„Við munum slaufa yfir okkur í ár“

Jóla­borðið ár hvert er í upp­á­haldi hjá sum­um en haus­verk­ur fyr­ir aðra. Júlí­ana Sól Sig­ur­björns­dótt­ir held­ur sig við stíl­hreina og hlý­lega hluti sem hún hef­ur safnað í gegn­um árin. Smá­atriði eins og velúr­s­lauf­ur setja hátíðleg­an svip á borðið.

Fag­ur­ker­inn Júlí­ana Sól Sig­ur­björns­dótt­ir er eig­andi versl­un­ar­inn­ar Offic­ina í Reykja­vík. Hún viður­kenn­ir að hún sé mikið jóla­barn og eigi það móður sinni að þakka. Jóla­borð Sól­ar þetta árið er guðdóm­lega fal­legt, hlý­legt og stíl­hreint með velúr­s­lauf­um og silf­ur­kerta­stjök­um.

„Mamma gerði alltaf svo kósí um jól­in þannig að snemma í nóv­em­ber á ég það til að byrja aðeins að vinna mig inn í jóla­tón­list­ina og hlakka til jól­anna,“ seg­ir Sól.

Það þarf ekki mikið til á jólaborðið, aðeins fáa en …
Það þarf ekki mikið til á jóla­borðið, aðeins fáa en fal­lega hluti. Disk­ar og glös eru frá Louise Roe og vínglös­in frá Ann Demeu­lemeester. Ljós­mynd­ir/​Magnús Óli Sig­urðsson

Skreyt­ir þú mikið fyr­ir jól­in?

„Ég myndi kannski ekki segja að ég væri al­gjör­lega stjórn­laus í skreyt­ing­um fyr­ir jól­in en ég á nokkra fal­lega hluti sem ég hef sankað að mér í gegn­um tíðina sem mér finnst ómiss­andi að setja upp. Ég set jólaserí­ur í glugga­kist­ur og svona en ekk­ert of mikið. Svo bý ég til jólailm sem fær að vera í potti í eld­hús­inu sem við kveikj­um und­ir reglu­lega til að fá lykt­ina í húsið.“

Þá seg­ir hún eng­ar regl­ur gilda um jóla­skreyt­ing­ar. „Ef það er ein­hver tími til að sleppa sér þá er það um jól­in. Nema að ég hef óbeit á blá­um jólaserí­um og svona köld­um orku­spar­andi hvít­um serí­um. Ég veit ekki hverj­um datt í hug að það gæti verið kósí,“ seg­ir hún.

Hvernig verður jóla­borðið í ár?

„Ég ætla að vera í út­lönd­um þessi jól­in. Ef ég væri heima myndi ég lík­leg­ast nota silfrið mitt sem ég er búin að safna síðustu árin í bland við diska og glös frá Louise Roe og vínglös frá Ann Demeu­lemeester. Ég myndi kaupa ein­hver ótrú­lega fal­leg blóm hjá 4árstíðum og svo finnst mér mik­il­vægt að hafa fal­leg­ar tauserví­ett­ur og dúk sem ég á frá Tekla Fabrics. Oft­ast er ég með ein­hverj­ar skreyt­ing­ar á diskn­um eins og lítið greni eða serví­ettu­hringi. Við erum að fá svo­lítið af skraut­mun­um fyr­ir jól­in í Offic­ina sem eru full­komn­ir á jóla­borðið.“

Velúrslaufagerir jólaborðið einstaklega hátíðlegt.
Velúr­s­laufager­ir jóla­borðið ein­stak­lega hátíðlegt. Ljós­mynd­ir/​Magnús Óli Sig­urðsson

Hvað borðar þú á jól­un­um?

„Ég ólst upp við að borða puru­steik og síðar breytt­ist það í ham­borg­ar­hrygg. Eft­ir að ég kynnt­ist mann­in­um mín­um ákváðum við að búa til okk­ar eig­in hefðir og höf­um beef well­ingt­on. Við erum svo alltaf með graflax í for­rétt og möndl­ugraut í eft­ir­rétt.“

Hverj­ir eru helstu tísku­straum­arn­ir semþú sérð núna fyr­ir jól­in?

„Slauf­an hef­ur verið sjóðandi heit síðan í fyrra og ég held að við mun­um slaufa yfir okk­ur í ár sem er bara fínt. Ég held hins veg­ar að það sem komi sterkt inn á næsta ári sé „tassels“, eða eins kon­ar silkikög­ur­dúsk­ar. Þið lásuð það og þetta ótrú­lega sér­staka orð silkikög­ur­dúsk­ur fyrst hér. Svo sér maður auðvitað að jóla­svein­arn­ir eru með putt­ann á púls­in­um í tölu­vert víðari bux­um en áður, gul­rót­arsniðið fór þeim ekki vel,“ seg­ir hún og bros­ir.

Silfur er alltaf hátíðlegt að mati Júlíönu en það er …
Silf­ur er alltaf hátíðlegt að mati Júlí­önu en það er ein­mitt vin­sælt núna. Ljós­mynd­ir/​Magnús Óli Sig­urðsson

Hver er upp­á­hald­sjó­la­m­inn­ing­in?

„Ég á svo marg­ar góðar jóla­m­inn­ing­ar en það sem mér dett­ur fyrst í hug akkúrat núna eru fyrstu jól­in okk­ar í Kaup­manna­höfn eft­ir að við flutt­um þangað. Þá var ég ólétt að öðru barn­inu okk­ar og við vor­um laus við allt jóla­stress því það vor­um bara við fjöl­skyld­an og syst­ir mín í heim­sókn. Kaup­manna­höfn verður mjög friðsæl og hátíðleg um jól­in og fáir eru á ferli.“

Hvað lang­ar þig að fá í jóla­gjöf?

„Ég skrifaði alltaf ít­ar­lega lista um hvað mig langaði í hér áður en eft­ir að ég eignaðist börn hætti maður að pæla í hvað mann sjálf­an lang­ar í. Ég fer alltaf svo­lítið að huga að heim­il­inu fyr­ir jól­in og mig lang­ar í ým­is­legt fyr­ir það. Ætli mig langi samt ekki mest að fá að sofa heila nótt um jól­in, það væri frá­bær gjöf frá yngsta syni okk­ar hjóna.“

Ljós­mynd­ir/​Magnús Óli Sig­urðsson
Vínrauður er mikilvægur á þessum árstíma fyrir marga.
Vín­rauður er mik­il­væg­ur á þess­um árs­tíma fyr­ir marga. Ljós­mynd­ir/​Magnús Óli Sig­urðsson
Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir safnar silfri og hefur gert í mörg …
Júlí­ana Sól Sig­ur­björns­dótt­ir safn­ar silfri og hef­ur gert í mörg ár. Á jól­un­um dreg­ur hún það fram og skreyt­ir jóla­borðið. Ljós­mynd­ir/​Magnús Óli Sig­urðsson
Ljós­mynd­ir/​Magnús Óli Sig­urðsson
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda