Sigrún Ósk komin með nýtt starf

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Ljósmynd/aðsend

Sigrún Ósk Kristjáns­dótt­ir sjón­varps­stjarna á Stöð 2, sem nú hef­ur verið lögð niður, er kom­in með nýtt starf. Nýja starfið er staða upp­lýs­inga­full­trúa Akra­nes­kaupstaðar en þar býr Sigrún Ósk og hef­ur gert lengi. Sigrún Ósk var val­in úr 31. manna hópi. Smart­land sagði frá því á dög­un­um að Sigrún Ósk hefði sagt upp starfi sínu á Stöð 2 eft­ir 16 ára starf hjá fyr­ir­tæk­inu. 

Sigrún Ósk er með BA-próf í heim­speki, hag­fræði og stjórn­mála­fræði frá Há­skól­an­um á Bif­röst. Hún hef­ur víðtæka og far­sæla reynslu úr fjöl­miðlum, þar sem hún hef­ur starfað sem blaðamaður, rit­stjóri og við dag­skrár­gerð ým­issa sjón­varps- og út­varpsþátta. Auk þess hef­ur hún gegnt starfi markaðs- og at­vinnu­full­trúa hjá Akra­nes­kaupstað og verið varamaður í bæj­ar­stjórn.

„Ég er afar þakk­lát fyr­ir að hafa verið treyst fyr­ir því mik­il­væga verk­efni að móta nýtt starf upp­lýs­inga­full­trúa hjá Akra­nes­kaupstað og er full til­hlökk­un­ar að hefja störf. Mér hef­ur alla tíð þótt mjög vænt um þetta góða bæj­ar­fé­lag og er spennt fyr­ir að leggja mín lóð á vog­ar­skál­arn­ar," seg­ir Sigrún Ósk í viðtali á vefn­um Akra­nes.is. 

 „Með starfi upp­lýs­inga­full­trúa er ætl­un okk­ar að bæta upp­lýs­inga­miðlun til íbúa Akra­ness og viðskipta­vina Akra­nes­kaupstaðar. Það er mik­ill feng­ur fyr­ir sveit­ar­fé­lagið að fá Sigrúnu Ósk til starfa. Hún býr yfir mik­illi þekk­ingu og reynslu á sviði miðlun­ar og þekk­ir jafn­framt sam­fé­lagið og mál­efni Akra­ness afar vel,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri. 

Sigrún Ósk mun hefja störf í byrj­un ág­úst og mun meðal ann­ars bera ábyrgð á sam­fé­lags­miðlum Akra­nes­kaupstaðar, út­gáfu frétta­til­kynn­inga, upp­lýs­inga­gjöf um verk­efni og stefnu­mál sveit­ar­fé­lags­ins, sem og tengsl­um við fjöl­miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda