Íslenskt apótek vekur heimsathygli

Þau fyrirtæki sem eru tilnefnd eru þau sem hafa tekið …
Þau fyrirtæki sem eru tilnefnd eru þau sem hafa tekið eftirtektarverð skref í að veita neytendum aðgengi að vönduðum og áreiðanlegum upplýsingum.

Íslenska fyr­ir­tækið Lyfja hef­ur hlotið til­nefn­ingu sem versl­un árs­ins í flokki apó­teka á evr­ópsku verðlauna­hátíðinni Europe­an Natural Beauty Aw­ards. Verðlaun­in verða veitt þann 9. októ­ber næst­kom­andi. Þau fyr­ir­tæki sem eru til­nefnd eru þau sem hafa tekið eft­ir­tekt­ar­verð skref í að veita neyt­end­um aðgengi að vönduðum og áreiðan­leg­um upp­lýs­ing­um um húð- og snyrti­vör­ur. 

Und­an­far­in ár eru neyt­end­ur farn­ir að vera sí­fellt meðvitaðri um inni­halds­efni í húð- og snyrti­vör­um. Úrvalið hef­ur held­ur aldrei verið meira og auk­inn áhugi er á aðgengi að skýr­um upp­lýs­ing­um um vör­urn­ar sem eru til sölu. 

„Það er mik­ill heiður fyr­ir Lyfju að fá til­nefn­ingu til Europe­an Natural Beauty Aw­ards og að okk­ar veg­ferð veki at­hygli utan land­stein­anna. Við tök­um þess­ari viður­kenn­ingu sem hvatn­ingu til að áfram á sömu braut, en und­an­far­in ár höf­um við tekið stefnumiðuð skref í átt að því að auka lífs­gæði með bættri heilsu með vöru­úr­vali okk­ar, þjón­ustu og markaðsskila­boðum ,“ seg­ir Kar­en Ósk Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri markaðs- og vöru­sviðs og sta­f­rænna lausna hjá Lyfju í frétta­til­kynn­ingu. 

Heim­ur inni­halds­lýs­inga get­ur verið flók­inn og illskilj­an­leg­ur fyr­ir hinn al­menna neyt­enda en Lyfja hef­ur lagt áherslu á að fræða og votta hrein­ar vör­ur í hill­um versl­anna og á vefsíðu sinni. Eins vinn­ur Lyfja að því að auka aðgengi að hrein­um, nátt­úru­leg­um og líf­ræn­um vör­um með Heilsu­hús­inu sem er inn í stærstu versl­un­um þeirra. 

Verslun Lyfju á Smáratorgi. Arkitektastofan Gláma-Kím sá um hönnun búðanna.
Versl­un Lyfju á Smára­torgi. Arki­tekta­stof­an Gláma-Kím sá um hönn­un búðanna.
Úrvalið af snyrtivörum hefur aldrei verið meira og fræðsla um …
Úrvalið af snyrti­vör­um hef­ur aldrei verið meira og fræðsla um inni­halds­efni mjög þörf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda