Svona fullkomnarðu sólkyssta útlitið

Sólkysst útlit snýst ekki endilega um að vera brún. Öllu …
Sólkysst útlit snýst ekki endilega um að vera brún. Öllu heldur snýst það um að nota hlýrri litatóna á andlitið. Skjáskot/Instagram

Sama hvað hita­mæl­ir­inn seg­ir þá streyma hlý­ir litatón­ar til okk­ar í öllu sínu veldi. Sól­kyssta út­litið snýst ekki endi­lega um það að vera brún. Öllu held­ur er auk­in áhersla lögð á hlýja litar­tóna í förðun­inni. Full­komnaðu sól­kyssta út­litið með snyrti­vör­um sem fara öll­um vel.

Létt­ur farði

Notaðu létt­an farða fyr­ir frísk­legri ásýnd. Prófaðu Les Beiges Water Fresh Tint frá Chanel en þessi of­ur­létta og raka­gef­andi formúla er full­kom­in fyr­ir sum­arið. Formúl­an veit­ir mjög létta þekju svo ef þú vilt aukna þekju á til­tek­in svæði er hent­ugt að nota ör­lítið af hylj­ara. Nýi For­ever Skin Cor­rector Conceal­er frá Dior er til­val­inn í verkið, enda veit­ir hann mikla þekju og hagg­ast ekki á húðinni. Umbúðirn­ar eru held­ur stærri en hinn hefðbundni hylj­ari og burst­inn sömu­leiðis. Þetta er vegna þess að þessa formúlu má einnig nota sem fullþekj­andi farða á þau svæði sem þess þurfa. 

Chanel Les Beiges Water Fresh Tint, 10.199 kr.
Chanel Les Beiges Water Fresh Tint, 10.199 kr.
DIor Forever Skin Correct Concealer, 5.999 kr.
DIor For­ever Skin Cor­rect Conceal­er, 5.999 kr.

Sólar­púður

Það er lyk­il­atriði að nota gott sólar­púður þegar maður ætl­ar sér að ná fram sól­kyssta út­lit­inu. Fyr­ir óreynda leik­menn er hent­ugt að nota stór­an púður­bursta og bera sólar­púðrið á þá staði and­lits­ins sem sól­in skín nátt­úru­lega á. Meða stór­an bursta að vopni eru minni lík­ur á sólar­púðrið virki ójafnt á húðinni. Á hverju ári kem­ur ný út­gáfa af sólar­púðri inn­an Terracotta-línu Gu­erlain, í tak­mörkuðu upp­lagi. Pacific Avenue Bronz­ing & Blush Powder nefn­ist út­gáf­an í ár og er fal­leg blanda af sólar­púðri og kinna­lit. Það er einnig til­valið að nota matt sólar­púður til að fá eðli­lega sól­kyssta ásýnd. Radi­ant Matte Bronz­ing Powder frá MAC er til­valið fyr­ir sum­arið. 
Guerlain Terracotta Pacific Avenue Bronzing & Blush Powder, 7.199 kr.
Gu­erlain Terracotta Pacific Avenue Bronz­ing & Blush Powder, 7.199 kr.
MAC Radiant Matte Bronzing Powder er hluti af sumarlínu merkisins …
MAC Radi­ant Matte Bronz­ing Powder er hluti af sum­ar­línu merk­is­ins og kem­ur í tveim­ur litatón­um (vænt­an­legt).

Sum­ar­ljómi

Inn­an sum­ar­línu MAC, sem nefn­ist ein­fald­lega Bronz­ing, nær hit­inn há­marki með ljóma­vör­un­um sem þar má finna. Strobe Face Glaze frá MAC er ný vara sem býr yfir gelkenndri áferð og veit­ir lík­lega einn öfl­ug­asta ljóma sem sést hef­ur. Þú get­ur notað þessa vöru á ýms­an hátt, svo and­litið fangi ljósið bet­ur, eða blandað ör­litlu af formúl­unni út í and­lits- eða lík­ams­krem fyr­ir auk­inn ljóma á ýmis svæði lík­am­ans. 
MAC Strobe Face Glaze er hluti af sumarlínu merkisins og …
MAC Strobe Face Glaze er hluti af sum­ar­línu merk­is­ins og kem­ur í fjór­um litatón­um (vænt­an­legt).

Full­komn­ar var­ir

Nýju varalita­blý­ant­arn­ir frá Shiseido nefn­ast LipLiner InkDuo og eru þeir lík­lega með þeim bestu á markaðnum og fást í tólf lit­um. Öðrum meg­in er end­ing­argóður varalita­blý­ant­ur en á hinum end­an­um er glær og mýkj­andi grunn­ur sem nær­ir og slétt­ir var­irn­ar. Þetta er nauðsynja­vara í snyrti­veskið fyr­ir þær sem vilja mjúk­ar og mótaðar var­ir. Til að gera var­irn­ar enn þokka­fyllri skaltu prófa að setja nýja Shimmer GelG­loss frá Shiseido ofan á. Þetta ofur-ljóm­andi gloss er ein­stakt fyr­ir þær sak­ir að það er ekki á nokk­urn hátt klístrað og var­irn­ar verða silkimjúk­ar. Shimmer GelG­loss fæst í tíu litatón­um.
Shiseido LipLiner InkDuo (03 Mauve), 3.999 kr.
Shiseido LipLiner InkDuo (03 Mau­ve), 3.999 kr.
Shiseido Shimmer GelGloss (02 Toki Nude), 3.999 kr.
Shiseido Shimmer GelG­loss (02 Toki Nude), 3.999 kr.

Mild augn­förðun

Hlý­ir og mild­ir tón­ar kalla augn­lit­inn gjarn­an bet­ur fram. Slík­ir litatón­ar eru auðveld­ir í notk­un en The Necess­ary Eyes­hadow Palette frá ILIA í litn­um Warm Nude inni­held­ur ein­mitt sex slíka. Þessi augnskuggapall­etta er auðveld í notk­un og eru lit­irn­ir sér­lega fal­leg­ir. Toppaðu augn­förðun­ina með mjúk­um og end­ing­argóðum augn­blý­anti en Stylo Yeux Water­proof frá Chanel stend­ur alltaf fyr­ir sínu.
ILIA The Necessary Eyeshadow Palette (Warm Nude), 7.990 kr. (Verslunin …
ILIA The Necess­ary Eyes­hadow Palette (Warm Nude), 7.990 kr. (Versl­un­in Nola)
Chanel Stylo Yeux Waterproof (20 Espresso), 4.599 kr.
Chanel Stylo Yeux Water­proof (20 Espresso), 4.599 kr.

Brún án sól­ar

Það heyr­ir sög­unni til að ætla sér að eyðileggja húðina með því að liggja und­ir sól­inni til að verða brún. Prófaðu Self Tan Pu­rity Vitam­ins Bronz­ing Water Ser­um frá St. Tropez til að fá eðli­leg­an lit í and­litið sem end­ist í nokkra daga. Þetta er ser­um-formúla sem er hlaðin húðbæt­andi eig­in­leik­um. Hún inni­held­ur meðal ann­ars C- og D-víta­mín, raka­gef­andi hý­al­úrón­sýru og vinn­ur gegn litam­is­fell­um í húðinni. Það er einnig sniðugt að nota Perle De So­leil-brúnku­drop­ana frá Marc In­bane en þú ein­fald­lega bland­ar nokkr­um drop­um út í and­lit­skremið þitt, eða lík­ams­krem, og færð þannig eðli­leg­an lit sem auðvelt er að viðhalda.
St. Tropez Self Tan Purity Vitamins Bronzing Water Serum, 5.099 …
St. Tropez Self Tan Pu­rity Vitam­ins Bronz­ing Water Ser­um, 5.099 kr.
Marc Inbane Perle de Soleil Tanning Drops, 6.890 kr.
Marc In­bane Perle de So­leil Tann­ing Drops, 6.890 kr.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda