Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri og eiginkona hans, Milla Ósk Magnúsdóttir, eiga von á barni.
Frá þessu greinir Einar í færslu á facebook í tilefni af konudeginum.
„Magnaða konan mín sem er með lítið kríli í maganum! Gleðilegan konudag, konur,“ skrifar Einar.
Fyrir eiga þau saman einn son sem fæddist árið 2022 en Einar á einnig tvær dætur frá fyrra hjónabandi.
Smartland óskar þeim til hamingju með krílið!