Björt Ólafsdóttir fyrrverandi ráðherra Bjartrar framtíðar og núverandi viðskiptakona hefur stofnað fyrirtæki með eiginmanni sínum Birgi Viðarssyni. Félagið ber nafnið Kolgríma ehf. og er tilgangur þess þróun og uppbygging á lágkolefnis byggingum. Félagið var stofnað í maí og er Björt formaður stjórnar og Birgir meðstjórnandi.
Björt hefur gert ýmislegt síðan hún hætti á Alþingi en Smartland greindi frá því 2023 að hún væri að byggja blokk við Frakkastíg ásamt Brynhildi S. Björnsdóttur.
„Við í IÐU gengum á dögunum frá hlutafjáraukningu og fengum með okkur öfluga fjárfesta til að hleypa af stokkunum því áhugaverða, en auðvitað krefjandi verkefni, að hanna og byggja fjölbýlishús á Frakkastíg 1 sem unnið verður eftir aðferðum hringrásarhagkerfisins,“ sagði Björt fyrir tveimur árum.
Smartland óskar hjónunum góðs gengis með nýja fyrirtækið!