Ekki gleyma þessu á útihátíðina!

Ástin átti sér stað í Herjólfsdal.
Ástin átti sér stað í Herjólfsdal. mbl.is/Ari Páll

Þar sem verslunarmannahelgin er á næsta leiti þá ákvað Smartland að taka saman nokkrar nauðsynjar sem gera góða helgi enn betri.

Sölt og steinefni!

Það finnst engum auðvelt eða skemmtilegt að vera þunnur. Til að draga úr timburmönnum er tilvalið að drekka Happy Hydrate, fyrir og eftir skemmtikvöld. Með því nær líkaminn að halda betur í vökvann sem tapast við áfengisdrykkju. Auk þess getur Happy Hydrate dregið úr hausverkjum og leyft þér að halda partíinu gangandi. 

Stangirnar koma í þremur mismundandi bragðtegundum.
Stangirnar koma í þremur mismundandi bragðtegundum. Skjáskot/happyhydrate.is

Sólgleraugu!

Maður veit aldrei hvenær sól­in læt­ur sjá sig og svo koma góð sólgleraugu líka að góðum not­um þegar maður er ný­vaknaður og kannski ekki al­veg til­bú­inn í dag­inn.

Porsche Design sólgleraugun eru einstaklega töff.
Porsche Design sólgleraugun eru einstaklega töff. Skjáskot/opticalstudio.is

Vatnsbrúsi!

Góður vatnsbrúsi er ómissandi í bakpokann. Þessi 500 ml Chilly's brúsi með röri heldur svaladrykknum köldum yfir allan daginn. Það er mikilvægt að halda vökvastiginu í lagi.

Þessi brúsi er uppfærð útgáfa af upprunalegur Chilly´s brúsunum. Nú …
Þessi brúsi er uppfærð útgáfa af upprunalegur Chilly´s brúsunum. Nú fást þeir meðal annars með bakteríueyðandi stút. Skjáskot/elko.is

Skotglas!

Skemmtilegt skotglas til að hafa um hálsinn er tilvalið fyrir stemningsfólkið og ekki myndi það skemma fyrir ef að allur vinahópurinn gæti skálað í stíl.

Algjört kúrekaæði hefur ríkt hér á landi í allt sumar …
Algjört kúrekaæði hefur ríkt hér á landi í allt sumar en þessi litlu kúrekastígvél eru tilvalin fyrir útihátíðina. Skjáskot/partyvorur.is

Ferðahleðslutæki!

Það er ör­ygg­is­mál að sím­inn sé alltaf vel hlaðinn. Auk þess eru fáar inn­stung­ur í venju­leg­um tjöld­um. Mundu bara eft­ir hleðslu­snúr­unni líka.

Nauðsynlegt að muna eftir hleðslukubbnum.
Nauðsynlegt að muna eftir hleðslukubbnum. Skjáskot/elko.is

Sólarvörn!

Góð húðumhirða er mjög mikilvæg og því má alls ekki gleyma sólarvörninni. 

Góð sólarvörn skiptir máli.
Góð sólarvörn skiptir máli. Skjáskot/Lyfjaver

Smokkar!

Það er upplagt að setja öryggið á oddinn eftir að báðir aðilar hafa veitt samþykki.

Ekki gleyma smokknum!
Ekki gleyma smokknum! Skjáskot/lyfja.is

Hlý föt!

Veður á Íslandi breytist hratt og er mikilvægt að skoða veðurspá áður en lagt er af stað í ferðalag. Gott er að pakka góðum hlífðarfatnaði og líka léttum sumarflíkum ef að sólin lætur sjá sig.

Góður hlífðarjakki er alltaf góður ferðafélagi.
Góður hlífðarjakki er alltaf góður ferðafélagi. Ljósmynd/Becca Tapert

Góða skapið! 

Það má að sjálfsögðu ekki skilja góða skapið eftir heima. 

Það má ekki gleyma góða skapinu.
Það má ekki gleyma góða skapinu. Ljósmynd/Levi Guzman

Gleðilega verslunarmannahelgi kæru landsmenn, gangið hægt um gleðinnar dyr!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál