Skattaundanskot eins og að pissa í skóinn

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son, end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem hef­ur áhyggj­ur af skatt­greiðslum.

Komdu sæll!

Ég er með Airbnb og lenti í mikl­um hremm­ing­um í einka­líf­inu og varð hrein­lega að verða mér út um pen­inga. Það sem ég gerði var að leigja út íbúðina á Airbnb fyr­ir 7 millj­ón­ir eitt árið og 6 það næsta. Kannski ekki það gáfu­leg­asta en nauðsyn­legt á þeim tíma. Nú bíð ég bara eft­ir að skatt­ur­inn taki í lurg­inn á mér. Við hverju má ég bú­ast?

Kveðja,

Sæll kappi,

Ekki gott mál en ég vona að þess­ar auka­tekj­ur hafi náð að hjálpa þér en því miður ef þetta er ekki rétt fram talið til skatts þá er þetta eins og að pissa svaka­lega í skóna sína og allt um kring. Án þess að ég setji mig í hlut­verk kvíðameðferðarsér­fræðings þá er ekki heppi­legt að bæta áhyggj­um af skatta- og pen­inga­mál­um ofan á hremm­ing­ar í einka­líf­inu, sér­stak­lega í ljósi þess hversu meðvitaður þú ert um að þetta séu ófram­tald­ar tekj­ur.

Nú ætl­ar skatt­ur­inn í sjálfu sér ekk­ert að taka í lurg­inn á þér en menn verða víst að fara að lög­um og skila skött­um af tekj­um sín­um hvernig svo sem aðstæður eru uppi við öfl­un þeirra. Mjög gróf­ir út­reikn­ing­ar benda til að af þess­um 13 millj­ón­um myndu tvær fyrstu millj­ón­irn­ar falla und­ir heimag­ist­ingu sem bera 22% skatt eða um 440 þúsund krón­ur. Af hinum 11 millj­ón­un­um myndi u.þ.b. 1 millj­ón reikn­ast í virðis­auka­skatt og síðan væri af­kom­an skatt­lögð í venju­leg­um at­vinnu­rekstr­ar­skatti sem er á bil­inu 37- 46%, þar að auki reikn­ast trygg­inga­gjald af reiknuðu end­ur­gjaldi sem er 6,35% og síðan lög­bundið fram­lag til líf­eyr­is­sjóða sem er 15,5%.

Mjög gróf­ir út­reikn­ing­ar myndu því enda í:

· Fjár­magn­s­tekju­skatt­ur 440 þúsund

· Trygg­inga­gjald 400 þúsund

· Líf­eyr­is­sjóður um 900 þúsund

· Virðis­auka­skatt­ur 1 millj­ón.

· Tekju­skatt­ur og út­svar um 2,8 millj­ón­ir

Sam­tals skatt­ar og önn­ur gjöld sam­tals um 5,5 millj­ón­ir til greiðslu. Ofan á þetta myndu bæt­ast 25% álag og síðan drátt­ar­vext­ir frá gjald­daga.

Þess­ar 5,5 millj­ón­ir sem ég reiknaði mjög gróf­lega út eru ein­fald­lega þau gjöld sem menn eru al­mennt að skila af slík­um tekj­um og ekk­ert óeðli­legt við það. Í þínu til­felli myndi bæt­ast við 25% „refsi­álag“ fyr­ir það að telja þetta ekki fram auk þess sem drátt­ar­vext­ir myndu reikn­ast á þetta allt og þetta verður bara stærri og stærri bolti eft­ir því sem lengra líður.

Ég ráðlegg þér því að gera hreint fyr­ir þínum dyr­um og þú ert í dauðafæri að losna við 25% álagið af seinna ár­inu þar sem kæru­frest­ur vegna 2024 er ekki út­runn­inn. Auk þess er rétt að benda þér á ákvæði 108. gr. laga um tekju­skatt þar sem skatt­ur­inn get­ur mögu­lega fellt niður 25% álagið af fyrra ári ef skattaðila (þér) verður eigi kennt um þá ann­marka sem voru á fram­tal­inu (tekj­ur ekki tald­ar fram). Ég er þá að vísa í um­rædd­ar hremm­ing­ar í einka­líf­inu en þess ber að geta að þetta und­anþágu­ákvæði er túlkað mjög þröngt.

Eft­ir að rétt­um skatt­fram­töl­um hef­ur verið skilað inn og þau af­greidd mun rétt greiðslu­staða liggja fyr­ir. Mín reynsla er að Skatt­ur­inn hef­ur sýnt veru­leg­an samn­ings­vilja við greiðslu­dreif­ing­ar á gjald­fölln­um skött­um og ef­ast ég ekki um að um slíkt verði að ræða í þínu til­viki.

Gangi þér allt í hag­inn.

Kveðja,

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son, end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda