­sýn­ing­ar­inn­ar í Osaka og það kom okk­ur á óvart hvað við eig­um margt sam­eig­in­legt með þeim.

Í hug­mynda­vinn­unni skoðuðum Enso-hring­inn, hring­laga form sem er þekkt í Jap­an. Auk þess skoðuðum við hring­form sem er svo magnað hvað það birt­ist víða í nátt­úr­unni og í dýra­rík­inu. VIð sjá­um það víða í nátt­úr­unni, í vetr­ar­braut­un­um, fugla­hóp­um, hrein­dýra­hjörðum og fiskitorf­um til dæm­is, svo það er grunn­stefið, eins og maður sér það í sýn­ing­unni. Það er þetta hring­form sem tek­ur á móti þér,“ út­skýr­ir hún.

Eilífðarsamband Norrænu þjóðanna við veðrið og náttúruna var rauði þráðurinn …
Ei­lífðarsam­band Nor­rænu þjóðanna við veðrið og nátt­úr­una var rauði þráður­inn í skál­an­um í Jap­an.
Prótótýpa af hluta af verkinu var sett upp í Sviss …
Prótótýpa af hluta af verk­inu var sett upp í Sviss í nóv­em­ber á síðasta ári.

Gest­irn­ir stadd­ir á Eskif­irði eða Nesja­völl­um

Bú­ist er við 28 millj­ón­um gesta yfir næstu sex mánuði sem heims­sýn­ing­in stend­ur yfir og mega gest­ir bú­ast við því að þurfa að verja nokkr­um tíma í biðröðum til að kom­ast inn í hvern skála. Því var brugðið á það ráð að hanna sér­staka upp­lif­un í biðröðinni til að létta lund­ina. Upp­lif­un­in fyr­ir nor­ræna skál­ann hefst því í raun utan dyra. Fyr­ir utan geta gest­ir skannað svo­kallaðan QR-kóða og opn­ast þá farsíma­lausn þar sem þeir kom­ast inn á 360° upp­lif­un á Norður­lönd­un­um.

„Þar geta þeir flakkað á milli tólf staða og geta meðal ann­ars skoðað mynd­ir frá Eskif­irði og Nesja­völl­um. Þá eru þeir bún­ir að kynn­ast Norður­lönd­un­um þegar þeir eru í röðinni. Svo koma þeir inn og þá tek­ur á móti þeim stórt upp­lif­un­ar­mynd­verk sem við fram­leidd­um.

Það sam­an­stend­ur af sjö hundruð papp­írs­örk­um, sem er líka teng­ing við Jap­an því þar rík­ir sterk papp­írs­hefð, og við mynd­um tutt­ugu mín­útna mynd­verk sem er hreyfi­mynd með ís­lenskri tónlist. Við erum gríðarlega stolt, af því það er eina tón­list­in sem er í gangi alla sýn­ing­una og þetta hálfa ár,“ seg­ir Krist­ín.

Gaga­rín fékk tví­eykið Sindra Má Sig­fús­son, Sin Fang, og Kjart­an Hólm til að hanna tutt­ugu mín­útna hljóðverk sem spil­ast í takt við mynd­verkið.

„Verkið er í gegn­um­gang­andi um árstíðirn­ar fjór­ar, haust, vet­ur, norður­ljós­in og allt sem því fylg­ir. Svo það er allt í takt inni í skál­an­um.“

Er sér­stök Íslands-álma í skál­an­um? „Nei, það er nefni­lega málið. Þetta er bara ein sýn­ing, ein skila­boð. Við erum öll sam­an að selja Norður­lönd­in og lífs­gæðin þar,” svar­ar Krist­ín.

„Á gólf­inu erum við með níu gagn­virk­ar stöðvar með smá­sög­um þar sem við fjöll­um um hvað Norður­lönd­in eru að gera til að stuðla að betri framtíð. Við erum með þessi mark­mið í lofts­lags­mál­um, við erum að gera þetta varðandi sóun, lífs­gæði og við erum að kynna þessa hug­mynd um það sem Norður­lönd­in eiga sam­eig­in­legt og hvernig þau hafa unnið sam­an í ára­tugi að því að skapa eitt samþætt­asta svæði ver­ald­ar.“

Það var mikil upplifun að upplifa heimssýninguna að mati Kristínar.
Það var mik­il upp­lif­un að upp­lifa heims­sýn­ing­una að mati Krist­ín­ar.
Búist er við allt að 28 milljón gestum á heimssýninguna.
Bú­ist er við allt að 28 millj­ón gest­um á heims­sýn­ing­una.

Ró og feg­urð

Hvernig hönn­un er þetta?

„Þetta er í senn bæði upp­lif­un­ar­hönn­un og hug­mynda­hönn­un. Í upp­hafi eru þetta orð á blaði. Þetta er hug­mynd um að setja tón­inn sem öll lönd­in geta verið sam­mála um. Svo för­um við í að út­færa en þá tek­ur við viðmóts­hönn­un og for­rit­un fyr­ir farsíma­lausn­ina, hreyfi­mynda­gerð, graf­ísk hönn­un, mynd­vinnsla og hljóðhönn­un. Það er gríðarleg vinna að finna mynd­efni sem er samþykkt frá öll­um fimm þjóðunum. Þetta er stemm­ing og upp­lif­un­ar­hönn­un sem er akkúrat það sem Gaga­rín sér­hæf­ir sig í. Við sjá­um það bæði á Íslandi og er­lend­is að fólk er farið að gera mikl­ar kröf­ur þegar kem­ur að sýn­ing­um enda eru þær í mik­illi sam­keppni við aðra afþreyf­ingu. Við legg­um mikla vinnu í að gera upp­lif­un­ina skemmti­lega og í aukn­um mæli erum við far­in að hanna upp­lif­an­ir ut­an­dyra líka“

Krist­ín seg­ir skál­ann minna fólk á nor­ræn­an zen-garð. „Þar er ró og fal­legt. Á meðan marg­ir skál­ar eru með ljósa­sýn­ing­ar og LED-skjái þá þykir okk­ar skáli hálf-dá­leiðandi.“

Hvað þýðir þetta fyr­ir Gaga­rín? 

„Það er í fyrsta lagi gríðarleg­ur heiður að hafa unnið sam­keppn­ina á sín­um tíma og svo er þetta rosa­leg reynsla að taka þátt í svona Expo-verk­efni. Við höf­um aldrei áður komið að verk­efni sem tek­ur þenn­an fjölda í gegn. Þetta er gríðarlega góð aug­lýs­ing fyr­ir okk­ur alþjóðlega og gæti mögu­lega opnað dyr að sam­bæri­leg­um verk­efn­um í framtíðinni. Þetta er gæðastimp­ill og ótrú­lega dýr­mæt reynsla,“ svar­ar Krist­ín.

Prótótýpa af verk­inu var sett upp í Sviss í nóv­em­ber síðastliðnum þar sem hluti þess var sett­ur upp.

„Það var ekki fyrr en ég fór sjálf til Osaka fyr­ir tveim­ur vik­um að ég fékk að sjá þetta með ber­um aug­um. Það er ekki sjálf­gefið að við get­um fylgt verk­efn­un­um eft­ir og eru dæmi um að við höf­um hannað sýn­ing­ar sem við sjá­um síðan aldrei.“

Krist­ín var með leiðsögn fyr­ir Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands og sendi­nefnd­ina sem fór frá Íslandi. „Við fór­um yfir skila­boðin, hug­mynda­fræðina og sýn­ing­una og það var ótrú­lega gam­an að fá viðbrögðin á staðnum. Maður skynj­ar þau ekki að heim­an.“

Mikil ró einkennir norræna skálann og því eru gestir hrifnir …
Mik­il ró ein­kenn­ir nor­ræna skál­ann og því eru gest­ir hrifn­ir af.

Papp­írslista­verkið veg­ur 1,700 kg

Hversu langt var hönn­un­ar­ferlið? „Það var í janú­ar í fyrra sem við fáum verk­efnið og það má segja að þetta hafi verið klárt í janú­ar á þessu ári, svo þetta hef­ur verið svona ár.“

Verkið tók viku í upp­setn­ingu í Osaka. Sjö hundruð fljót­andi papp­írs­ark­ir eru í skál­an­um sem eru tengd­ar við 980 kaðla. Papp­ír­inn er blanda af end­urunn­um papp­ír og hrís­grjónapapp­ír. Papp­ír­inn þekur um 275 fer­metra, lengd papp­írslista­verks­ins er um 85 metr­ar og veg­ur um 1,700 kg. Gaga­rín fram­leiddi allt miðlun­ar­efni skál­ans.

„Það var ótrú­lega gam­an að fara út og upp­lifa heims­sýn­ing­una. Þetta er gríðarleg­ur mann­fjöldi og mikið er lagt í skál­ana. Svo það var mik­ill inn­blást­ur fyr­ir okk­ur að sjá það. Það var mik­ill áhugi á Norður­landa­skál­an­um, mikið af er­lend­um blaðamönn­um svo þetta var góð land­kynn­ing og ekki síður góð fyr­ir Ísland. Við eig­um ótrú­lega mikið í þess­ari sýn­ingu, þrátt fyr­ir það að við séum minnsta þjóðin, svo það var gam­an að því,“ seg­ir Krist­ín.

Koma skila­boð Íslands vel fram? „Já, það finnst mér al­gjör­lega.“

Eru von­ir um að sýn­ing­in geti ein­hvern veg­inn haldið áfram? „Það er hægt og það eru dæmi um að sýn­ing­ar séu sett­ar upp í ein­hverri mynd. Það væri gam­an að finna vett­vang fyr­ir það í kjöl­farið. Íslands­stofa stend­ur í þessu fyr­ir hönd Íslands og það væri æðis­legt ef við gæt­um sett þetta upp í ein­hverri mynd fyr­ir Íslend­inga að sjá í fram­haldi.“

Í hvaða stöðu finnst þér ís­lensk hönn­un vera út á við?

„Við erum í góðri stöðu. Ef ég tala bara fyr­ir Gaga­rín þá vor­um við að fá bronsverðlaun á Evr­ópsku hönn­un­ar­verðlaun­un­um um síðustu helgi  fyr­ir verk­efni sem við unn­um fyr­ir Cli­meworks og þar erum við að keppa við fyr­ir­tæki og hönnuði víðs veg­ar um Evr­ópu. Við erum alla­vega á pari við það besta í okk­ar geira,“ svar­ar hún.

Hvernig get­um við lyft ís­lenskri hönn­un?

„Sýni­leiki, alltaf, og að taka þátt í er­lend­um sam­keppn­um. Það er gríðarlega mik­il­vægt markaðslega því þá nærðu sjálf­krafa ár­angri og það vek­ur eft­ir­tekt. Ég myndi líka vilja nefna að það er búið að lyfta grett­i­staki með stofn­un Miðstöðvar hönn­un­ar- og arki­tekt­úrs og hönn­un­ar­hátíðinni Hönn­un­ar­Mars sem hald­in er ár­lega. Sýni­leiki ís­lenskra hönnuða hef­ur marg­fald­ast með til­komu þess. Styrkjaum­hverfi ís­lenskra hönnuða mætti líka end­ur­skoða og stór­bæta í fram­lög til Hönn­un­ar­sjóðs, því þar eru sprot­arn­ir“. “

Nám í skap­andi leiðtoga­hæfni

Í haust mun Krist­ín ljúka MBA-námi frá Berlín með áherslu á skap­andi leiðtoga­hæfni. Námið er alþjóðlegt sem sam­an­stend­ur af fimm til tveggja vikna ferðum um all­an heim eins og til Ind­lands, Banda­ríkj­anna og Berlín­ar. Krist­ín er að leggja loka­hönd á rit­gerð sem hún mun verja í haust.

Hvað er verið að efla í nám­inu?

„Flest öll mál­in og dæmi­sög­urn­ar eru úr okk­ar bransa. Við för­um í gegn­um mál í tím­un­um sem eru sér­sniðin að skap­andi geir­an­um. Nem­end­ur er að stór­um hluta mill­i­stjórn­end­ur en stór hluti kem­ur úr skap­andi grein­um, eins og aug­lýs­inga­stof­um, arki­tekta­stof­um, stór­fyr­ir­tækj­um eins og Youtu­be, TikT­ok og Accent­ure. Rauði þráður­inn er að reyna að sam­svara okk­ur við skap­andi grein­ar. Auk þess eru heimsklassa pró­fess­or­ar sem koma úr öll­um átt­um. Það hef­ur verið mjög gef­andi og gam­an að kynn­ast öllu þessu fólki. Upp­bygg­ing náms­ins er frá­bær, við för­um al­veg út úr dag­leg­um aðstæðum okk­ar, þannig að við höf­um fulla ein­beit­ingu á nám­inu í ferðunum,“ seg­ir Krist­ín.

Hvernig mun námið nýt­ast þér?

„Per­sónu­lega sem fram­kvæmda­stjóri. Þetta hef­ur verið ótrú­lega mik­ill lær­dóm­ur og mun nýt­ast mér áfram í því, ekki spurn­ing. Ég er með stórt tengslanet eft­ir námið sem ég get leitað í og mun nýt­ast á fjöl­breytt­an hátt.“

Mynd frá einni af Indlandsferðum Kristínar sem er hluti af …
Mynd frá einni af Ind­lands­ferðum Krist­ín­ar sem er hluti af MBA-nám­inu í skap­andi leiðtoga­hæfni. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda