Stella kveður fyrir fullt og allt

Rithöfundurinn Gunnar Helgason segir frá nýjustu bók sinni Stella segir bless! Allir krakkar á Íslandi þekkja Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar: Mömmu klikk, pabba prófessor, ömmurnar, börnin fimm og nojaða nágrannann. Nú stefnir Stella á Ólympíuleikana en allt sem getur klikkað, klikkar. Og hvernig í veröldinni á hún þá að vera eiturhress og peppuð? Hrikalega fyndin saga, með drama að hætti Stellu Erlings.

Gunnar Helgason þarf vart að kynna fyrir íslenskum börnum, foreldrum, öfum og ömmum. Bækurnar hans eru í uppáhaldi hjá þeim öllum, auk þess að vera margverðlaunaðar og stjörnum hlaðnar af lesendum jafnt sem alvörugefnum gagnrýnendum. Nú er komið að leiðarlokum hjá Stellu og skrautlegu fjölskyldunni hennar og auðvitað er drama að hætti hússins, bæði pínlegt og HRIKALEGA fyndið.

„Ég get ekki haldið áfram. Stella lendir hér í miklum hremmingum. Hún lendir í slysi og lendir í því að hún fær ákveðna niðurstöðu úr læknisrannsókn og dettur niður í mikið þunglyndi,“ segir Gunnar Helgason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda