SKIMS-merki Kim Kardashian í samstarf með Nike

Kim Kardashian stofnaði vörumerki sitt SKIMS 2019 og nú er …
Kim Kardashian stofnaði vörumerki sitt SKIMS 2019 og nú er væntanleg vörulína frá henni og Nike, undir NikeSKIMS. Samsett mynd/Dimitrios Kambouris/Ronald Martinez /AFP

Íþrótta­vörumerk­isris­inn Nike sá virði hluta­bréfa taka kipp í kjöl­far til­kynn­ing­ar um sam­starf við vörumerkið SKIMS, sem er í eigu Kim Kar­dashi­an, und­ir merk­inu NikeSKIMS. 

Flest­ir kann­ast við Nike en kannski kann­ast færri við und­ir- og aðhalds­fata­merkið SKIMS, en Kar­dashi­an-syst­ir­in stofnaði vörumerkið í sept­em­ber 2019 í sam­starfið við Emmu og Jens Grede.

Til­kynnt var um nýju vöru­lín­una NikeSKIMS í gær og er hún vænt­an­leg á netið og í vald­ar versl­an­ir í Banda­ríkj­un­um, með vor­inu.  Kar­dashi­an hef­ur sagt vöru­lín­una vera vand­lega hannaða, eitt­hvað til að verða „heltek­inn af“.

Sam­vinn­an kom­in til að vera

Nike var stofnað árið 1964 og var upp­haf­lega var fyrsta vara fyr­ir­tæk­is­ins Nike-striga­skór. Vörumerkið hef­ur í ár­araðir verið meðal stærstu í heim­in­um en átt und­ir högg að sækja und­an­farið vegna tóm­stunda­merkja á borð við Alo Yoga, Vu­ori og fjölda annarra. Til að halda dampi þurfti Nike að fara nýj­ar leiðir og er sam­starfið sagt vera til­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að sporna gegn dvín­andi vin­sæld­um.

Sam­starf­inu er ekki ætlað að vera eins og einn­ar næt­ur gam­an held­ur lang­tíma­sam­band, þar sem ris­inn Nike, með alla sína sögu, sam­ein­ar krafta sína með SKIMS, sem hverf­ist um sérþekk­ingu á aðhalds­fatnaði og hef­ur sterka teng­ingu á sam­fé­lags­miðlum.

Ekk­ert hef­ur verið gefið upp um út­lit vöru­lín­unn­ar en nokkr­ar get­gát­ur eru á lofti eins og hreinn stíll, mini­malísk­ur, fag­ur og mjúk­ur, í anda SKIMS, blandað með tækni­legri hönn­un og íþrótta­stíl Nike. Í til­kynn­ing­unni kom hins veg­ar fram að lín­an verði ætluð kon­um en þar verða m.a. skór og fylgi­hlut­ir.

Cos­mopolit­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda